Börn með fjölþættan vanda Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Skoðun 13.3.2025 12:33
Leyfi til að syrgja Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Skoðun 12.3.2025 17:30
Stöndum með börnum Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Skoðun 12.3.2025 12:47
Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið. Skoðun 8. mars 2025 16:31
Sjórinn sækir fram Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Skoðun 6. mars 2025 15:00
Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Skoðun 6. mars 2025 14:18
Þegar lífið snýst á hvolf Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist. Skoðun 6. mars 2025 13:02
Grásleppan úr kvóta! Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Skoðun 6. mars 2025 10:47
Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Skoðun 6. mars 2025 09:01
Af hverju kílómetragjald? Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi. Skoðun 5. mars 2025 21:02
Týndir hælisleitendur Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega. Skoðun 5. mars 2025 13:02
Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki. Skoðun 5. mars 2025 08:30
Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Skoðun 5. mars 2025 06:32
Lokað á lausnir í leikskólamálum Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta. Skoðun 4. mars 2025 17:01
Ég styð Magnús Karl Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Skoðun 4. mars 2025 16:32
Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Skoðun 4. mars 2025 12:18
Styðjum barnafjölskyldur Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. Skoðun 4. mars 2025 10:15
Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Skoðun 4. mars 2025 09:01
Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Skoðun 3. mars 2025 22:33
Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Skoðun 3. mars 2025 13:15
Baráttan á norðurslóðum Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Skoðun 3. mars 2025 12:32
Snúið til betri vegar Hluti af góðri stjórnsýslu sveitarfélaga er að upplýsa íbúa. Það á meðal annars við um þjónustu sem er í boði eða mikilvæg verkefni sem snerta hag okkar íbúa. Skoðun 3. mars 2025 10:00
Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Skoðun 3. mars 2025 08:16
Hvernig borg verður til Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Skoðun 28. febrúar 2025 09:00