Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Íslendingalið Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik

Gummarsbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Hákon Daða Styrmisson og Elliða Snær Viðarsson innanborðs, máttu þola sitt fyrsta tap í þýsku B-deildinni í handbolta á tímabilinu er liðið heimsótti Rostock. Lokatölur urðu 34-33, en Gummersbach heldur toppsæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Arons og félaga | Kielce lyfti sér upp að hlið Barcelona

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg þurftu að sætta sig við sitt fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu er liðið heimsótti ungverska liðið Pick Szeged í A-riðili, 31-28. Á sama tíma unnu Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Vive Kielce nokkuð öruggan fimm marka sigur gegn PSG, 38-33, og er liðið nú á toppi B-riðils ásamt Barcelona.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur er risinn í Garðabænum

Eftir fremur rólegt fyrsta tímabil hjá Stjörnunni hefur Dagur Gautason byrjað þetta tímabil af miklum krafti og segja má að nýr dagur sé upprisinn í Garðabænum.

Handbolti
Fréttamynd

Fannst við spila frábærlega

HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan

Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag

„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV áfram í Evrópubikarnum eftir frábæran sigur

Kvennalið Íþróttabandalags Vestmannaeyja gerði sér lítið fyrir og sneri einvígi sínu gegn PAOK í Þessalóníku á Grikklandi sér í vil með góðum sjö marka sigri í dag, 29-27. PAOK vann fyrri leikinn með fimm mörkum.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel

Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. 

Sport