Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Bið­tími barna eftir heyrnarþjónustu styst lítil­lega

Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur styst lítillega frá því í nóvember á síðasta ári. Þrettán samtök skoruðu þá á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Fram kemur í nýju svari ráðherra að enn séu um tvö þúsund einstaklingar á bið eftir þjónustu í allt að tvö ár, og að börn bíði nú í þrjá mánuði í stað fimm. 

Innlent
Fréttamynd

„Þessi van­trausts­til­laga verður felld“

Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Launa­þróun æðstu em­bættis­manna eigi að fylgja öðrum launum

Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsáætlun á hugmyndastigi

Síðastliðinn föstudag kynntu fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur verið í vinnslu síðastliðin tvö ár í þéttu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífsins. Stórauknum fjölda aðgerða var lýst sem fagnaðarefni, en áætlunin hefur að geyma 150 aðgerðir í stað 50 áður.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­einað sveitar­fé­lag heitir Vestur­byggð

Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní.

Innlent
Fréttamynd

Loksins Mannréttindastofnun

Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda.

Skoðun
Fréttamynd

Jó­dís segir þingið þjakað af kven­fyrir­litningu

Jódís Skúladóttir Vinstri grænum vill meina að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hafi mátt sæta kvenfyrirlitningu, ítrekað hafi verið talað niður til hennar og sagt að Bjarni Benediktsson réði öllu. Þær raddir hafi nú þagnað.

Innlent
Fréttamynd

„Það er þetta við­varandi ó­lög­mæti“

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra hafi slátrað eigin samgönguáætlun

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn spurði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra hvernig það mætti vera að samgönguáætlun hafi verið slátrað en þar eru allar samgönguáætlanir landsins undir. Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota gildishlaðin lýsingarorð og túlka orð sín frjálslega.

Innlent
Fréttamynd

Van­trausts­til­laga lögð fram

Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta setur okkur í svo­lítið ein­kenni­lega stöðu“

Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­kall!!! Fleiri hjúkrunar­rými strax!

Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin ætli ekki að „bara vera með upp­hrópanir“

Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn sem reiða sig á gleymsku kjós­enda

Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili.

Skoðun
Fréttamynd

Hvergi betra að búa en á Ís­landi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp á Austurvelli í dag á áttatíu ára afmæli lýðveldisins. Hann sagði að það hefði þurft kjark og óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslensku þjóðarinnar til að berjast fyrir fullveldinu. Lýðveldissan hafi einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Nú sé hvergi betra að búa en hér.

Innlent
Fréttamynd

Tökum Viktor á þetta og enn lengra

Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni.

Innlent