Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Magdeburg endurheimti toppsætið | Kristján og félagar enn án sigurs

Ómar Ingi Magnússon og skoraði fjögur mörk þegar Magdeburg endurheimti toppsæti C-riðils í Evrópudeildinni í handbolta með sex marka sigri gegn Nexe, 32-26. Á sama tíma töpuðu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix gegn La Rioja, 33-26, en liðið hefur ekki enn unnið leik í Evrópudeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Viljum vera ofar í töflunni

Jónatan Magnússon, þjálfari KA var að vonum ánæðgur með sína menn eftir tveggja marka sigur á Gróttu í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 31-29.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Grótta 31-29 | Heimasigur í spennandi leik

KA vann góðan tveggja marka sigur á Gróttu í hörkuleik er liðin mættust í Olís-deild karla á Akureyri í dag, lokatölur 31-29 heimamönnum í vil. Leikurinn var liður í 11. umferð Olís. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið þrjá leiki í deild og voru í 9. og 10. sæti deildarinnar og því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í tvö stigin sem í boði voru til að halda í við liðin fyrir ofan sig.

Handbolti
Fréttamynd

Spánverjar og Danir með örugga sigra

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins á HM kvenna í handbolta lokið, en nú rétt í þessu lauk seinni fjórum leikjunum. Spánverjar og Danir unnu sína leiki örugglega með 15 mörkum, og á sama tíma vann Brasilía gegn Japan og Ungverjar gegn Tékkum.

Handbolti
Fréttamynd

Þýskaland og Suður-Kórea bæði með fullt hús stiga

Fjórum leikjum af þeim átta sem fara fram á HM kvenna í handbolta í kvöld er nú lokið. Þjóðverjar unnu öruggan 14 marka sigur gegn Slóvakíu og Suður-Kórea vann tveggja marka sigur gegn Túnis, en bæði lið hafa nú unnið fyrstu tvo leiki sína.

Handbolti
Fréttamynd

Sterkur sigur Selfyssinga á Hlíðarenda

Selfyssingar unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið heimsótti Val í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-28, en tapið þýðir að Valsmönnum mistókst að nálgast topplið deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Rafn fær að standa í marki Hauka í dag

Haukar taka á móti rúmenska liðinu Focsani í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta í dag. Aron Rafn Eðvarsson, markvörður liðsins, fær að standa vaktina í markinu eftir að hafa verið rekinn úr húsi í fyrri leik liðanna.

Handbolti