Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunn­laugur nýtur sín meðal þeirra bestu

„Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið.

Golf
Fréttamynd

Sjóð­heitur Gunn­laugur tryggði Evrópu einn sigur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið.

Golf
Fréttamynd

Gunn­laugur í úr­vals­lið Evrópu og bestur á­samt Huldu

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Hulda Clara Gestsdóttir hafa verið útnefnd kylfingar ársins á Íslandi, í fyrsta sinn. Árið endar því heldur betur vel hjá þeim og sérstaklega hinum 19 ára Gunnlaugi sem nú hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack Trophy mótið.

Golf
Fréttamynd

Charli­e Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn

Hinn 15 ára Charlie Woods fór holu í höggi á PNC meistaramótinu í dag þar sem hann og faðir hans, Tiger Woods, freista þess að vinna mótið í fyrst sinn en þar keppa kylfingar og börn þeirra saman í liðakeppni.

Golf
Fréttamynd

Fór holu í höggi yfir húsið sitt

Bandaríski atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau hefur dundað sér við það síðustu tvær vikur að reyna að fara holu í höggi yfir húsið sitt.

Golf
Fréttamynd

McIlroy skaut niður dróna

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sýndi mögnuð tilþrif á HSBC meistaramótinu í golfi í Abú Dabí.

Golf
Fréttamynd

„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“

Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni.

Golf
Fréttamynd

Pantaðu sól og gleði með Úr­val Út­sýn

Veturinn á Íslandi getur verið langur, kaldur og dimmur. Góðu fréttirnar eru þær að það tekur enga stund að panta ævintýraferð með Úrval Útsýn. Hvort sem um er að ræða ferð í sólina, skemmtilega skíðaferð, notalega siglingu eða eftirminnilega hópferð, Úrval Útsýn hefur allt sem þarf til að gera ferðalagið eftirminnilegt.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­lenskt hug­vit á að um­bylta golfheiminum

Fyrirtækið Elva Golf hefur hannað golfgreiningartæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Því hefur verið komið upp í golfhermi í skála GKG í Kópavogi. Vonast er til að það umbylti golfþjálfun.

Golf
Fréttamynd

Sparar kylfingum tíma með rás­tíma­leitar­síðu

Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er erfitt að loka mótum strákar“

Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason eru samstarfsmenn hjá Íslands- og bikarmeisturum en þegar á golfvöllinn er farið er vináttan tímabundið lögð til hliðar. Sérstaklega ef hvorugur er að eiga sinn besta hring. 

Fótbolti