Inter og Barca áfram - Liverpool tapaði Fjögur síðustu liðin tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er síðustu átta leikir riðlakeppninnar fóru fram. Fótbolti 9. desember 2009 17:22
Dick Advocaat er orðinn þjálfari AZ Alkmaar Dick Advocaat, núverandi þjálfari belgíska landsliðsins, hefur tekið við þjálfarastöðunni hjá AZ Alkmaar af Ronald Koeman sem var rekinn frá hollenska úrvalsddeildarliðinu um helgina. Fótbolti 9. desember 2009 16:00
Þjálfari Debrecen: Við töpum örugglega fyrir Lyon Það verður seint sagt að það ríki bjartsýni hjá þjálfara Debrecen, Andras Herczeg, fyrir leikinn gegn Lyon í Meistaradeildinni. Hann er nánast búinn að bóka tap fyrir leikinn. Fótbolti 9. desember 2009 15:30
Louis Van Gaal: Bayern yfirspilaði Juventus frá byrjun Bayern Munchen tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með frábærum 4-1 sigri á Juventus sem sat fyrir vikið eftir og þarf að taka þátt í Evrópudeildinni eins og Liverpool. Fótbolti 9. desember 2009 14:00
CSKA Moskva verður ekki rekið úr Meistaradeildinni CSKA Moskva verður ekki rekið úr Meistaradeildinni þó svo tveir leikmenn liðsins hafi fallið á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Man. Utd. Fótbolti 9. desember 2009 12:45
Ferguson ánægður með Owen Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðu Michael Owen sem skoraði þrennu í 3-1 sigri liðsins á Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 8. desember 2009 23:09
Úrslit: Meistaradeild Evrópu Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og er fylgst með framgangi þeirra hér á Vísi. Fótbolti 8. desember 2009 19:18
Á lyfjum gegn Man. Utd Tveir leikmenn CSKA Mosvku voru í dag dæmdir í tímabundið keppnisbann efir að hafa falið á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United í meistaradeildinni í síðasta mánuði. Fótbolti 8. desember 2009 14:15
Sonur David Gill í hópnum hjá Man. Utd Meiðslavandræði Man. Utd eru það mikil að Sir Alex Ferguson hefur þurft að velja son David Gill, framkvæmdastjóra félagsins, í hópinn fyrir leikinn gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni. Fótbolti 8. desember 2009 13:00
Evans og O'Shea frá þar til í janúar Þeir Jonny Evans og John O'Shea, leikmenn Manchester United, verða báðir frá vegna meiðsla þar til í næsta mánuði. Enski boltinn 7. desember 2009 23:16
Mourinho rekinn ef Inter tapar gegn Rubin Kazan Gamla Inter-goðsögnin, Sandro Mazzola, trúir því að Jose Mourinho verði rekinn sem þjálfari Inter ef liðinu tekst ekki að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 7. desember 2009 15:00
Manchester United viðurkennir áhuga á Edin Dzeko Mike Phelan,aðstoðarþjálfari Manchester United hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að kaupa Edin Dzeko, framherja þýska liðsins Wolfsburg, í janúar. Bosníumaðurinn hefur verið orðaður við mörg stórlið eftir frábæra frammistöðu í bundesligunni en hann er aðeins 23 ára gamall. Enski boltinn 6. desember 2009 14:00
Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011 Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana. Fótbolti 3. desember 2009 13:45
Neville: Liverpool átti bara ekki skilið að fara áfram Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United hefur stráð salti í sárin hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool eftir að félaginu mistókst að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 26. nóvember 2009 16:15
Ítalskir fjölmiðlar segja starf Mourinho í hættu Ítalskir fjölmiðlar halda því margir hverjir fram í dag að Jose Mourinho verði rekinn frá Inter ef liðinu mistekst að vinna sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. nóvember 2009 13:15
Í þriðja sinn sem Anelka tryggir Chelsea 1-0 sigur Nicolas Anelka hefur verið betri en enginn fyrir Chelsea í Meistaradeildinni á þessu tímabili því Frakkinn hefur skorað þrjú sigurmörk í fimm leikjum Lundúnaliðsins. Anelka skoraði eina markið í kvöld þegar Chelsea tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Porto 1-0 í Portúgal. Fótbolti 25. nóvember 2009 23:22
United vantaði sex leiki í að ná meti Bayern Manchester United var búið að leiki 23 heimaleiki í röð án þess að tapa í Meistaradeildinni þegar tyrkneska liðið Besiktas sótti þrjú stig á Old Trafford í kvöld. United hafði unnið alla heimaleiki sína frá því í september 2005. Fótbolti 25. nóvember 2009 23:12
Alex Ferguson: Ég hef fulla trú á þessum strákum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir tapleikinn á móti Besiktas á Old Trafford í kvöld að ungir leikmenn liðsins ættu enn eftir ýmislegt ólært. Ferguson gaf mörgum lykilmönnum frí í leiknum og United tapaði sínum fyrsta heimaleik í Meistaradeildinni síðan 2005. Fótbolti 25. nóvember 2009 23:01
Song búinn að skrifa undir samning til ársins 2014 Alexandre Song er í framtíðarplönum Arsene Wenger hjá Arsenal því þessi 22 ára Kamerúnmaður skrifaði í gær undir nýjan langtímasamning sem heldur honum hjá Lundúnafélaginu til ársins 2014. Song hefur verið fastamaður hjá Arsenal á þessu tímabili og byrjað inn á í 18 af 23 leikjum liðsins. Enski boltinn 25. nóvember 2009 20:30
Abidal er sjötti maðurinn sem framlengir hjá Barca í vetur Eric Abidal er sjötti leikmaður Barcelona á þessu tímabili sem framlengir samning sinn við liðið en hann framlengdi í dag samninginn sinn um eitt ár og verður Frakkinn því á Nývangi til ársins 2012. Fótbolti 25. nóvember 2009 19:30
Meistaradeildin: Bayern og Juventus mætast í úrslitaleik Bayern Munchen og Juventus mætast í hreinum úrslialeik í lokaumferð Meistaradeildarinnar eftir að Bordeaux vann 2-0 sigur á Juventus og Bayern vann 1-0 sigur á Maccabi Haifa í kvöld. Bordeaux tryggði sér sigur í riðlinum. Fótbolti 25. nóvember 2009 19:15
Fjögur lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum A til D í kvöld og þar geta fjögur lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fjögur lið í þessum riðlum eru þegar komin áfram; Girondins Bordeaux (A), Manchester United (B), Chelsea (D) og FC Porto (D). Fótbolti 25. nóvember 2009 18:30
Jose Mourinho: Ég öfunda ekki leikmannahóp Barcelona Barcelona vann öruggan sigur á Inter í Meistaradeildinni í kvöld og Jose Mourinho viðurkenndi það á blaðamannafundi eftir leikinn. Fótbolti 24. nóvember 2009 23:30
Benitez: Ég er hundrað prósent viss um að við endum á topp 4 Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 1-0 sigrinum á Debrecen í Ungverjalandi í kvöld. Fiorentina vann aftur á móti Lyon og því á Liverpool ekki lengur möguleika á að komast í 16 liða úrslitin. Fótbolti 24. nóvember 2009 22:48
Gerrard: Við vinnum bara Evrópudeildina í staðinn Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir 1-0 sigur á Debrecen í Ungverjalandi í kvöld. Fiorentina vann Lyon og fylgir því franska liðinu inn í 16 liða úrslitin. Fótbolti 24. nóvember 2009 22:22
Dómarinn í leik Frakka og Íra: Ekki mér að kenna Sænski dómarinn í leik Frakka og Íra í umspilsleiknum fræga á dögunum hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um allt fjaðrafokið sem varð í kjölfar hans. Thierry Henry notaði þar vinstri höndina greinilega við að leggja upp jöfnunarmark Frakka án þess að Martin Hansson eða félagar hans í dómaratríóinu tækju eftir því. Fótbolti 24. nóvember 2009 21:30
Ronaldinho fær að fara út á lífið á fimmtudögum Spænska blaðið Sport segist vera búið að finna eina aðalástæðuna fyrir bættri spilamennsku Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan. Það hefur verið allt annað að sjá til Ronaldinho á síðustu vikum sem hefur fengið frjálsara hlutverk undir stjórn landa sína Leonardo. Fótbolti 24. nóvember 2009 20:30
Sex lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum E til H í kvöld og þar geta sex lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Franska liðið Lyon og spænska liðið Sevilla eru einu liðin sem eru þegar komin áfram en Arsenal er nánast búið að gulltryggja sig inn í næstu umferð. Fótbolti 24. nóvember 2009 18:45
Meistaradeildin í kvöld: Liverpool er úr leik Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni eftir úrslit kvöldsins. Það nægði Liverpool ekki að vinna Debrecen því Fiorentina vann 1-0 sigur á Lyon á sama tíma og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fótbolti 24. nóvember 2009 18:20
Kona Ribery komin með Svínaflensuna - þarf að æfa einn Franck Ribery fær ekki að æfa með félögum sínum í Bayern Munchen að ótta við smithættu en konan hans greindist á dögunum með Svínaflensuna. Riberry er að ná sér að hnémeiðslunum. Fótbolti 24. nóvember 2009 18:15