Orri Freyr fór mikinn í öruggum sigri toppliðsins Orri Freyr Þorkelsson og félagar í norska handboltaliðinu Elverum eru með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Handbolti 23. október 2021 17:02
Sigur í Hvíta-Rússlandi ekki nóg fyrir FH sem er úr leik FHingar eru úr leik í EHF bikarnum í handbolta þetta árið eftir eins marks sigur á SKA Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag, 25-26. FH tapaði fyrri leiknum 29-37 og þar með einvíginu 62-55. Handbolti 23. október 2021 16:00
Tap hjá ÍBV í Þessalóníku Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24. Handbolti 23. október 2021 15:00
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í sigri Aalborg Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Aalborg, bar sigurorð af Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrr í dag, 36-27. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá liðinu. Sport 23. október 2021 14:30
Sandra markahæst í tapi Sandra Erlingsdóttir var markahæst í tapi Álaborgar gegn SønderjyskE í dönsku B-deildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 22-28. Handbolti 22. október 2021 19:46
Gummersbach áfram á sigurbraut | Arnar Birkir markahæstur Það var nóg um að vera í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld þar sem fjöldi Íslendinga var í sviðsljósinu. Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í liði Aue sem mátti þola þriggja marka tap og þá vann Íslendingalið Gummersbach sex marka sigur. Handbolti 22. október 2021 19:11
Vísað af Hlíðarenda vegna ósæmilegrar framkomu Handknattleiksdeild Harðar gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna máls sem aganefnd HSÍ er með til skoðunar eftir leik ungmennaliðs Vals gegn Herði á Hlíðarenda fyrir viku. Handbolti 22. október 2021 14:31
Upphitun SB: Finnur vonbrigðalið KA taktinn gegn meisturunum? Þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir leikina sem eftir eru í 5. umferð Olís-deildar karla. Handbolti 22. október 2021 14:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 23-31 | Stjörnuframmistaða Vals í seinni hálfleik Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 23-31, í Garðabænum í kvöld. Valskonur hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu á meðan Stjörnukonur eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki. Handbolti 21. október 2021 20:33
Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31. Handbolti 21. október 2021 20:18
Melsungen hafði betur í Íslendingaslag Fjórir leikir fóru fram í þýsku urvalsdeildinni í handbolta í kvöld og Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur þeirra. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Körfubolti 21. október 2021 18:58
Teitur markahæstur í tapi Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg með fimm mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið mætti Telekom Veszprem í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag. Mörk Teits dugðu þó skammt því liðið tapaði 28-23. Handbolti 21. október 2021 18:20
Fimm íslensk mörk er Magdeburg fór áfram í þýsku bikarkeppninni Íslendingaliðið Magdeburg heimsótti Tus N-Lübbecke í þýsku bikarkeppninni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir gestina og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt er liðið vann góðan sjö marka sigur, 30-23. Handbolti 21. október 2021 17:33
Öxlin enn að angra Janus Daða Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er frá keppni þessa dagana vegna axlarmeiðsla. Hann missir því af leik Göppingen gegn Leipzig í Þýskalandi í dag. Handbolti 21. október 2021 16:30
Fullur óvissu vegna brotthvarfs Arons Franska handboltastjarnan Dika Mem segir framtíð sína hjá Barcelona í óvissu vegna stöðu félagsins sem er skuldum hlaðið. Það veki hjá sér óöryggi að félagið hafi leyft Aroni Pálmarssyni að fara í sumar. Handbolti 21. október 2021 16:01
Teitur fjórði íslenski reddarinn hjá Flensburg Teitur Örn Einarsson gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg í fyrradag. Hann á að hjálpa liðinu í þeim miklu meiðslum sem herja á leikmannahóp þess. Teitur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem Flensburg fær í eins konar reddingar ef svo má að orði komast. Handbolti 21. október 2021 10:01
Talið að Haukur hafi tognað á ökkla Haukur Þrastarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 20. október 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. Handbolti 20. október 2021 22:26
„Við erum bara eins og litlir smástrákar“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn. Handbolti 20. október 2021 21:35
Fyrsti sigur HK kominn í hús HK vann sex marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 27-21. Var þetta fyrsti sigur HK í deildinni. Handbolti 20. október 2021 20:20
Aron og Sigvaldi Björn stórkostlegir í sigrum Álaborgar og Kielce í Meistaradeildinni Íslensku landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson fóru á kostum í sigrum liða sinna í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 20. október 2021 18:30
„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“ Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér. Handbolti 20. október 2021 11:01
Bjarki Már markahæstur í tapi | Sjö mörk Kristjáns dugðu ekki Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo sem tapaði fyrir Benfica í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 30-29. Kristján Örn Kristjánsson skoraði einnig sjö mörk í liði PAUX Aix í eins marks tapi gegn RK Nexe, 30-29. Handbolti 19. október 2021 20:32
Magdeburg og GOG byrjuðu Evrópudeildina á sigrum Íslendingaliðin Magdeburg og GOG unnu bæði sinn fyrsta leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag. Handbolti 19. október 2021 18:15
Teitur Örn til Flensburg Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Flensburg. Handbolti 19. október 2021 14:59
Gaupi heimsótti Gunnsastofu og þann reyndasta: Myndi aldrei taka krónu fyrir Guðjón Guðmundsson var með skemmtilegt innslag í Seinni bylgjunni en hann hitti þá eina liðstjórann sem hefur verið í starfi í 23 ár og það í hans höfuðstöðvum Gunnsastofu. Handbolti 18. október 2021 11:30
Formaður norska sambandsins smitaðist af kórónuveirunni á landsleik Í Noregi er komið kom upp kórónuveiru hópsmit sem tengist handboltalandsleik í Bærum á dögunum þar sem að norsku stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar mættu slóvenska landsliðinu. Handbolti 18. október 2021 09:30
Arnar Daði: „Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um að gera“ Arnar Daði var mjög sáttur með fyrsta stig sinna manna á tímabilinu þegar lið hans Grótta gerði jafntefli við Aftureldingu upp í Mosó í kvöld. Lokatölur 30-30. Handbolti 17. október 2021 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 30-30 | Fyrsta stig Gróttu kom í Mosó Lokaleikur fjórðu umferðar í Olís-deild karla var spilaður í kvöld þar sem Afturelding fékk Gróttu í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli 30-30 í hörku leik. Handbolti 17. október 2021 20:51
Teitur á leið til Þýskalands Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina. Handbolti 17. október 2021 19:10