Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Rakel Dögg hætt með Stjörnuna

Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Handbolti
Fréttamynd

Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu

Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Liðið sýndi stórkostlegan karakter að klára þetta

Guðmundi Guðmundsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var létt eftir sigurinn á Hollandi, 29-28, í kvöld. Ísland er komið með fjögur stig í B-riðli Evrópumótsins og ef það vinnur heimalið Ungverjalands á þriðjudaginn fer það með tvö stig inn í milliriðla.

Handbolti
Fréttamynd

Minntist látins fé­laga gegn Ís­landi

Hinn 24 ára gamli markvörður Gustavo Capdeville minntist góðs vinar síns og fyrrverandi liðsfélaga Aldredo Quintana í leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í handbolta í gær.

Handbolti