Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigurbergur: Auðveldara en ég átti von á

    „Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel og náði afar góðri byrjun sem var frábært," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson en hann spilaði líkt og hann væri andsetinn á fyrstu mínútum leiks Hauka og HK í Eimskipsbikarnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni Fritzson: Ég var alls ekki ánægður með liðið

    „Þetta var skemmtilegur leikur og gaman að spila en því miður vorum við einu marki slakari að þessu sinni", sagði FH-ingurinn, Bjarni Fritzson eftir sárt tap gegn Haukum í Hafnarfjarðaslagnum sem fram fór í kvöld. Leiknum lauk 24-25, Haukum í vil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðaslagnum

    Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúnar: Sýndum úr hverju við erum gerðir

    Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyrar var brosmildur eftir burstið gegn Gróttu. Eftir slæmt tap gegn FH í síðustu umferð sneri Akureyri taflinu við og hleypti Gróttu aldrei inn í leikinn. Lokatölur 33-19.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur: Dagsskipunin var massífur varnarleikur

    Guðlaugur Arnarsson batt saman vörn Akureyrar í kvöld af mikilli festu. Vörn liðsins lagði grunninn að fjórtán marka sigri á Gróttu, 33-19. Leikurinn var aldrei spennandi eins og tölurnar gefa augljóslega til kynna. Guðlaugur segir þó að sigurinn hafi ekki verið alveg jafn auðveldur og hann leit út fyrir að vera.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Ingólfsson: Enginn handbolti hjá okkur

    Gróttumenn voru ekki upplitsdjarfir eftir leikinn gegn Akureyri í kvöld. Kannski ekki skrýtið þar sem liði spilaði ömurlegan handbolta og átti ekkert skilið annað en fjórtán marka rassskellinguna sem það fékk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðarslagnum

    Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 25-24 sigur á FH í æsispennandi Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. Þetta er þriðji sigur Haukanna á FH í vetur þar af tveir þeir síðustu unnist með minnsta mun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn

    Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir

    Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri

    Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bæði Grótta og Valur með nýja leikmenn í kvöld

    Grótta og Valur munu bæði tefla fram nýjum leikmönnum þegar liðin mætast í N1 deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Heimamenn í Gróttu hafa fengið til sín hornamanninn Heiðar Þór Aðalsteinsson en Valsmenn fengu hornamanninn Jón Björgvin Pétursson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viggó ráðinn sem þjálfari ÍR

    Samkvæmt fréttavef RÚV er ÍR búið að ráða Viggó Sigurðsson sem þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta. Viggó var rekinn frá N1-deildarliði Fram í nóvember en ÍR er sem stendur í 5. sæti 1. deildar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH lá fyrir Lindesberg

    Karlalið FH í handknattleik er í Svíþjóð þessa dagana þar sem það tekur þátt í æfingarmóti í Eskilstuna.

    Handbolti