Koma þurfi á virku eftirliti með lögreglu áður en hugmyndir um auknar heimildir hennar eru skoðaðar Þingmaður Pírata segir að það sé gömul saga og ný að lögreglan vilji auknar valdheimildir. Koma þurfi á virku eftirliti með störfum lögreglu áður en hugmyndir um lengri gæsluvarðhaldstíma séu skoðaðar. Innlent 10. júní 2022 23:01
Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Innlent 10. júní 2022 19:21
Guðrún Ása nýr aðstoðarmaður Willums Guðrún Ása Björnsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 10. júní 2022 15:27
Ekki í fyrsta sinn sem þingmaður stökkvi upp í pontu án þess að kynna sér málið Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður ákváðu í gær að breyta áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga þannig að réttindi eldri kynslóða aukast á kostnað hinna yngri. Þingmaður Viðreisnar segir þetta tugmilljarða millifærslu frá réttindum yngra fólks til þess eldra en í sameiginlegri grein Benedikts Jóhannessonar og framkvæmdastjóra sjóðanna tveggja segir að breytingin stuðli að jafnræði milli sjóðfélaga. Viðskipti innlent 10. júní 2022 13:32
Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. Innlent 10. júní 2022 12:14
Enginn undir 18 ára afplánað í hefðbundnu fangelsi í fimm ár Enginn einstaklingur undir 18 ára aldri hefur þurft að afplána óskilorðsbundna fangelsisrefsingu í hefðbundnu fangelsi síðastliðin fimm ár. Frá 1. janúar 2017 hefur einungis einn dómur varðandi einstakling undir 18 ára aldri borist Fangelsismálastofnun. Innlent 10. júní 2022 10:02
Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Sigurjón Andrésson, ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Innlent 9. júní 2022 23:36
Samþykktu að sameinað sveitarfélag fái nafnið Húnabyggð Ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum í dag að sveitarfélagið fengi nafnið Húnabyggð. Innlent 9. júní 2022 22:57
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. Innlent 9. júní 2022 22:55
Þór tekinn við völdum á Seltjarnarnesi Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri. Innlent 9. júní 2022 21:57
Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. Innlent 9. júní 2022 21:09
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Innlent 9. júní 2022 19:20
Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. Innlent 9. júní 2022 15:50
Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. Innlent 9. júní 2022 12:29
Guðmundur Björgvin Helgason kjörinn ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason stjórnmálafræðingur hefur hlotið tilnefningu forsætisnefndar Alþingis til embættis ríkisendurskoðanda. Hann hlaut 54 atkvæði en 3 greiddu ekki atkvæði. Innlent 9. júní 2022 11:35
„Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar“ Lenya Rún Taha Karim er aðeins 22 ára gömul og vakti mikla athygli þegar hún sat á þingi í níu klukkutíma áður en hún endaði sem varaþingmaður Pírata. Í dag er það henni hjartans mál að stunda pólitík á mannamáli og vill stuðla að bjartri framtíð landsins. Lífið 9. júní 2022 11:31
Áframhaldandi vandræði í Reykjavík Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til. Skoðun 9. júní 2022 07:02
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. Innlent 8. júní 2022 22:20
Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið. Innlent 8. júní 2022 22:10
Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. Innlent 8. júní 2022 21:01
„Út með þessa stjórn, hún hefur unnið heljarmikið tjón“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður og þingmaður Miðflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi áorkað afar litlu á þeim fimm árum sem hún hefur verið við völd. Stjórnmál séu ekki sérsvið ríkisstjórnarinnar og nú sé „Covid-skjólið“ horfið. Innlent 8. júní 2022 20:42
Ríkisstjórnin hræðist að skoða stöðu okkar í breyttum heimi Þingflokksformaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvernig einkunnaspjald ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur lítur út að fyrsta ári eftir endurnýjað samstarf hennar loknu. „Eru allir ráðherrar stoltir á bekkjarmyndinni?“ spyr hann. Innlent 8. júní 2022 20:33
Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórnmálahreyfing sem getur vísað veginn Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:26
Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart. Innlent 8. júní 2022 20:19
Staða bænda grafalvarleg Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu bænda í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu vera grafalvarlega. Hún ræddi mögulegar aðgerðir á eldhúsdegi Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:11
„Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi?“ Þingflokksformaður Flokks fólksins sagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera fulltrúa þeirra sem nóg hafa á milli handanna og vilji helst ekki vita af tilvist fátæks fólks, öryrkja, fatlaðra og aldraðs fólks, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:02
Alþjóðasamstarf mikilvægt á tímum stríðs Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Hún segir að alþjóðasamstarf sé lykillinn að hagsæld og að litlar líkur séu á því að friður verði rofinn í kringum okkur. Innlent 8. júní 2022 19:55
Neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sé pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis. Hún segir að Bjarni beri ábyrgð á löskuðum innviðum, þá sérstaklega innan heilbrigðiskerfisins, og að neyðarástand innan kerfisins sé pólitísk ákvörðun Innlent 8. júní 2022 19:47
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Erlent 8. júní 2022 19:27
Bein útsending: Styttri eldhúsdagsumræður en venjulega Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:35 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 21.45. Innlent 8. júní 2022 19:02