Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Öku­maðurinn lið­lega tví­tugur

Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist ný­lega hafa rætt við löngu látna konu sína

Karlmaður um sextugt sem leysti út lyf löngu látinnar sambýliskonu og dvaldi í félagslegri íbúð hennar í Reykjavík í tæpan áratug tjáði lögreglu í fyrstu skýrslutöku að hann hefði rætt við konuna í síma tveimur vikum fyrr. Það var 27. apríl 2023. Konan lést árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

Yazan og fjöl­skylda komin með vernd

Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slysið aftur til héraðssaksóknara

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Svikahrappurinn bjó í í­búð hinnar látnu í níu ár

Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt.

Innlent
Fréttamynd

Fylgdu eftir á­bendingum um að­komu undir­heimanna

Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana.

Innlent
Fréttamynd

Málningu kastað og ryskingar við sendi­ráðið

Mótmælendur sem kröfðust aðgerða í málefnum Palestínu fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig skvettu málningu á vegg sendiráðsins fyrr í dag. Þá virðist hafa komið til smávægilegra átaka milli lögreglu og mótmælenda. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir reyndust í skotti bíls

Lögreglan stöðvaði ökumann í miðbæ Reykjavíkur í nótt en bíll hans reyndist vera með of marga farþega. Tveir voru í farangursrými bílsins.

Innlent
Fréttamynd

Hætta rann­sókn á mútu­­málinu á Sel­­fossi

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Öku­manns hvítrar Teslu enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maður eigin­konunnar fyrr­verandi segir lög­reglu ljúga

Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír í haldi í fíkniefnamáli

Þrír voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur, grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem lögregla hefur til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Keyrt á tvo unga drengi

Keyrt var á tvo unga drengi í dag, í tveimur mismunandi tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Féll af steini við Selja­lands­foss

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningar um tvö slys með stuttu millibili seinni partinn í gær. Annars vegar féll ferðamaður af steini við Seljalandsfoss. Hins vegar féll einstaklingur af þaki húss í Rangárþingi.

Innlent
Fréttamynd

Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæ­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli

Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli.

Innlent