Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    John Terry keyrði á starfsmann Chelsea án þess að vita af því

    John Terry átti erfitt með að komast frá Stamford Bridge í gærkvöldi eftir tapleikinn á móti Inter Milan í Meistaradeildinni. Fjöldi ljósmyndara kepptust við að ná myndir af honum og konu hans Toni, þegar þau yfirgáfu leikvanginn og svo fór að Terry keyrði á öryggisvörð sem var að reyna að halda ágengum ljósmyndurum í burtu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Xavi verður ekki með Barcelona í kvöld á móti Stuttgart

    Spænski landliðsmiðjumaðurinn Xavi verður ekki með liðinu í kvöld í seinni leiknum á móti Stuttgart í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Xavi er lykilmaður í spili Barcelona-liðsins og verður því örugglega sárt saknað í þessum mikilvæga leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alves: Þurfum 200% einbeitingu

    Daniel Alves, bakvörður Evrópumeistara Barcelona, segir að sitt lið þurfi fulla einbeitingu til að komast áfram í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dramatíkin á Brúnni - Myndir

    Það var heldur betur rafmagnað andrúmsloftið á Stamford Bridge í kvöld er Inter sótti Chelsea heim í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Við vorum miklu betri

    Jose Mourinho sýndi stuðningsmönnum Chelsea þá virðingu að fagna ekki inn á vellinum eftir að Inter skellti Chelsea á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Engar afsakanir hjá Ancelotti

    Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var auðmjúkur og bauð ekki upp á ódýrar afsakanir eftir að lið hans var slegið út úr Meistaradeildinni af Inter.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carvalho með Chelsea gegn Inter

    Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur jafnað sig af meiðslum og verður með Chelsea gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter vann fyrri leikinn 2-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Calderon: Real Madrid ætla sér Rooney

    Fyrrum forseti Real Madrid, Ramon Calderon, segir að félagið sé með augun föst á framherja United, Wayne Rooney og er búist við því að þeir leggji fram risatilboð í leikmanninn næsta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Real Madrid úr leik í 16 liða úrslitum sjötta árið í röð - leikirnir

    Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir hið mikla áfall sem ríkasta félag heims varð fyrir á heimavelli í gær. Franska liðið Lyon sló þá Real Madrid út úr sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og því fær Real Madrid ekki að spila úrslitaleikinn á sínum eigin heimavelli; Santiago Bernabéu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guti: Spiluðum ekki sem liðsheild

    Stórstjörnulið Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa tapað samanlagt 2-1 gegn Lyon. Liðinu hefur ekki tekist að komast í átta liða úrslit keppninnar síðan 2004.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney í ham en Real Madrid úr leik

    Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alex Ferguson býst ekki við Beckham í byrjunarliðinu

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ekki trú á því að hans gamli lærisveinn, David Beckham, fái að byrja inn á þegar United og AC Milan mætast á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti