Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Abidal byrjaður aftur að æfa með Barcelona

    Það eru ekki bara slæmar fréttir af heilsu manna í Barcelona en eins og kunnugt er þá glímir þjálfarinn Tito Vilanova við krabbamein og lagðist undir hnífinn í dag. Franski bakvörðurinn Eric Abidal er nefnilega kominn aftur til baka eftir veikindi en hann var einnig að berjast við krabbamein.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikdagarnir klárir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú ákveðið leikdaga fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en dregið var í morgun. 16 liða úrslitin hefjast 12. febrúar með leikjum Celtic-Juventus og Valencia-PSG en lýkur síðan með leikjum Bayern München-Arsenal og Málaga-Porto 13. mars.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi óttaðist það versta

    Lionel Messi, sem var borinn af velli í gær í meistaradeildarleik Barcelona og Benfica, óttaðist að um alvarleg meiðsli væri að ræða. "Ég óttaðist það versta þegar læknarnir skoðuðu mig, en þegar þeir sögðu mér að þetta væri ekkert alvarlegt, varð ég mun rólegri,“ sagði Messi við fréttamenn í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meiðsli Lionel Messi eru ekki alvarleg

    Lionel Messi fór meiddur af leikvelli í gær þegar Barcelona lék gegn Benfica í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu fór í skoðun hjá liðslæknum Barcelona í gærkvöld og í dag var greint frá því að meiðslin væru ekki alvarleg.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho ætlar ekki í frí þegar hann hættir hjá Real

    Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Fastlega er búist við að hann fari frá Real Madrid næsta sumar. Í samtali við fréttamenn sagðist Mourinho ekki ætla að taka sér ársfrí líkt og Pep Guardiola gerði þegar hann hætti hjá Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bale ekki með Tottenham í kvöld

    Tottenham mætir gríska liðinu Panathinaikos í kvöld í Evrópudeildinni og fer leikurinn fram á White Hart Lane í London. Leikur liðanna er hreinn úrslitleikur um hvort liðið fylgir Lazio upp úr J-riðli keppninnar. Aðalstjarna Tottenham, Gareth Bale, verður ekki með vegna meiðsla aftan í læri og er það mikið áfall fyrir Spurs.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liðin sem komust ekki í 16-liða úrslit misstu af 500 milljónum kr.

    Í gær lauk riðlakeppninni í Meistaradeild Evrópu og það er ljóst hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum keppninnar þann 20. desember n.k. Liðin sem komust áfram úr riðlakeppninni fá rétt tæplega hálfan milljarð kr. í sinn hlut frá UEFA í peningagreiðslum og það er að miklu að keppa á því sviði á lokastigum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland

    Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld

    Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. “Der Bomber” skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hulk hótar að fara frá Zenit – ósáttur við þjálfarann

    Knattspyrnumaðurinn Hulk er allt annað en sáttur við ástandið í herbúðum Zenit frá St. Pétursborg í Rússlandi. Brasilíumaðurinn er ekki efstur á jólakortalista þjálfarans Luciano Spalletti eftir rifrildi þeirra í leik Zenit gegn AC Milan frá Ítalíu í Meistaradeildinni í gærkvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vidic hvorki með í kvöld né gegn City

    Nemanja Vidic verður ekki í liði Manchester United sem mætir Cluj í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. United hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA gæti gert miklar breytingar á Meistaradeildinni

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist vera langt komið með að gefast upp á Evrópudeildinni því sambandið veltir nú fyrir sér að gera miklar breytingar á Evrópukeppnunum. Þetta kemur fram í viðtali við Michel Platini í frönsku blaði.

    Fótbolti