Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Opið bréf til for­sætis­ráð­herra Ís­lands

Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti.

Skoðun
Fréttamynd

Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt

Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur.

Innlent
Fréttamynd

Frekari lokanir á norðanverðum Spáni vegna faraldursins

Yfirvöld í Galisíu á Norðvestur-Spáni hafi komið aftur á takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á svæði þar sem um 70.000 manns búa vegna þess að smitum hefur farið fjölgandi þar. Útgöngubann tók aftur gildi í hluta Katalóníu af sömu ástæðu í gær.

Erlent
Fréttamynd

„Ölvaðir fylgja ekki fjarlægðarreglum“

„Ölvaðir einstaklingar geta ekki haldið fjarlægðarreglum,“ segir formaður stéttarfélags bresku lögreglunnar eftir að knæpur landsins voru opnaðar að nýju eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl

Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða

Erlent
Fréttamynd

Faðir Johnson ver umdeilda Grikklandsför sína

Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 

Erlent
Fréttamynd

Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum

Stór mannamót fara fram um helgina og þurfti lögregla að hafa afskipti af fótboltamóti á Akureyri þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum en slíkt geti leitt til þess að ekki sé hægt að halda álíka viðburði. 

Innlent