Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá
„Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag.