Jöfn keppni í New Orleans Chris DiMarco frá Bandaríkjunum og Arjun Atwal frá Indlandi eru efstir og jafnir á sjö höggum undir pari að loknum fyrsta hring á PGA-stórmóti í New Orleans. Fjórir kylfingar koma næstir á fimm höggum undir pari, þar á meðal Fídjieyingurinn Vijay Singh. Sport 29. apríl 2005 00:01
Els efstur á Opna Asíumótinu Ernie Els frá Suður-Afríku hefur fjögurra högga forskot á Opna Asíumótinu í golfi sem fram fer í Shanghai. Hann lék í morgun á 62 höggum eða á 10 höggum undir pari og setti vallarmet. Ernie Els er á 15 höggum undir pari að loknum tveimur hringjum. Sport 29. apríl 2005 00:01
Birgir Leifur á einu undir pari Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni í karlaflokki í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, hóf í morgun leik á Áskorendamótaröðinni á Spáni. Að loknum níu holum var Birgir Leifur á einu höggi undir pari og var í 2.-9. sæti en franskur kylfingur er efstur á þremur höggum undir pari. Sport 28. apríl 2005 00:01
Singh sigraði aftur í Houston Vijay Singh, kylfingurinn snjalli frá Fídjieyjum, sigraði á Opna Houston-mótinu í golfi annað árið í röð, en hann lagði Bandaríkjamanninn John Daly í bráðabana. Þeir voru jafnir að loknum 72 holum á 13 höggum undir pari. Sport 25. apríl 2005 00:01
Scott sigraði á Johnny Walker Ástralinn Adam Scott sigraði á Johnny Walker mótinu í golfi sem lauk í Kína í morgun. Scott lék á 18 höggum undir pari og varð þremur höggum á undan Suður-Afríkumanninum Retief Goosen. Þetta er níundi titillinn sem Scott vinnur. Sport 24. apríl 2005 00:01
Scott með forystu í Kína Ástralinn Adam Scott hefur forystu á Johnny Walker mótinu í golfi í Kína. Scott hafði fjögurra högga forystu eftir 36 holur en í morgun jók hann forystuna í sex högg. Sport 23. apríl 2005 00:01
Coles og Quigley efstir Þegar keppni er hálfnuð á Houston-mótinu í golfi hafa Ástralinn Gavin Coles og Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley forystu, eru báðir á tíu höggum undir pari. Fjórir kylfingar eru jafnir á níu höggum undir pari. Sport 23. apríl 2005 00:01