

Stjarnan og KA/Þór gerðu jafntefli í æsispennandi leik í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 25-25. Liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir mistök á ritaraborði Stjörnunnar í fyrri leiknum, sem KA/Þór vann.
Stjarnan og KA/Þór mætast í Garðabæ í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, í leik sem þegar er hægt að kalla umtalaðasta handboltaleik keppnistímabilsins.
Fjórða keppnisbanninu í íþróttum á Íslandi, sem sett hefur verið á vegna kórónuveirufaraldursins, lauk síðastliðinn fimmtudag. Keppni er nú að hefjast í íþróttahúsum landsins.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins.
Rætt var við Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld en hann er með metnaðarfullt verkefni í gangi í Garðabænum. Markmiðið er að koma Stjörnunni í hóp þeirra bestu á Íslandi.
KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið.
„Mér þykir líklegt að við leitum áfram réttar okkar eftir þeim leiðum sem eru í boði,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Hann telur afar ólíklegt að leikur KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna verði leikinn á ný í þessum mánuði.
Handknattleiksfélög landsins hafa ekki staðið sig sem skyldi í að ala upp dómara í sínum röðum og uppfylla aðeins fjögur félög kröfur dómaranefndar HSÍ í þessum efnum.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina.
„Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna.
Handknattleikssamband Íslands hefur staðfest að Íslandsmótið í handbolta fari af stað á nýjan leik þann 25. apríl.
Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins.
Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira.
Fyrr í dag var það staðfest að æfingar og keppni í íþróttum yrði leyft á nýjan leik næstkomandi fimmtudag. Skömmu seinna kom tilkynning um að dregin hefði verið til baka sú ákvörðun að banna áhorfendur á íþróttaviðburðum og munu hundrað manns geta komið saman á pöllum íþróttamannvirkja landsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir þetta mikið fagnaðarefni.
Yfirvöld hafa dregið til baka ákvörðun um áhorfendabann á íþróttaleikjum og munu hundrað manns geta komið saman í stúku á leikjum næstu þrjár vikurnar.
Allar líkur eru á því að gera þurfi breytingar á mótafyrirkomulagi hjá HSÍ til að hægt verði að klára Íslandsmótið. Stefnt er að því að hefja keppni á ný í lok næstu viku.
Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaviðburðum þegar íþróttir hér á landi fara af stað á nýjan leik.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir ástæður þess að hún kærði úrslit leiksins gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna 13. febrúar.
Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.
Olís deild kvenna í handbolta helst óbreytt á næstu leiktíð en þetta var staðfest á ársþingi HSÍ í dag.
Ársþing Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fer fram næstkomandi mánudag og liggur ein tillaga frá félögum í landinu fyrir þinginu. Hún kemur úr Kópavogi.
Það er erfitt og raun óskiljanlegt fyrir afreksmenn í íþróttum að sitja við sama borð er varðar æfingar og keppni og leikmenn í yngri flokkum segir landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson.
Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og handknattleikskona ársins 2020, fékk það staðfest í dag að hún væri með slitið krossband.
Eftir titlasöfnun með Fram og Gróttu er hornamaðurinn Unnur Ómarsdóttir á leið heim til KA/Þórs, toppliðs Olís-deildarinnar í handbolta, í sumar.
Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir varð fyrir áfalli á dögunum aðeins nokkrum dögum eftir að hafa tekið sitt stærsta skrefa á ferlinum til þessa.
Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni.
„Ég er afskaplega sorgmædd yfir þessu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, handboltakona ársins 2020. Allt bendir til þess að hún hafi slitið krossband í hné í leiknum gegn Norður-Makedóníu í Skopje síðasta föstudag.
KA/Þór hefur óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ vegna leiks liðsins gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna verði ógildur. KA/Þór furðar sig jafnframt á vinnubrögðum áfrýjunardómstólsins og skrifstofu HSÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KA/Þór.
Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Áfrýjunardómstóll HSÍ ógilt úrslit Stjörnunnar og KA/Þórs og komist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þurfi leikinn.