Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Mikilvægt fyrir þjóðina að sagan sé skráð

    „Það er ekki bara mikilvægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland sem þjóð að skrá þessa merku sögu. Handboltinn er svo greiptur í þjóðarsálina hjá okkur og gaman að geta gengið að sögunni frá upphafi fram á síðustu daga sem eru glæstir," segir Knútur Hauksson formaður Handknattleikssambands Íslands en saga íþróttarinnar á Íslandi síðustu 90 árin er komin á prent.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðmundur: Búinn að vera stórkostlegur tími

    Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðmundur hættir eftir Ólympíuleikana

    Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Ólympíuleikana í London. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Orri Freyr fylgir Óskari Bjarna til Viborg

    Orri Freyr Gíslason, línumaður Vals í N1 deild karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Viborg. Orri Freyr mun því fylgja þjálfara sínum Óskari Bjarna Óskarssyni til danska félagsins en Óskar Bjarni mun þjálfa liðið á næsta tímabili.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Berg og Skúli þjálfa Stjörnuliðin

    Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í kvöld um ráðningu á þjálfurum meistaraflokka félagsins fyrir næsta vetur. Gunnar Berg Viktorsson mun þjálfa karlaliðið en Skúli Gunnsteinsson kvennaliðið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Anton til Danmerkur

    Anton Rúnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið SönderjyskE. Hann kemur til liðsins frá Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jón Heiðar gengur til liðs við ÍR

    Handknattleiksmaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR og mun leika með félaginu á næsta tímabili en Breiðhyltingar hafa verið að styrkja sig mikið að undanförnu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Spenntur fyrir landsliðinu

    Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi sé landsliðsþjálfarastarfið. Aron hefur verið sterklega orðaður við landsliðið síðustu vikur. Aron segist þó ekkert vera að hugsa um starfið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Örn Ingi hættur í FH og farinn í Aftureldingu

    Örn Ingi Bjarkason, leikmaður í úrvalsliði N1 deildar karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Örn Ingi hefur spilað stórt hlutverk hjá FH undanfarin ár og varð Íslandsmeistari með liðinu 2011. Örn er sonur Bjarka Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsmanns.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar framlengja við lykilmenn

    Bikar- og deildarmeistarar Hauka eru á fullu þessa dagana við að ganga frá sínum málum fyrir næsta vetur. Liðið fékk tvo sterka leikmenn á dögunum og hefur nú framlengt samninga við lykilmenn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron Rafn hafnaði tilboði frá GUIF

    Erlend félög eru farin að kroppa í landsliðsmarkvörðinn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með Haukum.Aron Rafn hefur verið að bæta sig mikið á síðustu árum og átti frábært tímabil með Haukum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristján Arason hættur með FH

    Kristján Arason verður ekki áfram þjálfari karlaliðs FH í handbolta en hann tilkynnti leikmönnum FH þetta í kvöld samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Kristján hefur þjálfað FH-liðið ásamt Einari Andra Einarsson undanfarin tvö tímabil

    Handbolti