Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Hefði viljað fá fleiri mörk“

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“

Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur og Daníel utan hóps í dag

Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Jóhannes Berg í FH

Jóhannes Berg Andrason hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Jóhannes, sem er 19 ára, skiptir yfir til FH úr uppeldisfélagi sínu Víkingi Reykjavík. Jóhannes ætti þó ekki að vera ókunnugur í Hafnarfirði þar sem faðir hans, Andri Berg Haraldsson, lék um árabil með FH.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er ekki hægt að fá nóg af þessu“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sigurreifur eftir öruggan tólf marka sigur sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Snorri gat leyft sér að brosa sínu breiðasta, enda tryggði sigurinn liðinu deildarmeistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg áfram á sigurbraut

SC Magdeburg, lið Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar heldur áfram hraðbyri að þýska deildarmeistartitinum í handbolta. Liðið hefur nú 7 stiga forystu á toppnum eftir sigur á HSG Wetzlar í dag, 26-29.

Handbolti