Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

Krefst milljarða í bætur frá Fox og lög­mönnum Trump

Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar.

Erlent
Fréttamynd

Trump ætlar ekki að bera vitni

Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallaður til vitnis

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið boðið að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi

Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar.

Erlent
Fréttamynd

Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar.

Erlent
Fréttamynd

„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps

Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump situr á digrum sjóðum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Trump skyndi­lega án lög­manna þegar stutt er í réttar­höldin

Lögmenn sem til stóð að myndu vinna að málsvörn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum fyrir embættisbrot, eru hættir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er ástæðan ágreiningur um hvaða málsvarnarleið væri best að fara.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar leita á náðir Trumps

Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Afar hæpið að Trump verði sakfelldur

Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun

Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá.

Erlent
Fréttamynd

Af­hentu öldunga­deildinni á­kæruna á hendur Trump

Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Fellir úr gildi bann við transfólki í Banda­ríkja­her

Trans fólk fær nú aftur að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti felldi úr gildi bann sem Donald Trump tilkynnti sumarið 2017. Hvíta húsið greindi frá þessu í dag og sagði styrkleika þjóðarinnar felast í fjölbreytileikanum.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir morð­hótanir í garð þing­manns

Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti.

Erlent
Fréttamynd

Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar

Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöldin hefjast í næstu viku

Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefjast í öldungadeild bandaríska þingsins í næstu viku. Þetta sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að réttar­höld yfir Trump frestist fram í febrúar

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings fara þess nú á leit við Demókrata að þeir fresti réttarhöldum yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta, í öldungadeildinni fram í febrúar. Þetta skuli gert svo Trump fái færi á að undirbúa varnir í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump

Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump.

Erlent
Fréttamynd

Biden gefur í gegn veirunni

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma.

Erlent