Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. Golf 9. janúar 2025 10:32
Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. Golf 8. janúar 2025 16:01
Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. Golf 8. janúar 2025 13:33
Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Atvinnukylfingarnir Cameron Davis og Will Zalatoris gerðu afdrifarík mistök á Sentry golfmótinu á Havaí um helgina. Golf 6. janúar 2025 19:31
Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Gunnlaugur Árni Sveinsson og Hulda Clara Gestsdóttir hafa verið útnefnd kylfingar ársins á Íslandi, í fyrsta sinn. Árið endar því heldur betur vel hjá þeim og sérstaklega hinum 19 ára Gunnlaugi sem nú hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack Trophy mótið. Golf 30. desember 2024 18:17
Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, verður frá keppni fyrstu vikur nýs árs eftir að hafa slasað sig við að elda jólasteikina í ár. Golf 28. desember 2024 12:00
Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Bandaríska kvikmyndastjarnan Adam Sandler gaf aðdáendum sínum gjöf um hátíðirnar, en þá birti hann svokallaða kitlu fyrir væntanlega framhaldsmynd um Happy Gilmore, sem er væntanleg á Netflix á næsta ári. Lífið 27. desember 2024 13:02
Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Hinn 15 ára Charlie Woods fór holu í höggi á PNC meistaramótinu í dag þar sem hann og faðir hans, Tiger Woods, freista þess að vinna mótið í fyrst sinn en þar keppa kylfingar og börn þeirra saman í liðakeppni. Golf 22. desember 2024 22:00
Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Tiger Woods og sonur hans Charlie eru í góðum málum eftir fyrri hringinn á PNC meistaramótinu. Golf 22. desember 2024 09:01
Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Kylfingar sem ætla að taka þátt í mótum á LPGA mótaröðinni eða á USGA mótaröð kvenna í golfi verða hér eftir, að hafa fæðst sem konur eða orðið að konum áður en þær urðu kynþroska, til að fá keppnisleyfi. Golf 5. desember 2024 10:33
Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Tiger Woods hefur stungið upp á því að í fyrsta sinn verði veitt verðlaunafé í Ryder-bikarnum í golfi, og að kylfingar verji því fé til góðgerðamála. Golf 4. desember 2024 18:00
Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segist enn hafa eldmóðinn til þess að keppa, þrátt fyrir ítrekuð meiðsli en ljóst er að hann fer meiddur inn í nýtt ár. Golf 3. desember 2024 19:17
Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Fjöldi íþróttafólks er á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram á morgun. Í hópnum eru meðal annars Ólympíufarar, landsliðsfólk, ofurhlauparar og forkólfar íþróttasérsambanda. Sport 29. nóvember 2024 09:01
Fór holu í höggi yfir húsið sitt Bandaríski atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau hefur dundað sér við það síðustu tvær vikur að reyna að fara holu í höggi yfir húsið sitt. Golf 28. nóvember 2024 09:01
Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Jeeno Thitikul tryggði sér sigur á lokamóti LPGA mótaraðarinnar í gær eftir frábæra spilamennsku á lokaholunum. Golf 25. nóvember 2024 11:32
Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Ein besta körfuboltakona heims, Caitlin Clark, fór brösuglega af stað á Pro-Am móti í golfi. Körfubolti 14. nóvember 2024 13:46
McIlroy skaut niður dróna Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sýndi mögnuð tilþrif á HSBC meistaramótinu í golfi í Abú Dabí. Golf 11. nóvember 2024 13:02
„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni. Golf 8. nóvember 2024 23:31
McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy getur orðið besti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í sjötta sinn vinni hann Abú Dabí meistaramótið í þessari viku. Golf 7. nóvember 2024 10:31
Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau var á svæðinu í Flórída í nótt þegar Donald Trump fagnaði sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Golf 6. nóvember 2024 11:02
Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Veturinn á Íslandi getur verið langur, kaldur og dimmur. Góðu fréttirnar eru þær að það tekur enga stund að panta ævintýraferð með Úrval Útsýn. Hvort sem um er að ræða ferð í sólina, skemmtilega skíðaferð, notalega siglingu eða eftirminnilega hópferð, Úrval Útsýn hefur allt sem þarf til að gera ferðalagið eftirminnilegt. Lífið samstarf 2. nóvember 2024 09:02
Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Ástralski kylfingurinn Jeffrey Guan þreytti frumraun sína á bandarísku mótarröðinni í golfi um miðjan september. Viku seinna varð hann fyrir miklu óláni. Golf 1. nóvember 2024 08:33
Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Eftir að takkaskórnir fóru upp í hillu hefur Gareth Bale haft nógan tíma til að spila golf. Skemmtilegt atvik kom upp á golfvellinum hjá Walesverjanum á dögunum. Golf 6. október 2024 10:33
Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Sigurður Guðmundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis náði framúrskarandi árangri á Golf Masters mótinu í Makaó undir lok síðasta mánaðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur sæti á mótinu og Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna. Golf 5. október 2024 08:00
Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG átti frábæran hring í gær og er efstur á einu virtasta háskólamóti Bandaríkjanna í golfi. Golf 2. október 2024 10:31
Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum Fyrirtækið Elva Golf hefur hannað golfgreiningartæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Því hefur verið komið upp í golfhermi í skála GKG í Kópavogi. Vonast er til að það umbylti golfþjálfun. Golf 26. september 2024 08:03
LIV-kylfingar mega áfram taka þátt í Ryder-bikarnum og PGA-meistaramótinu PGA-samtökin hafa gefið út að þeir kylfingar sem hafa gengið til liðs við LIV-mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu muni nú geta tekið þátt í Ryder-bikarnum sem og PGA-meistaramótinu í golfi. Golf 19. september 2024 23:31
Guðrún Brá í góðri stöðu eftir sinn besta árangur Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék frábærlega á LET Access-mótaröðinni í golfi um síðustu helgi. Náði þar hún sínum besta árangri til þessa á mótaröðinni. Golf 19. september 2024 18:02
Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Viðskipti innlent 18. september 2024 15:12
„Það er erfitt að loka mótum strákar“ Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason eru samstarfsmenn hjá Íslands- og bikarmeisturum en þegar á golfvöllinn er farið er vináttan tímabundið lögð til hliðar. Sérstaklega ef hvorugur er að eiga sinn besta hring. Fótbolti 16. september 2024 23:31