Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Viktor Gísli lokaði á Aron og fé­laga

Franska handknattleiksfélagið Nantes gerði sér lítið fyrir og lagði Álaborg í Álaborg þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með Nantes á meðan Aron Pálmarsson spilar með Álaborg og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Ung dóttir Baldurs bongó í þjálfun á trommunum

Tónlistarkennarinn Baldur Orri Rafnsson, betur þekktur sem „Baldur bongó“, er einn þekktasti stuðningsmaður íþróttaliða Vals. Ef það er eitthvað sem minnir sérstaklega á Val þá er það takturinn í bongó trommum hans.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn markahæstur í Evrópusigri | Ystads hafði betur á Benidorm

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður vallarins er svissneska liðið Kadetten Schaffhausen vann öruggan sex marka sigur gegn Presov í A-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 31-37. Á sama tíma vann sænska liðið Ystads tveggja marka útisigur gegn Benidorm í B-riðli Valsmanna, 27-29.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var rosalega erfiður leikur“

„Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 

Handbolti