Moyes: Stefnum á sigur í keppninni „Við vildum ná toppsætinu og það tókst. Sigurinn hjálpar okkur og bætir form okkar,“ sagði David Moyes eftir sigurinn á Shaktar Donetsk í kvöld. Fótbolti 10. desember 2013 22:43
Skelfilegur árangur hjá Mancini í Meistaradeildinni Roberto Mancini, þjálfari Galatasaray, á flottan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur unnið titla sem þjálfari bæði á Ítalíu og Englandi en einhverra hluta vegna ganga hlutirnir ekki upp hjá honum í Meistaradeildinni. Fótbolti 10. desember 2013 12:45
Ronaldo bætti met í sigri á Ragnari og Rúrik Cristiano Ronaldo skoraði sitt níunda mark í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í 2-0 sigri á FC Kaupmannahöfn. Danirnir hafna í botnsæti B-riðils og er Evrópuævintýri þeirra á enda þetta árið. Fótbolti 10. desember 2013 10:54
Phil Jones hetja United sem náði toppsætinu Enski miðjumaðurinn Phil Jones tryggði Manchester United 1-0 sigur á Shaktar frá Donetsk í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um leið nældi United í efsta sæti riðilsins. Fótbolti 10. desember 2013 10:45
Mögnuð endurkoma City dugði ekki til | Þrjú rauð á Anderlecht Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Fótbolti 10. desember 2013 10:23
Ragnar telur möguleika FCK gegn Real Madrid góða Ragnar Sigurðsson, miðvörður FC Kaupmannahafnar, hlakkar til að glíma við stórstjörnurnar í liði Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 10. desember 2013 06:30
Real Madrid fékk að æfa á Parken en ekki FCK Þjálfari FC Kaupmannahafnar líkir grasvellinum á Parken í Kaupmannahöfn við kartöflugarð. Liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni annað kvöld. Fótbolti 9. desember 2013 22:30
Lykilmenn ekki með Ajax í Meistaradeildinni á miðvikudaginn | Kolbeinn gæti verið með Lerin Duarte og fyrirliðinn Siem de Jong verða ekki með Ajax þegar liðið sækir AC Milan heim í síðustu umferð riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á miðvikudaginn. Leikurinn er úrslitaleikur um sæti í 16 liða úrslitum. Fótbolti 8. desember 2013 12:30
Sjáið Kobe stelast inn á mynd af Messi Kobe Bryant og Lionel Messi eru tveir af þekktustu íþróttamönnum heims. Kobe hefur verið einn besti körfuboltamaður í heimi í langan tíma og Messi er að flestra mati besti knattspyrnumaður heims. Fótbolti 4. desember 2013 23:30
Atlético betra en Barcelona og Real Madrid Atlético Madrid ætlar að blanda sér í hina hefðbundnu baráttu Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og gefur ekkert eftir hvort sem er í deild eða Evrópukeppni. Fótbolti 3. desember 2013 15:15
Motta: PSG vinnur Meistaradeildina Thiago Motta miðjumaður Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain í fótbolta er ekki í nokkrum vafa með að PSG standi uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í vor. Hann segist að auki ekkert sjá eftir því að hafa valið Ítalíu fram yfir heimaland sitt Brasilíu. Fótbolti 1. desember 2013 19:00
Messi heim til Argentínu í meðferð Lionel Messi er á heimleið. Hann spilar ekki fleiri leiki með Barcelona á árinu og á morgun flýgur hann heim til Argentínu til að fá meðferð við meiðslunum sem hafa hrjáð hann í vetur. Fótbolti 28. nóvember 2013 14:00
Giggs: Hefðum getað skorað fleiri mörk Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að hraði leikmanna hafi nýst vel í 5-0 sigri liðsins á Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 27. nóvember 2013 22:45
City skoraði fjögur gegn Tékkunum Manchester City á enn möguleika á að hirða toppsæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Fótbolti 27. nóvember 2013 15:42
Vidal sá um FCK Arturo Vidal skoraði öll þrjú mörk Juventus í mikilvægum 3-1 sigri liðsins á FC Kaupmannahöfn í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Danirnir eru fyrir vikið úr leik í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 27. nóvember 2013 15:39
Rooney fór á kostum í stórsigri United Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannkallaðan stórsigur á Bayer Leverkusen á útivelli, 5-0. Fótbolti 27. nóvember 2013 15:35
Bayern bætti met með tíunda sigrinum í röð Bayern München er öruggt með toppsæti í D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur á CSKA Moskvu í snjókomunni í Rússlandi í dag. Fótbolti 27. nóvember 2013 15:31
PSG áfram eftir nauman sigur | Úrslit kvöldsins Alls voru 36 mörk skoruð í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu í kvöld en nú er ljóst að öll fjögur ensku liðin eru komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Fótbolti 27. nóvember 2013 15:27
Ragnar glímir við Carlos Tevez Landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða báðir í eldlínunni með danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá fara fram síðari leikirnir í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. FCK mætir þá stórliði Juventus í Tórínó í afar mikilvægum leik í B-riðli. Fótbolti 27. nóvember 2013 08:00
Flugvél Manchester United í vandræðum í lendingu Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Manchester United lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í gær þegar flugvél þeirra hætti skyndilega við lendingu í Köln en liðið var á leiðinni í Meistaradeildarleik sinn við Bayer Leverkusen. Fótbolti 27. nóvember 2013 07:30
Stuðningsmaður Ajax slasaðist alvarlega Stuðningsmaður Ajax hlaut alvarleg meiðsli eftir tíu metra fall úr áhorfendastúku er leikur liðsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu stóð yfir í kvöld. Fótbolti 26. nóvember 2013 23:04
Chelsea átti ekki skot á markið Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kennir þreytu um að hans menn hafi tapað fyrir Basel, 1-0, í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 26. nóvember 2013 22:54
Arsenal má tapa með tveggja marka mun Toppbaráttan í F-riðli Meistaradeildar Evrópu er enn opin upp á gátt eftir úrslit kvöldsins. Fótbolti 26. nóvember 2013 22:41
Wenger: Við stjórnuðum leiknum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefði gjarnan viljað gera fyrr út um leikinn gegn Marseille í kvöld en var vitanlega ánægður með niðurstöðuna. Fótbolti 26. nóvember 2013 22:21
Van Persie og Vidic ekki með David Moyes, stjóri Manchester United, hefur staðfest að þeir Robin van Persie og Nemanja Vidic munu báðir missa af leik liðsins gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu á morgun. Fótbolti 26. nóvember 2013 19:21
Arsenal á toppinn og Ajax á enn möguleika | Úrslit kvöldsins Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Fótbolti 26. nóvember 2013 19:15
Sjálfsmark tryggði Rússunum jafntefli Atletico Madrid skoraði skrautlegt sjálfsmark sem tryggði Zenit 1-1 jafntefli á heimavelli í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Fótbolti 26. nóvember 2013 18:50
Klopp: Vandamálin fylgja stórstjörnunum Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er ekkert að svekkja sig yfir því að þurfa alltaf að horfa á eftir sínum bestu leikmönnum. Hann var spurður út í þetta í viðtali í ítalska blaðinu Repubblica fyrir leik Dortmund og Napoli í Meistaradeildinni sem fer fram í kvöld. Fótbolti 26. nóvember 2013 18:00
Gæti þurft að hóa í stærðfræðing vegna stöðunnar í F-riðli Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Fótbolti 26. nóvember 2013 14:15
Mandzukic enn að jafna sig eftir Íslandsleikinn Króatíski framherjinn Mario Mandzukic verður ekki með Bayern München þegar liðið mætir CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 26. nóvember 2013 12:45