Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Kristján Örn markahæstur er PAUC kastaði frá sér sigrinum

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo unnu níu marka sigur gegn Cocks, Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC gerðu klaufalegt jafntefli gegn Gorenje og Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten gerðu jafntefli þegar liðið tók á móti Nimes.

Handbolti
Fréttamynd

Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Arnór skoraði tvö í stóru tapi

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu gerðu jafntefli gegn Leipzig og Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö fyrir Bergischer er liðið steinlá gegn Wetzlar.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli og félagar fyrstir til að leggja toppliðið

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í danska liðinu GOG urðu í kvöld fyrsta liðið til að leggja Benfica af velli í Evrópudeildinni í handbolta er liðin mættust í Portúgal. Lokatölur urðu 25-33, en liðin eru nu jöfn á toppi B-riðils.

Handbolti
Fréttamynd

„Hræðileg tilhugsun og má ekki gerast“

Willum Þór Þórsson er einn farsælast fótboltaþjálfari í sögu íslenskum fótboltans og sá eini sem hefur unnið allar fjórar deildirnar sem þjálfari. KR og Valur urðu bæði Íslandsmeistarar undir hans stjórn.

Handbolti
Fréttamynd

Ég sá enga hrindingu í rauða spjaldinu

Afturelding tapaði gegn Val 27-25. Valur var með yfirhöndina nánast allan leikinn sem skilaði sér í tveggja marka sigri. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll eftir leik.

Sport