Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

15 til 20 prósent eldislax í kvíum Arctic Fish drepist

Fimmtán hundruð til tvö þúsund tonn af eldislaxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er þessu ári. Um er að ræða 15 til 20 prósent af lífmassa kvíanna en alls eru um tíu þúsund tonn af laxi í þeim.

Innlent
Fréttamynd

Verbúðin er enn okkar saga

Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Ballið að byrja á loðnuvertíðinni

Fundur stórrar loðnutorfu grunnt undan Suðausturlandi markar kaflaskil á yfirstandandi vertíð en þar með er staðfest að loðnan er gengin upp á landgrunnið, byrjuð að þéttast í torfur og að nálgast sitt verðmætasta form.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svan­dís stað­festir svikin við sjávar­byggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er­­­lendir miðlar fjalla um mögu­­legt hval­veiði­bann Ís­lands

Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024.

Innlent
Fréttamynd

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu

Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins

Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka tildrög þess að skipverjinn féll útbyrðis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík í dag hafi verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey nokkru áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Lax­eldis­fyrir­tæki á neta­veiðum

Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bær nýting auð­linda hafsins

Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var.

Skoðun
Fréttamynd

Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur

Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis.

Menning
Fréttamynd

Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi

Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Gat á sjó­kví í Reyðar­firði

Gat var á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði. Fyrirtækið tilkynnti Matvælastofnun um þetta í dag en gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni.

Innlent