Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Förum betur með peninga borgar­búa!

Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild.

Skoðun
Fréttamynd

Willum boðar afléttingaráætlun

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Skortir orku?

Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla.

Skoðun
Fréttamynd

Willum stefnir á eigið frum­varp um neyslu­skammta

Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Helga sækist eftir 2. sæti

Helga Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í skipulagsnefnd sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram laugardaginn 5. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Dönsk stjórnvöld völdu að efla þingið á tímum heimsfaraldurs

Á upphafsstigum heimsfaraldurs vantaði mikið upp á að Alþingi færi fram umræða um stöðuna og þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið var til. Staðan þá var mun viðkvæmari, enda var bólusetning ekki hafin og bóluefni ekki tryggð. Strax um haustið 2020 lagði Viðreisn þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um markmið, forsendur og sviðsmyndir sem unnið væri efti

Skoðun
Fréttamynd

Nældi sér í Covid-19 á EM

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Innlent
Fréttamynd

Hvert er verk­efnið – leiðin út

Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Halldór Benjamín ætlar sér ekki í borgarmálin

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur undanfarin misseri verið orðaður við framboð í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins og meðal annars verið skrifaðar fréttir þess efnis.

Klinkið
Fréttamynd

„Augljóslega er þetta ekki gott“

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Innlent
Fréttamynd

Núna eða aldrei?

Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við?

Skoðun
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Sæl Inga. Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Við eigum erindi í Garðabæ

Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Gæti farið fram á sanngirnisbætur

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.

Innlent
Fréttamynd

Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli

Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns.

Innlent