Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Dempsey: Ég vil spila í Meistaradeildinni

    Clint Dempsey átti frábært tímabil með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Svo gæti farið að Dempsey yfirgefi Craven Cottage í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum og hefur talað opinberlega um áhuga sinn að komast í sterkara lið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni?

    "Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sigurvilji Chelsea-manna bræddi þýska stálið

    Sigur Chelsea í Meistaradeildinni er efni í góða og dramatíska Rocky-bíómynd. Hvað eftir annað lifðu Chelsea-menn af þegar allir voru búnir að afskrifa þá og þeir komnir í nær vonlausa stöðu. Þetta er liðið sem tapaði 3-1 í fyrri leiknum í Napólí í 16 liða úrslitunum, liðið sem þurfti að spila manni færra á móti Lionel Messi og félögum á Nývangi í 53 mínútur og liðið sem lenti 1-0 undir í úrslitaleiknum á móti Bayern München þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Olic: Það vildi enginn taka víti

    Ivica Olic, leikmaður Bayern Munich, sagði í viðtali eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær að hann hafi ekki viljað taka spyrnu í vítaspyrnukeppninni, en sökum þess að allir neituðu því í kringum hann varð Olic að stíga fram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben: Vítaspyrnan mín var hræðileg

    Arjen Robben, leikmaður Bayern München , átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lovísa fékk ekki að leiða uppáhaldið

    Lovísa Scheving, íslenska stelpan sem fékk að leiða leikmann inn á völlinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, fékk ekki ósk sína uppfyllta. Lovísa vildi helst leiða Philipp Lahm, fyrirliða Bayern en leiddi þess í stað Jerome Boateng.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Didier Drogba: Níu úrslitaleikir - níu mörk

    Didier Drogba skoraði að sjálfsögðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær alveg eins og hann gerði í sigrinum á Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á dögunum. Drogba er maður stórleikjanna og tölfræðin hans sýnir það svart á hvítu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea vann Meistaradeildina - myndir

    Chelsea-menn fögnuðu gríðarlega á Allianz Arena í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Chelsea vann þá þýska liðið Bayern München í vítakeppni eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cech fór í rétt horn í öllum sex vítum Bayern - varði þrjú

    Ein af allra stærstu hetjum Chelsea í München í kvöld var tékkneski markvörðurinn Petr Cech sem átti magnaðan úrslitaleik og magnað tímabil í Meistaradeildinni. Cech varði þrjú víti Bæjara í leiknum, eitt í framlengingunni og tvö í vítakeppninni þar sem að hann fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba: Þetta var skrifað í skýin fyrir löngu síðan

    Didier Drogba var hetja Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í kvöld þegar Chelsea vann titilinn eftir sigur á Bayern í vítakeppni. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frank Lampard: Drogba er hetjan okkar

    Frank Lampard átti flottan leik á miðju Chelsea þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með því að vinna Bayern München í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins

    Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cech: Ég mæti undirbúinn ef að það verður vítakeppni

    Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba ekki tilbúinn að segja að þetta sé síðasti leikurinn hans

    Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur ekkert viljað tjá sig um hvort að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München í kvöld, verði síðasta leikurinn hans með Chelsea. Drogba er orðinn 34 ára gamall, samningur hann við enska félagið rennur út í sumar og Chelsea hefur ekki viljað gera við hann tveggja ára samning eins og Drogba sækist eftir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hamann: Bayern mun ekki ráða við Drogba

    Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Bayern München, Liverpool og þýska landsliðsins, spáir því að Chelsea vinni Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun og ástæðan fyrir því sé Didier Drogba.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Geir spáir Bayern sigri

    Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun á Stöð 2 Sport en þar mætast Bayern München og Chelsea. Hörður hitti Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og ræddi við hann um leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

    Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robert Huth: Bayern vinnur Chelsea 3-1

    Þjóðverjinn Robert Huth, varnarmaður Stoke, var fenginn til þess að spá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Bayern München og Chelsea sem fram fer í München á laugardaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lyon vann Meistaradeildina annað árið í röð

    Franska félagið Olympique Lyonnais tryggði sér sigur í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld með því að vinna 1. FFC Frankfurt 2-0 í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í München. Bæði mörk franska liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

    Fótbolti