Buffon sér ekki eftir einu orði sem hann sagði um Michael Oliver Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Fótbolti 16. apríl 2018 08:30
Buffon stendur við orð sín um Michael Oliver Buffon sagði meðal annars að Oliver væri með ruslapoka fyrir hjarta. Fótbolti 15. apríl 2018 13:30
Eigandi Roma um gosbrunnastökkið sitt: „Ég á það til að fara aðeins of langt“ James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. Fótbolti 13. apríl 2018 22:30
James Rodriguez derby og Mohamed Salah derby Tveir leikmenn liðanna sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár þekkja mjög vel til í herbúðum mótherjanna. Þetta eru Egyptinn Mohamed Salah og Kólumbíumaðurinn James Rodriguez. Fótbolti 13. apríl 2018 16:30
Mestar líkur á úrslitaleik milli Liverpool og Real Madrid Liverpool slapp við stórliðin Real Madrid og Bayern München og það eru nú mestar líkur á því að Liverpool komist í úrslitaleikinn á Ólympíuleikvanginum í Kiev ef marka má spænska fótboltastærðfræðinginn Mister Chip. Fótbolti 13. apríl 2018 13:30
Bayern München búið að ráða manninn sem kom í veg fyrir að Ísland kæmist á HM í Brasilíu 2014 FC Bayern München hefur staðfest fréttir gærdagsins að Króatinn Niko Kovac verði næsti þjálfari liðsins. Kovac tekur við 1. júlí næstkomandi. Fótbolti 13. apríl 2018 11:20
Liverpool slapp við risana Liverpool mun spila við AS Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var nú fyrir hádegi. Fótbolti 13. apríl 2018 11:15
Liverpool með langflest mörk og langbestu markatöluna í Meistaradeildinni Liverpool var eina liðið sem vann báða leikina sína í átta liða úrslitunum og liðið er líka með yfirburðarforystu á listanum yfir mörk og markatölu í Meistaradeildinni 2017-18. Fótbolti 12. apríl 2018 13:00
Sergio Ramos mætti á hliðarlínuna í lokin og gæti verið á leið í lengra bann Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann í gær þegar spænska liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. apríl 2018 11:00
Buffon stimplaði sig út eins og Zidane fyrir tólf árum Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Fótbolti 12. apríl 2018 10:00
Króatinn í Liverpool öskraði á liðsfélagana í hálfleik og kveikti í sínum mönnum Það var Dejan Lovren af öllum mönnum sem hafði sig mest í frammi í hálfleik á leik Liverpool og Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Enski boltinn 12. apríl 2018 09:30
Buffon um Oliver dómara: Með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta Michael Oliver og Gianluigi Buffon eru engir vinir eftir atburði gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta. Fótbolti 12. apríl 2018 08:00
Messufall í Meistaradeildinni Manchester City féll úr leik fyrir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Pep Guardiola hefur ekki enn tekist að koma City á stall þeirra bestu í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur ekki unnið í sjö ár. Fótbolti 12. apríl 2018 07:00
Markalaust jafntefli skilaði Bayern í undanúrslit Markalaust jafntefli í kvöld gegn Sevilla tryggði Bayern Munchen sæti í undanúrslitum Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 11. apríl 2018 20:45
Víti í uppbótartíma, Buffon fékk rautt og Ronaldo skaut Real áfram Real Madrid er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-1 tap gegn Juventus á heimavelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Samanlagt 4-3 sigur Real. Fótbolti 11. apríl 2018 20:45
UEFA kærir Guardiola og Liverpool Leikur Man. City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu hefur dregið dilk á eftir sér. Fótbolti 11. apríl 2018 14:58
Skúrkurinn fyrir viku sem breyttist í hetju í gær: Hágrét í leikslok Fögnuður í gærkvöldi Kostas Manolas er best lýst sem sturlaðuðum. Þessi 26 ára Grikki missti sig gjörsamlega þegar hann kom AS Roma í 3-0 á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Fótbolti 11. apríl 2018 14:30
Einn leikmaður Barcelona getur ennþá orðið Evrópumeistari Barcelona er úr leik í Meistaradeildinni en einn leikmaður liðsins gæti samt endaði með verðlaunapening í vor. Fótbolti 11. apríl 2018 13:00
Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 11. apríl 2018 12:30
Besti þjálfari heims og besti leikmaður heims gera lítið án hvors annars í Meistaradeildinni Pep Guardiola og Lionel Messi sakna hvors annars svakalega í deild þeirra bestu. Fótbolti 11. apríl 2018 12:00
Vill ekki selja Liverpool markvörðinn sinn Enska félagið Liverpool og ítalska félagið Roma tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Hjá Roma spilar leikmaður sem Liverpool vill kaupa í sumar og hjá Liverpool er aðalmaðurinn leikmaður sem Roma seldi síðasta sumar. Enski boltinn 11. apríl 2018 11:30
Versta vika Pep Guardiola á þjálfaraferlinum? Manchester City gat á síðustu sjö dögum tryggt sér bæði sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem og endanlega tryggt sér enska meistaratitilinn. Niðurstaðan var önnur. Enski boltinn 11. apríl 2018 10:30
Liverpool sló markamet Man United í Meistaradeildinni Liverpool fagnaði ekki aðeins frábærum sigri á Manchester City í gær heldur tók einnig markamet af hinu liðinu frá Manchester borg. Enski boltinn 11. apríl 2018 09:30
Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppur við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Fótbolti 11. apríl 2018 09:00
Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Fótbolti 11. apríl 2018 08:30
Roma sló út Barcelona með lygilegri endurkomu Ein af lygilegri úrslitum síðari ára litu dagsins ljós á Ítalíu í kvöld er Roma vann upp þriggja marka forskot gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 10. apríl 2018 20:15
Liverpool í undanúrslit eftir annan sigur á City Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-1 sigur á Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld. Samanlagt 5-1 sigur Liverpool í leikjunum tveimur. Fótbolti 10. apríl 2018 20:15
Bara eitt lið hefur afrekað það sem City þarf að gera í kvöld Liðsmenn Manchester City eru í djúpri holu þegar þeir fá Liverpool í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld en fyrir 32 árum þá tókst liði að koma til baka úr sömu stöðu í Evrópukeppni meistaraliða. Fótbolti 10. apríl 2018 16:00
Leikmenn hjá bæði Man. City og Liverpool geta fengið góða afmælisgjöf í kvöld Stórleikur kvöldsins er seinni leikur Manchester City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildinnar. Fótbolti 10. apríl 2018 12:30
Klopp varar við „þrumum og eldingum“ frá Manchester City í kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Enski boltinn 10. apríl 2018 11:00