Meistaradeildardrátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Monaco í dag. Drátturinn hefst klukkan 15.45 og verður drátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Fótbolti 29. ágúst 2013 08:55
Þessi lið verða í Meistaradeildar-pottinum á morgun Í kvöld varð það endanlega ljóst hvaða 32 félög verða í pottinum þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á morgun. Fimm síðustu félögin tryggði sér farseðillinn í kvöld en í gær komust einnig fimm önnur félög áfram upp úr umspilinu. Fótbolti 28. ágúst 2013 22:34
AC Milan og Celtic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Ítalska stórliðið AC Milan var eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en hin voru Viktoria Plzen frá Tékklandi, Zenit St. Petersburg frá Rússlandi, Real Sociedad frá Spáni og Celtic frá Skotlandi. Celtic-menn tryggði sér sætið á dramatískan hátt í uppbótartíma. Fótbolti 28. ágúst 2013 20:45
Wenger: Aaron Ramsey er alltaf að verða betri og betri Aaron Ramsey átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Arsenal-liðsins í 2-0 sigri á Fenerbahce en hans menn komust þar sem í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 27. ágúst 2013 21:27
FH-banarnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - úrslit kvöldsins FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Fótbolti 27. ágúst 2013 20:44
Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sextánda árið í röð Strákarnir hans Arsene Wenger í Arsenal áttu ekki í miklum vandræðum með því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Arsenal vann þá 2-0 sigur á tyrkneska liðinu Fenerbahce á Emirates en Lundúnaliðið var með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum. Fótbolti 27. ágúst 2013 20:35
Deco leggur skóna á hilluna Deco, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, tilkynnti í dag að knattspyrnuskórnir væru komnir upp á hillu. Deco er 35 ára gamall en hann hefur spilað með Fluminense í Brasilíu sínu síðan að hann yfirgaf London 2010. Fótbolti 26. ágúst 2013 22:30
Slátruðu kind fyrir leik Dýraverndunarsamtökin PETA eru æf eftir að þau komust á snoðir um að stuðningsmenn knattspyrnuliðs hefðu slátrað kind fyrir leik. Fótbolti 23. ágúst 2013 15:00
Ramsey: Við komum sterkir til baka í kvöld Arsenal-mennirnir Theo Walcott og Aaron Ramsey voru kátir eftir 3-0 útisigur á Fenerbahce í kvöld í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21. ágúst 2013 21:23
FH-banarnir með annan fótinn í Meistaradeildinni - úrslit kvöldsins Austurríska félagið Austria Vín er í mjög góðum málum eftir fyrri leik sinn í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-0 útisigur á króatíska liðinu Dinamo Zagreb í kvöld. Fótbolti 21. ágúst 2013 20:51
Arsenal í frábærum málum í Meistaradeildinni Arsenal er í mjög góðum málum í baráttunni sinni fyrir sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-0 útisigur á Fenerbahce í Tyrklandi í kvöld í fyrri leik liðanna. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal. Fótbolti 21. ágúst 2013 18:15
Kveiktu í flugeldum fyrir utan hótel Arsenal Arsenal og Fenerbahce eigast við í umspili um laust sæti í Meistaradeild Evrópu í Tyrklandi í kvöld og eru stuðningsmenn heimamanna greinilega tilbúnir í slaginn. Fótbolti 21. ágúst 2013 14:15
Celtic í basli | Stál í stál í Eindhoven Shakhter Karagandy frá Kasakstan vann 2-0 sigur á Celtic frá Skotlandi í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 20. ágúst 2013 20:46
Ancelotti þarf ekkert Gareth Bale Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er fyllilega sáttur með leikmannahópinn sinn og þarf ekkert fleiri leikmenn. Tottenham-maðurinn Gareth Bale hefur verið orðaður við spænska stórliðið í allt sumar og lengi vel var slúðrað um það að Real-menn ætluðu að gera Bale að dýrasta knattspyrnumanni heims. Fótbolti 18. ágúst 2013 08:00
Sparkað út úr Meistaradeildinni Úkraínska félagið Metalist Kharkiv fær ekki að taka þátt í næstu umferð í Meistaradeild UEFA. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að útiloka liðið frá keppni sökum þess að menn á vegum félagsins tóku þátt í hagræðingu úrslita í heimalandinu. Fótbolti 14. ágúst 2013 12:14
Arsenal mætir Fenerbahce Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal þarf að slá út tyrkneska liðið Fenerbahce í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 9. ágúst 2013 10:05
Ólafur Páll: Við hefðum átt að gera betur Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir að FH-ingar duttu út úr forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Fótbolti 7. ágúst 2013 18:04
Umfjöllun og viðtöl: FH - Austria Vín 0-0 | Draumur FH-inga úti FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. Fótbolti 7. ágúst 2013 15:30
Hundruð milljóna í boði klukkan 16 FH tekur á móti Austria Vín í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag. Leikurinn hefst klukkan 16. Fótbolti 7. ágúst 2013 11:15
Stærsti leikur sem ég hef spilað á ævinni „Eftir úrslitin í Vín eigum við ágæta möguleika. Kvöldið sem við slógum út Ekranas var yndislegt og það væri frábært að fá að upplifa slíkt kvöld aftur,“ segir Sam Tillen, leikmaður FH. Fótbolti 7. ágúst 2013 07:00
Vorkenndi Blikunum FH-ingurinn Sam Tillen hefur sínar skoðanir á leiktímanum í dag þegar FH mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í einum stærsta leik íslensks liðs í Evrópukeppni í langan tíma. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Fótbolti 7. ágúst 2013 06:00
Jón Ragnar ekki bara besti söngvarinn í FH Jón Ragnar Jónsson, knattspyrnumaður úr FH, er þekktur fyrir tónlistarhæfileika sína en hann er líka besti teiknarinn í FH-liðinu ef marka má keppni í teiknileikni á dögunum. FH-ingar brugðu á leik á heimasíðu sinni til þess að auglýsa leik liðsins á móti Austria Vín í Kaplakrika á morgun. Fótbolti 6. ágúst 2013 23:15
Sjö lið komin áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar Sjö lið tryggðu sér í kvöld sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili en FH-ingar vonast til þess að fylgja í fótspor þeirra þegar þeir mæta Austria Vín í Kaplakrika á morgun. Fótbolti 6. ágúst 2013 21:21
Kosið á milli Ronaldo, Messi og Ribery Gareth Bale er ekki meðal þeirra þriggja sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður Evrópu 2013 en UEFA gaf út í dag hverjir urðu þrír efstu í kjörinu. Það var einnig gefið upp hvaða leikmenn enduðu í sætum fjögur til tíu. Fótbolti 6. ágúst 2013 18:45
Toppaði Róbert Örn | Myndband Austurríski markvörðurinn Hannes Leo skoraði mark af 80 metra færi í austurríska bikarnum um helgina. Fótbolti 6. ágúst 2013 15:00
Telja sig í betra standi fyrir seinni leikinn Leikmenn knattspyrnuliðsins Austria Vín eru mættir til Íslands eftir flug frá Vínarborg. Liðið æfir á Kaplakrikavelli í dag klukkan 16. Fótbolti 6. ágúst 2013 12:00
Evrópumöguleikar Davíðs Þórs og Elfars Freys Óhætt er að fullyrða að stærstu félagaskiptin í íslenskri knattspyrnu í dag, á lokadegi félagaskiptagluggans, sé heimkoma Elfars Freys Helgasonar í Breiðablik og Davíðs Þórs Viðarssonar í FH. Íslenski boltinn 31. júlí 2013 15:45
Ólafur Páll: Við skiljum þetta einvígi eftir galopið "Við lögðum upp með það að spila sterkan varnarleik og það gekk að mestu leyti allt saman upp,“ sagði Ólafur Páll Snorrason eftir tapið gegn Austria Vín í samtalið við Vísi rétt eftir leikinn. Íslenski boltinn 30. júlí 2013 19:43
Leik lokið: Austria Vín - FH 1-0 FH tapaði fyrir Austria Vín, 1-0, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en leikurinn fór fram í Vín. Fótbolti 30. júlí 2013 10:58
Geta ekki einu sinni borið fram "Hafnarfjörður" Fjallað er um viðureign Austria Vín og FH í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á austurríska vefmiðlinum Kurier í dag. Fótbolti 30. júlí 2013 10:30