Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ásgeir Örn tekur við Haukum

Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild karla til 2025. Hann tekur við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum

Rúnar Sigtryggsson sem þjálfað hefur Hauka í Olís-deild karla í handbolta er hættur og hefur samið við Leipzig sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson þykir líklegasti arftaki Rúnars hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Stubbarnir í Kaplakrika

Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR

Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28.

Handbolti
Fréttamynd

Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið

Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu.

Handbolti
Fréttamynd

Flottur leikur Viktors Gísla í sigri Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Nantes sem vann þrettán marka sigur á Cretail í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Viggó Sigurðsson og félagar í Leipzig töpuðu naumlega gegn Göppingen í þýsku deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas

ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór og Oddur með stórleiki

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar í basli eftir tap á Kýpur

Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Handbolti