Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf.

Innlent
Fréttamynd

Þetta ætlar ríkis­stjórnin að gera á kjör­tíma­bilinu

Lofts­lags­mál, heil­brigðis­mál og tækni­breytingar eru einna fyrir­ferða­mestu mála­flokkarnir í stjórnar­sátt­mála nýrrar ríkis­stjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úr­bótum er lofað í heil­brigðis­málum þar sem skipa á fag­lega stjórn yfir Land­spítalann að nor­rænni fyrir­mynd.

Innlent
Fréttamynd

Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn kynnt á Kjarvalsstöðum

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og málaflokkar færast talsvert til

Sjálfstæðisflokkur kemur til með að halda áfram um stjórnartaumana í utanríkisráðuneytinu og mun einnig stýra orku-, umhverfis- og loftslagsmálum í einu og sama ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkur heldur fjármálaráðuneytinu og tekur fimm ráðuneyti í heildina, auk forseta þingsins. Þau eru auk þessara þriggja, dómsmálaráðuneytið sem mun heita innanríkisráðuneytið og nýtt nýsköpunar-, vísinda- og iðnaðarráðuneyti.

Innherji
Fréttamynd

Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag

Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans.

Innlent
Fréttamynd

Varð fyrir sér­stökum von­brigðum með for­sætis­ráð­herra

Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legt að Fram­sókn fái við­bótar­ráð­herra

Æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borin upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn

Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn

Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu

Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestu kjörbréf allra þingmanna

Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 

Innlent
Fréttamynd

Kosningar og stað­festing kjör­bréfa

Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum

Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Loksins, loksins

Loksins, loksins, erum við gamlingjarnir sem er ætlað að lifa á strípuðum ellilaunum og skertum lífeyrisgreiðslum á Íslandi að fá réttlæti. Þetta hugsaði ég með mér fullur lotningar þegar ég hlustaði á setningu alþingis síðastliðinn þriðjudag.

Skoðun