Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Mikilvægt skref fyrir framtíðina

    Olís-deild karla og kvenna fá stóraukna umfjöllun á næstu leiktíð en HSÍ, Olís og 365 undirrituðu í gær samning þess efnis að útsendingar frá handboltanum færast á Stöð 2 Sport. Nýr þáttur verður á dagskrá.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Lið í efri hlutanum haft samband við Atla Ævar

    Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er á leið heim vegna fjölskyldu­aðstæðna. Hann er spenntur fyrir deildinni hér heima sem verður mjög sterk eftir heimkomu margra öflugra leikmanna. Ræddi við uppeldisfélag sitt.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Millilending á ferli Arons Rafns

    Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er kominn aftur heim úr atvinnumennsku á besta aldri. Hann samdi til tveggja ára við ÍBV en hugurinn stefnir síðan aftur út eftir þessa millilendingu í Eyjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Verður gaman að prófa að búa í Eyjum

    "Þetta er að koma flatt upp á fólk. Vinir mínir trúðu mér ekki einu sinni er ég sagðist vera að koma heim,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem í dag skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron Rafn kominn til ÍBV

    Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er á heimleið og er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Efnilegasti markvörður landsins í þremur landsliðum samtímis

    Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Ég elska að spila handbolta

    Eftir rúmlega 20 ára eyðimerkurgöngu náði markvörðurinn geðþekki Hlynur Morthens loksins að verða Íslandsmeistari. Hlynur ætlaði ekki að hætta fyrr en hann yrði Íslandsmeistari og hann gæti haldið áfram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni

    Valur varð Íslandsmeistari í 22. sinn í sögu félagsins í gær. Varnarleikur á heimsmælikvarða og einstök markvarsla skóp sigur á FH í oddaleik í troðfullum Kaplakrika. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru frábærir í vörninni og leiddu Valsmenn til sigurs.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn endurtóku leikinn frá 1998

    Sem kunnugt er urðu Valsmenn Íslandsmeistar karla í handbolta í 22. sinn í sögu félagsins í dag. Valur vann einnig bikarkeppnina og er því handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi.

    Handbolti