Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Gaupi has left the building

Í vikunni urðu tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – lét af störfum sem íþróttafréttamaður eftir rúmlega þrjátíu ára frækinn og farsælan feril á Stöð 2. Hann er kominn á eftirlaun en hefur sannarlega sögu að segja, ansi margar ef út í það er farið. Þó handboltinn hafi átt hug hans er alltaf stutt í Elvis.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit alveg hvar hann á heima“

Það er ekki á hverjum degi sem fráfarandi og verðandi þjálfari Íslandsmeistaraliðs eru báðir í viðtali á sama tíma en það gerðist í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka.

Handbolti
Fréttamynd

Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli

„Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu íslensk mörk í þýsku deildinni

Arnar Freyr Arnarsson og Arnór Þór Gunnarsson áttu fína leiki fyrir sín lið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Magdeburg jafnaði Kiel að stigum á toppnum með stórsigri á Minden.

Handbolti
Fréttamynd

Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl?

Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég er svo stoltur“

Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld með 25-23 sigri á Haukum í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson hefur verið í öllum þremur Íslandsmeistaraliðum ÍBV en í fyrsta sinn tryggði liðið sér titilinn á heimavelli.

Handbolti
Fréttamynd

Fjögur mörk Díönu Daggar í sigri

Díana Dögg Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Zwickau unnu þriggja marka sigur á Göppingen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Fjör í upphitun Eyjamanna fyrir stórleikinn

Nú er rétt um hálftími þar til flautað verður til leiks ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum þar sem barist verður um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Svava Kristín Grétarsdóttir tók púlsinn á stuðningsmönnum ÍBV nú rétt áðan.

Handbolti