Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Martraðarbyrjun“ norska lands­liðsins lýst sem fíaskói

Ó­hætt er að segja að norska þjóðin sé í hálf­gerðu sjokki eftir fremur ó­vænt tap ríkjandi Evrópu­meistaranna í norska kvenna­lands­liðinu í hand­bolta gegn grönnum sínum frá Sví­þjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíu­leikunum í París. Ís­lendingurinn Þórir Her­geirs­son er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjöl­miðlar farið ham­förum. Kallað tapið „mar­traðar­byrjun.“

Handbolti
Fréttamynd

Mæðgurnar þjálfa saman hjá Val í vetur

Mæðgurnar Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir munu þjálfa saman í vetur en þær voru á dögunum kynntar sem þjálfarar 4. flokks Vals í handbolta. Ásdís Þóra er einnig leikmaður meistaraflokks Vals á meðan Sigríður Unnur hefur verið viðloðin þjálfun undanfarin ár.

Handbolti
Fréttamynd

Vals­menn fá Króata í heim­sókn

Valur mun mæta króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Liðið sem vinnur rimmuna vinnur sér inn sæti í riðlakeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Hans syrgir pabba sinn en fer 42 ára á ÓL

Hans Óttar Lindberg er óvænt á leiðinni á Ólympíuleikana í París, 42 ára gamall. Það skiptast á skin og skúrir hjá þessum íslenskættaða handboltamanni sem á dögunum missti pabba sinn, Tómas Erling Lindberg Hansson.

Handbolti