Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ferguson ánægður með Owen

    Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðu Michael Owen sem skoraði þrennu í 3-1 sigri liðsins á Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Á lyfjum gegn Man. Utd

    Tveir leikmenn CSKA Mosvku voru í dag dæmdir í tímabundið keppnisbann efir að hafa falið á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United í meistaradeildinni í síðasta mánuði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sonur David Gill í hópnum hjá Man. Utd

    Meiðslavandræði Man. Utd eru það mikil að Sir Alex Ferguson hefur þurft að velja son David Gill, framkvæmdastjóra félagsins, í hópinn fyrir leikinn gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Manchester United viðurkennir áhuga á Edin Dzeko

    Mike Phelan,aðstoðarþjálfari Manchester United hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að kaupa Edin Dzeko, framherja þýska liðsins Wolfsburg, í janúar. Bosníumaðurinn hefur verið orðaður við mörg stórlið eftir frábæra frammistöðu í bundesligunni en hann er aðeins 23 ára gamall.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011

    Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Í þriðja sinn sem Anelka tryggir Chelsea 1-0 sigur

    Nicolas Anelka hefur verið betri en enginn fyrir Chelsea í Meistaradeildinni á þessu tímabili því Frakkinn hefur skorað þrjú sigurmörk í fimm leikjum Lundúnaliðsins. Anelka skoraði eina markið í kvöld þegar Chelsea tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Porto 1-0 í Portúgal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United vantaði sex leiki í að ná meti Bayern

    Manchester United var búið að leiki 23 heimaleiki í röð án þess að tapa í Meistaradeildinni þegar tyrkneska liðið Besiktas sótti þrjú stig á Old Trafford í kvöld. United hafði unnið alla heimaleiki sína frá því í september 2005.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alex Ferguson: Ég hef fulla trú á þessum strákum

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir tapleikinn á móti Besiktas á Old Trafford í kvöld að ungir leikmenn liðsins ættu enn eftir ýmislegt ólært. Ferguson gaf mörgum lykilmönnum frí í leiknum og United tapaði sínum fyrsta heimaleik í Meistaradeildinni síðan 2005.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Song búinn að skrifa undir samning til ársins 2014

    Alexandre Song er í framtíðarplönum Arsene Wenger hjá Arsenal því þessi 22 ára Kamerúnmaður skrifaði í gær undir nýjan langtímasamning sem heldur honum hjá Lundúnafélaginu til ársins 2014. Song hefur verið fastamaður hjá Arsenal á þessu tímabili og byrjað inn á í 18 af 23 leikjum liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fjögur lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

    Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum A til D í kvöld og þar geta fjögur lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fjögur lið í þessum riðlum eru þegar komin áfram; Girondins Bordeaux (A), Manchester United (B), Chelsea (D) og FC Porto (D).

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dómarinn í leik Frakka og Íra: Ekki mér að kenna

    Sænski dómarinn í leik Frakka og Íra í umspilsleiknum fræga á dögunum hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um allt fjaðrafokið sem varð í kjölfar hans. Thierry Henry notaði þar vinstri höndina greinilega við að leggja upp jöfnunarmark Frakka án þess að Martin Hansson eða félagar hans í dómaratríóinu tækju eftir því.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldinho fær að fara út á lífið á fimmtudögum

    Spænska blaðið Sport segist vera búið að finna eina aðalástæðuna fyrir bættri spilamennsku Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan. Það hefur verið allt annað að sjá til Ronaldinho á síðustu vikum sem hefur fengið frjálsara hlutverk undir stjórn landa sína Leonardo.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sex lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

    Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum E til H í kvöld og þar geta sex lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Franska liðið Lyon og spænska liðið Sevilla eru einu liðin sem eru þegar komin áfram en Arsenal er nánast búið að gulltryggja sig inn í næstu umferð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin í kvöld: Liverpool er úr leik

    Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni eftir úrslit kvöldsins. Það nægði Liverpool ekki að vinna Debrecen því Fiorentina vann 1-0 sigur á Lyon á sama tíma og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum.

    Fótbolti