Bergþór er Heimsmeistari í 250m skeiði á Lótus Keppni í 250m skeiði var að ljúka á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi. Bergþór Eggertsson er Heimsmeistari á Lótus van Aldenghoor með tímann 21.55 en það er tíminn sem hann fékk í gær. Í öðru sæti er Sigursteinn Sumarliðason á Kolbein frá Þóroddsstöðum sem er þegar orðin heimsmeistari í gæðingaskeiði. Emelie Romland hafnaði í þriðja sæti á Mjölni frá Dalbæ með tímann 21.77. Sport 11. ágúst 2007 12:46
B úrslitum í T1 og T2 lokið á HM B úrtslit í Tölti T1 og T2 var að ljúka hér í Hollandi en keppni hófst í morgun. Helena Aðalsteinsdóttir var efst í töltinu með 7.61 og mætir með hest sinn Seth fra Nøddegården í A- úrslit á morgun. Sömu sögu er að segja frá slaktaumatöltinu en þar var efst Eva-Karin Bengtsson á Kyndil frá Hellulandi með 7.50 og mætir hún þá í A – úrslit á morgun. Sport 11. ágúst 2007 09:25
Yfirlitssýningu stóðhesta lokið á HM 07 Það voru ekki miklar breytingar á röðun stóðhesta eftir yfirlitssýningu á HM í Hollandi í morgun. Helst er að segja frá því að Þórður Þorgeirsson koma ríðandi inn á Garra frá Reykjavík í flokki 7 vetra hesta en Jóhann Skúlason hefur verið knapi á honum. Sport 10. ágúst 2007 12:22
Þórarinn toppar enn og aftur - 7,50 Þórarinn Eymundsson og Kraftur eru efstir með 7.50 eftir forkeppni í fimmgangi sem var að ljúka á HM í Hollandi. Að sögn eins áhorfanda sem blaðamaður Hestafrétta talaði við rétt í þessu var sýning Þórarinns hreint út sagt æðisleg. Í öðru sæti er Frauke Schenzel og Næpa vom Kronshof með 7.13 og í þriðja sæti er Anna Valdimarsdóttir og Fönix vom Klosterbach með 7.03 í aðaleinkunn. Sport 9. ágúst 2007 15:04
Jói Skúla á toppnum eftir forkeppni í tölti Þá er hörku forkeppni í tölti á heimsleikum íslenska hestsins lokið í Hollandi, en hún hefur staðið yfir frá því klukkan 10.00 í morgun. Jóhann Skúlason er lang efstur með einkunnina 8.87 á Hvin frá Holtsmúla og á hæla honum kemur tvöfaldi íslandsmeistarinn Þórarinn Eymundsson Sport 8. ágúst 2007 14:58
Heimsmeistarar frá árinu 1999 Hver varð heimsmeistari í tölti 2001?, eða í fimmgangi 1999?, eða í fjórgangi 2003?. Það er alltaf gaman að skoða og spá og spekúlera og rifja upp hverjir voru heimsmeistarar hverju sinni. Á meðfylgjandi lista eru allir heimsmeistarar frá árinu 1999 í hestaíþróttum og eru nokkrir á honum sem eru með áskrift á heimsmeistaratitlum. Sport 7. ágúst 2007 13:51
Hæfileikadómum hryssna lokið á HM Hæfileikadómum hryssna er lokið á HM í Hollandi og stendur Urður frá Gunnarsholti efst í flokki 7 vetra og eldri með 8.54, en hún er sýnd af Þórði Þorgeirssyni fyrir Ísland. Jolly Schrenk sýndi Broka frá Wiesenhof í flokki 6 vetra og stendur hún efst þar með 8,27, en Jolly keppir fyrir Þýskaland. Sport 7. ágúst 2007 13:49
Byggingadómum kynbótahrossa lokið á HM 07 Byggingadómum allra kynbótahrossa var að ljúka á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi en dómar hafa staðið yfir í allan dag. Hæfileikadómar kynbótahrossa hefjast á morgun og verður spennandi að fylgjast með hvernig hross og knapar standa sig. Sport 6. ágúst 2007 15:11
Gæðingurinn Dalvar lækkar í byggingadómi á HM 07 Byggingadómum kynbótahrossa íslensku keppendanna var að ljúka á HM í Hollandi nú rétt í þessu, en dómstörfum er ekki endanlega lokið. Dalvar frá Auðholtshjáleigu lækkaði í byggingadómi úr 8,40 í 8,36 en hann lækkaði fyrir bak og lend úr 8,5 í 8,0. Sport 6. ágúst 2007 15:09
HM í hestaíþróttum hafið í Hollandi Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst í morgun í Oirschot í Hollandi. Landsliðseinvaldurinn Sigurður Sæmundsson sagði í samtali við blaðamann hestafrétta nú rétt í þessu að allir íslensku hestarnir hafi farið í læknis- og fótaskoðun í morgun og hafi þeir allir staðist hana. Sport 6. ágúst 2007 09:45
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst á morgun Heimsmeistaramót Íslenska hestsins byrjar á morgun, mánudag í Hollandi klukkan 8.00 en þá eru fánar dregnir að húni. Klukkan 9.00 hefst svo byggingadómar kynbótahrossa og samkvæmt dagskrá mótsins á mánudagurinn að enda með rólegri kvöldsstund í veislutjaldi. Sport 5. ágúst 2007 09:17
Bikarmót Norðurlands 2007 Bikarmót Norðurlands 2007 í hestaíþróttum verður haldið við Hringsholt í Svarfaðardal föstudaginn 17. og laugardaginn 18. ágúst nk. þar sem etja kappi knapar og hestar af Norður- og Austurlandi. Um er að ræða sveitakeppni, þar sem keppt er í öllum helstu greinum hestaíþrótta. Sport 1. ágúst 2007 13:17
Haukur fékk Riddarabikar Sleipnis Páll Bragi Hólmarsson var efsti Sleipnisfélagi á nýafloknu Gæðingamóti Sleipnis og fékk hann Sleipnisskjöldinn að launum. Haukur (Toyota) Baldvinsson fékk Riddarabikar Sleipnis sem er veittur þeim Sleipnisfélaga sem þykir sína yfirburða íþróttamannslega hegðun. Sport 23. júlí 2007 11:21
FEIF staðfestir heimsmet Sigga Sig FEIF hefur staðfest tíma Sigurðar Sigurðarsonar á Drífu frá Hafsteinsstöðum sem heimsmet í 100m skeiði en þau fóru á tímanum 7,18 á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem haldnir voru miðvikudaginn 4. Júlí síðastliðin. Sport 23. júlí 2007 11:18
Þórarinn Eymundsson tvöfaldur íslandsmeistari annað árið í röð Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu stálu senunni eftir að þeir sigruðu bæði tölt og fimmgang meistaraflokks á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem lauk á Dalvík í gær. Þetta er annað árið í röð sem að þeir sýna þessa snilldar takta á vellinum. Sport 15. júlí 2007 13:14
Sigurður setur heimsmet á Drífu í 150m skeiði Hrossabændurnir Siggi Sig og Sigurbjörn Bárðar eru sigurvegarar á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem fram fóru á Selfossi nú í kvöld. Sigurður gerði sér lítið fyrir og sveif yfir hundrað metrana á 7,18 sekúntum á henni Drífu sinni sem er óstaðfest heimsmet. Sigurbjörn sigraði bæði í 250m og 150m metra skeiðinu. Sport 5. júlí 2007 09:17
Hestamennskan er lífsstíll og baktería sem maður losnar aldrei við Á fallegum sumardegi á Norðfirði er Steinar Gunnarsson lögregluvarðstjóri í Neskaupsstað og yfirhundaþjálfari Ríkislögreglustjóra að undirbúa hestana sína fyrir fjórðungsmótið á Egilsstöðum sem fer fram dagana 27 til 30 júní. Steinar er mikill hestamaður á á nokkra glæsilega gæðinga sem hann lætur Elísabeti Ýr, 13 ára gamalli dóttur sinni eftir að keppa á. Sport 30. júní 2007 09:32
Upptökur frá úrslitum Íslandsmóts í hestaíþróttum Upptökur af heildarúrslitum frá Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum eru komnar inn á Vef TV Hestafrétta. Öll úrslitin eru tæplega tvær klukkustundir af stórskemmtilegu efni fyrir hestaáhugafólk. Sport 26. júní 2007 12:50
Vel heppnuðu Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum lokið Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lauk í dag á félagssvæði Gusts í Kópavogi. Í dag var keppt í A úrslitum í öllum flokkum. Það má með sanni segja að þegar mót eru haldin í Gusti þá vantar ekkert uppá! framkvæmd mótsins var með besta móti enda ekki neinir amatörar þar á ferðinni. Sport 24. júní 2007 20:03
Tilþrif dagsins á Íslandsmóti yngri flokka Tilþrif dagsins í dag átti án efa Linda Rún Pétursdóttir og hestur hennar Gormur frá Brávöllum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum prjónaði klárinn nánast yfir sig í verðlaunaafhendingu í B-úrslitum í fjórgangi ungmenna nú í dag. Sport 23. júní 2007 21:35
Ljósmyndir og myndskeið á Vef TV Hestafrétta Á Vef TV Hestafrétta eru komnar inn upptökur af gæðingaskeiði unglinga og ungmenna sem haldið var í dag á Íslandsmóti yngri flokka í Glaðheimum í Gusti. Ljósmyndir frá tölti ungmenna, unglinga og barna ásamt gæðingaskeiði unglinga og ungmenna. Sport 23. júní 2007 21:33
Ragnar Tómasson og Valdimar Besgstað Íslandsmeistarar Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði í unglingaflokk eru þeir Ragnar Tómasson með Móses frá Grenstanga og Valdimar Bergstað í ungmennaflokki með Glaum frá Torfufelli. Forkeppni í tölti í öllum flokkum er lokið og er Fanney Dögg Indriðadóttir á Dögg frá Múla efst í ungmennaflokk, Sport 23. júní 2007 21:31
Hákarlar í Töltinu á FM 07 Það eru sannkallaðir hákarlar sem koma til með að berjast um glæsileg peningaverðlaun í opnum flokki í tölti á Fjórðungsmóti Austurlands. Tveir Íslandsmeistarar eru skráðir þar til leiks, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi og Hans Kjerúlf á hinum 17 vetra höfðingja Laufa frá Kollaleiru. Sport 23. júní 2007 21:29
Darri fær heiðursverðlaun Stóðhesturinn Darri 1021 frá Kampholti fékk heiðursverðlauná kynbótasýningu í Hedeland í Danmörku nú fyrir stuttu. Í Damörku er dæmt ennþá eftir gömlu íslensku reglunum sem voru í gildi til ársins 1989, þar sem skilyrðin fyrir því að fá heiðursverðlaun eru meðaleinkunn upp á 8,10 fyrir 12 bestu afkvæmin. Darri fékk meðaleinkunn 8,11 fyrir 12 bestu afkvæmi sín. Sport 21. júní 2007 09:32
Folatollar til styrktar landsliðinu Undirbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið er nú í fullum gangi. Nú þegar er búið er að velja fimm knapa til fararinnar auk heimsmeistaranna frá því síðast og enn eiga eftir að bætast í hópinn fjórir íþróttaknapar, eitt ungmenni og sex kynbótahestar. Sport 21. júní 2007 09:30
Úrtöku fyrir HM 2007 lokið Í dag lauk úrtöku fyrir HM í hestaíþróttum sem haldin var á félagssvæði Fáks. Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur boðaði til fréttafundar eftir úrtöku til að kynna fyrstu knapa í landsliðið. Upptökur af kynningu Sigurðar, sýningu Þórarinns og skeiðspretts Sigursteins eru komnar á Vef TV Hestafrétta. Sport 17. júní 2007 19:23
Færeyjingar koma með hóp á FM´07 Nú eru gestir á FM´07 farnir að gíra sig upp til ferðalaga. Að venju er vitað af gestum víðsvegar af landinu, og erlendis frá einnig. Jóhan á Plógv frá Færeyjum, meðlimur í Ríðingafélaginu Vága, hefur haft samband við mótshaldara og boðað komu hóps frá Færeyjum. Sport 16. júní 2007 10:03
Yfirlitssýningu lokið á Sörlastöðum Yfirlitssýningu á Sörlastöðum er lokið. Tveir umtöluðustu hestar sýningarinnar Dalvar frá Auðholtshjáleigu og Álfasteinn frá Selfossi voru sýndir í sama hollinu. Álfasteinn hækkaði úr 8.47 í 8.50 og Dalvar hélt sinni einkunn eða 8.62. Hæst dæmdi stóðhestur sýningarinnar var Atlas frá Hvolsvelli með 8.66 sýndur af Daníel Jónssyni. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar. Sport 16. júní 2007 10:01
Yngsti Kynbótaknapi frá upphafi Ragnar Þorri Vignisson sló heldur betur í gegn á yfirlitssýningu kynbótahrossa í Hafnafirði en hann er aðeins 9 ára og sýndi hryssuna Tönja frá Hvammi 5v flokk. Ragnar er sonur Vignis Siggeirssonar Heimsmeistara og Lovísu Ragnarsdóttir. Sport 14. júní 2007 17:46
Þórarinn og Kraftur efstir í tölti meistara Þórarinn Eymundsson er efstur í tölti meistara á klár sínum Krafti frá Bringu með 8.13. Keppni í tölti er lokið og eru meðfylgjandi öll úrslit töltgreina á úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið. Sport 14. júní 2007 17:44