„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2021 15:20 Donald Trump, Sidney Powell og Michael Flynn. Vísir/EPA Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Axios af átakafundi þeirra Sidney Powell, Michael Flynn, Patrick Byrne og Emily Newman með Trump, ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu og öðrum. Grein Axios er liður í greinaröð miðilsins um lokadaga forsetatíðar Trumps og hvað gekk þar á á bakvið tjöldin. Axios segir þetta brjálaðasta fundinn sem fór fram í Hvíta húsinu í forsetatíð Trumps. Fundur þessi fór fram þann 18. desember og kom ráðgjöfum Trumps á óvart. Eric Herschmann, ráðgjafi forsetans, sá föruneytið ganga á fund forsetans og stakk sér inn skrifstofu Trumps á eftir þeim. Sidney Powell er lögmaður sem hefur ítrekað haldið því fram að undanförnu að Trump hafi í raun unnið forsetakosningarnar. Sjá einnig: Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trumps Michael Flynn er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem forsetinn rak þegar í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við sendiherra Rússlands í aðdraganda embættistöku Trumps. Flynn var seinna meir dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna en var náðaður af Trump í lok nóvember. Hópurinn vísaði til neyðarlaga og forsetatilskipunar Trumps frá 2018, sem fjallaði um afskipti erlendra aðila af kosningum í Bandaríkjunum. Með því að nota lögin og tilskipunina gæti forsetinn haldið völdum áfram. Patrick Byrne er fyrrverandi framkvæmdastjóri Overstock.com en hann hefur lengi þótt umdeildur og hefur ítrekað verið viðloðinn samsæriskenningar. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að Trump hafi í raun unnið kosningarnar. Í ítarlegri grein New Yorker er farið yfir sögu Byrne. Meðal annars er fjallað um það að í október birti hann fimmtán þúsund orða færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann staðhæfði að hafa tekið þátt í leynilegri aðgerð Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem varðaði mútuþægni Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í kosningunum 2016. Sagði hann að þessi aðgerð hefði átt sér stað fyrir kosningarnar og hafi snúist um það að ríkisstjórn Barack Obama hafi ætlað að kúga Clinton til að stjórna henni í embætti forseta. Hann hefur ekki getað fært sannanir fyrir máli sínu, þegar blaðamenn og aðrir hafa farið fram á það. Byrne hefur einnig verið á milli tannanna á fólki vestanhafs vegna ástarsambands hans við Maríu Bútínu, rússneska konu sem viðurkenndi árið 2019 að hafa lagt stund á njósnir í Bandaríkjunum. Emily Newman er lítt þekktur lögmaður sem hafði áður starfað í Hvíta húsi Trumps. Sidney Powell á blaðamannafundi þann 19. nóvember. Vinstra megin við hana er Rudy Giuliani.Getty/Tom Williams Alþjóðlegt samsæri kommúnista Eins og áður segir voru fjórmenningar þessir mættir á fund forseta Bandaríkjanna til að sannfæra hann um að hann þyrfti ekki að láta af embætti. Það hefði verið svindlað á honum og um stærðarinnar samsæri væri að ræða. Powell hóf mál sitt, samkvæmt heimildum Axios, á því að segja að Dominion Voting Systems, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafi gert breytingar á vélum sínum svo atkvæði til Trumps breyttust í atkvæði til Bidens. Þarna væri um alþjóðlegt samsæri kommúnista að ræða með því markmiði að stela kosningunum. Hún sýndi skjöl sem átti að vera eiðsvarin yfirlýsing aðila sem átti að hafa komið að framleiðslu kosningavélanna í Venesúela. Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Powell og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, sem hefur einnig varpað fram sambærilegum ásökunum. Þá er vert að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Hún lagði til að Trump lýsti yfir neyðarástandi, gæfi henni og öðrum bandamönnum hennar aðgang að leynilegum skjölum og notaði ríkisstjórn Bandaríkjanna til að leggja hald á kosningavélar Dominion. Herscmann stöðvaði þá fundinn og spurði Powell hvort kenning hennar væri að Demókratar hefðu gert ólöglegar breytingar í aðdraganda kosninganna, eins og Giuliani og aðrir höfðu þá haldið fram, eða að utanaðkomandi aðilar hefðu stolið kosningunum. Misheppnaðar tilraunir Giulani og annarra Trump-liða snerust þá um að Demókratar og embættismenn hefðu stolið kosningunum af Trump. Powell sagði málið snúast um erlend afskipti og að Giuliani áttaði sig ekki á því. Höfðu varið vikum í að skoða ásakanir sem héldu ekki vatni Herschmann mun þá hafa gargað á starfsmann sem var fyrir utan skrifstofuna og beðið viðkomandi um að sækja Pat Cipollone, æðsta lögmann Hvíta hússins. Sá gekk inn á fundinn og það fyrsta sem hann sagði var: „Hver ert þú?“ og beindi hann orðum sínum að Patrick Byrne. Hér má sjá þá Eric Herschmann og Pat Cipollone, ráðgjafa Trumps annars vegar og lögmann Hvíta hússins hins vegar. Þeir voru báðir í verjendateymi forsetans þegar hann var fyrst ákærður fyrir embættisbrot. Vinstra megin á myndinn er Jay Sekulow, sem var einnig í teyminu.Getty/Drew Angerer Starfsmenn Hvíta hússins höfðu þá varið vikum í að fara yfir fjölmargar ásakanir Powells og annarra Trump-liða um kosningasvindl en án árangurs, samkvæmt Axios. Starfsmenn Hvíta hússins voru búnir að kynna sér ásakanir Powells ítarlega og þær héldu ekki vatni. Hún hélt þó áfram og sagði Íran, Kína og önnur ríki einnig koma að samsærinu. Sagðist hún geta sannað að kosningavélar Dominion breyttu atkvæðum í einni tiltekinni sýslu í Georgíu. Herscmann bennti henni þá á að Trump hefði unnið í þeirri tilteknu sýslu, svo þar væri um litla sönnun fyrir samsæri að ræða. Þá hringdi Herschmann í Matt Morgan, lögmann framboðs Trumps, og var hann á fundinum í gegnum síma. Þá hafði fundurinn þó leyst upp í öskur og blótsyrði, samkvæmt Axios. Skömmu seinna bættist annar starfsmaður Hvíta hússins við og voru nú fjórir á móti fjórum. Öskruðu hver á annan Á einhverjum tímapunkti mun Flynn hafa orðið bálreiður. Hann stóð upp og öskraði á hann: „Þú ert að hætta! Þú ert að gefast upp! Þú ert ekki að berjast! Við þurfum fólk sem berst!“ sagði hann en síðustu orðunum beindi hann að Trump. Eftir nokkur öskur Flynn í viðbótar er Herschmann sagður hafa sagt: „Af hverju í andskotanum ert þú alltaf að standa upp og öskra á mig. Ef þú vilt koma hingað, komdu þá hingað. Ef ekki, sestu þá niður.“ Byrne kom Flynn þá til varnar og sagði forsetanum að ráðgjafar hans hefðu þegar yfirgefið hann. Þeir væru ekki hliðhollir honum lengur. Á einum tímapunkti mun Byrne hafa sagt Herschmann að hann væri að gefast upp í baráttunni. Hann hefði staðið í vegi baráttu þeirra fyrir hönd Trumps. „Veist þú nokkuð hver í andskotanum ég er, fíflið þitt?“ Þetta mun Herschmann hafa spurt Byrne sem svaraði um hæl: „Já, þú ert Patrick Cipollone,“ sagði Byrne við Eric Herschmann, ráðgjafa forsetans, sem kallaði Byrne aftur fífl. Þessar deilur munu hafa haldið áfram um nokkuð skeið. Þegar minnst var á að Powell og aðrir lögmenn hefðu á þeim tímapunkti tapað einhverjum 60 dómsmálum vegna þessa meinta kosningasvindls, sagði hún svo ekki vera. Hún sagði að þau hefðu í rauninni ekki tapað þar sem flestum málunum hefði verið vísað frá og þau hefðu ekki fengið að sýna sönnunargögn sín. Allir dómarar spilltir Þá staðhæfði Powell að allir dómarar væru spilltir. Þar á meðal margir sem Trump sjálfur skipaði. Herschmann mun þá hafa brugðist reiður við og spurt hvort Powell væri gengin af göflunum. Hún og Flynn gagnrýndu þar að auki Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið og sögðu Trump ekki geta treyst þeim stofnunum. Starfsmenn þeirra væru spilltir og að forsetinn þyrfti að reka yfirmenn þeirra og koma þar fyrir mönnum sem hann gæti treyst. Byrne tók undir það og fór að tala um áðurnefnda leyniaðgerð Alríkislögreglunnar gegn Hillary Clinton sem hann átti að hafa tekið þátt í. „Ég veit hvernig þetta virkar. Ég mútaði Hillary Clinton með átján milljónum dala í leyniaðgerð Alríkislögreglunnar,“ sagði Byrne. Þá mun Herschmann enn og aftur hafa verið agndofa og spurði: „Hvern fjandann ertu að tala um?“ Trump ekki sannfærður Samkvæmt Axios þótti Trump þessi ummæli einnig undarleg en hann var ekki sannfærður um að Powell hefði rangt fyrir sér. Miðillinn segir forsetann hafa staðið í þeirri trú að kosningunum hefði verið stolið af honum. Hann sakaði ráðgajafa sína um að hjálpa sér ekki neitt og sagði að fjórmenningarnir væru í það minnsta að berjast fyrir hann og veita honum tækifæri. „Þau segjast hafa sannanir. Af hverju reynum við þetta ekki?“ er Trump sagður hafa spurt. Herlög voru aldrei nefnd á fundinum, samkvæmt Axios, en það var samt það sem þau voru að tala um. Powell, Flynn og hin héldu því fram að þar sem erlendir aðilar hefðu stolið kosningunum gæti Trump beitt fullum mætti hins opinbera gegn Dominion og setið áfram í Hvíta húsinu. Sjálfur hafði Flynn nefnt það að beita herlögum í sjónvarpsviðtali kvöldið áður. Powell sagði ekki hægt að treysta dómurum því þeir væru spilltir og því þyrfti að lýsa yfir neyðarástandi og nota völd forsetaembættisins til að fara framhjá lögunum. Herschmann spurði aftur, nákvæmlega hvernig þau sæju þetta fyrir sér og vísaði Newman aftur í forsetatilskipunina frá 2018. Þá spurði Herschmann hana hvort hún væri yfir höfuð lögmaður. Ráðgjafarnir og lögmenn Hvíta hússins og framboðs Trumps höfðu áður sagt að umrædd tilskipun veitti Trump engan veginn það vald sem fjórmenningarnir töldu. Byrne greip þá inn í og sagði: „Það eru menn með stórar byssur og einkennismerki sem sem geta sótt þetta.“ Þá mun Herschann hafa spurt Byrne hvort hann væri þriggja ára barn. Drógu í efa að Trump hefði valdið Trump lét þá hringja í Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa sinn og bæta honum við á fundinn. Hann átti að lægja öldurnar á fundinum en lýsti sömuleiðis yfir efasemdum um að Trump gæti lýst yfir neyðarástandi og lagt hald á kosningavélar Dominion. Að endingu færðist samtalið frá kosningavélum Dominion yfir í það að skipa Powell sem sérstakan rannsakanda ríkisstjórnarinnar. Hún vildi heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og aðgang að persónuupplýsingum um kjósendur. Ráðgjafar forsetans voru alfarið á móti því og var þeim Mark Meadows, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Rudy Giuliani bætt við á fundinn í gegnum síma. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stendur hér að baki forsetans fyrrverandi.EPA/Sarah Silbiger Hljómaði vel í eyrum forsetans Í grein Axios segir að málflutningur hópsins hafi hljómað vel í eyrum forsetans. Þau hafi sagt honum það sem hann vildi heyra. Að hann gæti verið forseti áfram. Hann þyrfti bara að veita þeim völd til að berjast fyrir hann. Þegar fundurinn hafði staðið yfir í tæpa þrjá tíma og klukkan var orðin níu að kvöldi til, stóðu enn miklar deilur yfir. Á einum tímapunkti kallaði Giuliani eftir ró og sagði forsetanum að hann væri á leiðinni í Hvíta húsið til að ræða við hann. Trump gleymdi því að nokkrir aðrir væru á línunni og skellti á. Þá fóru Herschmann, Cipollone og Derek Lyons, starfsmaður Hvíta hússins, af fundinum. Skömmu seinna komust þeir þó að því að fjórmenningarnir væru nú í íbúð Trumps í Hvíta húsinu að tala við forsetann og fóru þeir þangað einnig. Þá höfðu Giuliani og Meadows einnig bæst í hópinn, samkvæmt Axios. Herschmann var þá orðinn þreyttur og bað Powell um að segja þeim aftur af hverju Giuliani vissi ekkert hvað hann væri að gera. Hvernig hann áttaði sig ekki á því hvað deilurnar um kosningarnar snerust um. Deildu fljótt aftur Deilurnar og köllin hófust fljótt aftur. Meadows öskraði á Flynn fyrir að hafa sakað sig um að standa ekki við bakið á Trump og forsetinn sjálfur deildi við lögmann sinn um það hvort hann hefði í raun vald til að gera það sem Powell hafði lagt til. Það var ekki fyrr en eftir miðnætti sem ráðgjafar Trumps yfirgáfu Hvíta húsið. Þeir höfðu gert forsetanum grein fyrir ráðleggingum þeirra en áttu allt eins von á því að mæta í vinnuna daginn eftir og að þá væri Sidney Powell orðinn sérstakur rannsakandi Hvíta hússins. Það gerðist þó ekki. Nokkrum dögum síðar sagði Giuliani í sjónvarpsviðtali að Powell væri ekki í forsvari fyrir forsetann og skoðanir og ummæli hennar væru hennar eigin. Ekki forsetans. Trump yfirgaf Hvíta húsið þann 20. janúar en hefur ekki viðurkennt ósigur og heldur því enn fram að svindlað hafi verið á honum. Hann var ákærður fyrir embættisbrot af fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna. Lögmennirnir sem höfðu tekið að sér varnir forsetans hættu um síðustu helgi. Fjölmiðlar vestanhafs segja það vera vegna þess að Trump krefst þess að vörn hans í réttarhöldunum sem munu fara fram í öldungadeildinni snúist alfarið um að svindlað hafi verið á honum í kosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Axios af átakafundi þeirra Sidney Powell, Michael Flynn, Patrick Byrne og Emily Newman með Trump, ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu og öðrum. Grein Axios er liður í greinaröð miðilsins um lokadaga forsetatíðar Trumps og hvað gekk þar á á bakvið tjöldin. Axios segir þetta brjálaðasta fundinn sem fór fram í Hvíta húsinu í forsetatíð Trumps. Fundur þessi fór fram þann 18. desember og kom ráðgjöfum Trumps á óvart. Eric Herschmann, ráðgjafi forsetans, sá föruneytið ganga á fund forsetans og stakk sér inn skrifstofu Trumps á eftir þeim. Sidney Powell er lögmaður sem hefur ítrekað haldið því fram að undanförnu að Trump hafi í raun unnið forsetakosningarnar. Sjá einnig: Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trumps Michael Flynn er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem forsetinn rak þegar í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við sendiherra Rússlands í aðdraganda embættistöku Trumps. Flynn var seinna meir dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna en var náðaður af Trump í lok nóvember. Hópurinn vísaði til neyðarlaga og forsetatilskipunar Trumps frá 2018, sem fjallaði um afskipti erlendra aðila af kosningum í Bandaríkjunum. Með því að nota lögin og tilskipunina gæti forsetinn haldið völdum áfram. Patrick Byrne er fyrrverandi framkvæmdastjóri Overstock.com en hann hefur lengi þótt umdeildur og hefur ítrekað verið viðloðinn samsæriskenningar. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að Trump hafi í raun unnið kosningarnar. Í ítarlegri grein New Yorker er farið yfir sögu Byrne. Meðal annars er fjallað um það að í október birti hann fimmtán þúsund orða færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann staðhæfði að hafa tekið þátt í leynilegri aðgerð Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem varðaði mútuþægni Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í kosningunum 2016. Sagði hann að þessi aðgerð hefði átt sér stað fyrir kosningarnar og hafi snúist um það að ríkisstjórn Barack Obama hafi ætlað að kúga Clinton til að stjórna henni í embætti forseta. Hann hefur ekki getað fært sannanir fyrir máli sínu, þegar blaðamenn og aðrir hafa farið fram á það. Byrne hefur einnig verið á milli tannanna á fólki vestanhafs vegna ástarsambands hans við Maríu Bútínu, rússneska konu sem viðurkenndi árið 2019 að hafa lagt stund á njósnir í Bandaríkjunum. Emily Newman er lítt þekktur lögmaður sem hafði áður starfað í Hvíta húsi Trumps. Sidney Powell á blaðamannafundi þann 19. nóvember. Vinstra megin við hana er Rudy Giuliani.Getty/Tom Williams Alþjóðlegt samsæri kommúnista Eins og áður segir voru fjórmenningar þessir mættir á fund forseta Bandaríkjanna til að sannfæra hann um að hann þyrfti ekki að láta af embætti. Það hefði verið svindlað á honum og um stærðarinnar samsæri væri að ræða. Powell hóf mál sitt, samkvæmt heimildum Axios, á því að segja að Dominion Voting Systems, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafi gert breytingar á vélum sínum svo atkvæði til Trumps breyttust í atkvæði til Bidens. Þarna væri um alþjóðlegt samsæri kommúnista að ræða með því markmiði að stela kosningunum. Hún sýndi skjöl sem átti að vera eiðsvarin yfirlýsing aðila sem átti að hafa komið að framleiðslu kosningavélanna í Venesúela. Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Powell og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, sem hefur einnig varpað fram sambærilegum ásökunum. Þá er vert að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Hún lagði til að Trump lýsti yfir neyðarástandi, gæfi henni og öðrum bandamönnum hennar aðgang að leynilegum skjölum og notaði ríkisstjórn Bandaríkjanna til að leggja hald á kosningavélar Dominion. Herscmann stöðvaði þá fundinn og spurði Powell hvort kenning hennar væri að Demókratar hefðu gert ólöglegar breytingar í aðdraganda kosninganna, eins og Giuliani og aðrir höfðu þá haldið fram, eða að utanaðkomandi aðilar hefðu stolið kosningunum. Misheppnaðar tilraunir Giulani og annarra Trump-liða snerust þá um að Demókratar og embættismenn hefðu stolið kosningunum af Trump. Powell sagði málið snúast um erlend afskipti og að Giuliani áttaði sig ekki á því. Höfðu varið vikum í að skoða ásakanir sem héldu ekki vatni Herschmann mun þá hafa gargað á starfsmann sem var fyrir utan skrifstofuna og beðið viðkomandi um að sækja Pat Cipollone, æðsta lögmann Hvíta hússins. Sá gekk inn á fundinn og það fyrsta sem hann sagði var: „Hver ert þú?“ og beindi hann orðum sínum að Patrick Byrne. Hér má sjá þá Eric Herschmann og Pat Cipollone, ráðgjafa Trumps annars vegar og lögmann Hvíta hússins hins vegar. Þeir voru báðir í verjendateymi forsetans þegar hann var fyrst ákærður fyrir embættisbrot. Vinstra megin á myndinn er Jay Sekulow, sem var einnig í teyminu.Getty/Drew Angerer Starfsmenn Hvíta hússins höfðu þá varið vikum í að fara yfir fjölmargar ásakanir Powells og annarra Trump-liða um kosningasvindl en án árangurs, samkvæmt Axios. Starfsmenn Hvíta hússins voru búnir að kynna sér ásakanir Powells ítarlega og þær héldu ekki vatni. Hún hélt þó áfram og sagði Íran, Kína og önnur ríki einnig koma að samsærinu. Sagðist hún geta sannað að kosningavélar Dominion breyttu atkvæðum í einni tiltekinni sýslu í Georgíu. Herscmann bennti henni þá á að Trump hefði unnið í þeirri tilteknu sýslu, svo þar væri um litla sönnun fyrir samsæri að ræða. Þá hringdi Herschmann í Matt Morgan, lögmann framboðs Trumps, og var hann á fundinum í gegnum síma. Þá hafði fundurinn þó leyst upp í öskur og blótsyrði, samkvæmt Axios. Skömmu seinna bættist annar starfsmaður Hvíta hússins við og voru nú fjórir á móti fjórum. Öskruðu hver á annan Á einhverjum tímapunkti mun Flynn hafa orðið bálreiður. Hann stóð upp og öskraði á hann: „Þú ert að hætta! Þú ert að gefast upp! Þú ert ekki að berjast! Við þurfum fólk sem berst!“ sagði hann en síðustu orðunum beindi hann að Trump. Eftir nokkur öskur Flynn í viðbótar er Herschmann sagður hafa sagt: „Af hverju í andskotanum ert þú alltaf að standa upp og öskra á mig. Ef þú vilt koma hingað, komdu þá hingað. Ef ekki, sestu þá niður.“ Byrne kom Flynn þá til varnar og sagði forsetanum að ráðgjafar hans hefðu þegar yfirgefið hann. Þeir væru ekki hliðhollir honum lengur. Á einum tímapunkti mun Byrne hafa sagt Herschmann að hann væri að gefast upp í baráttunni. Hann hefði staðið í vegi baráttu þeirra fyrir hönd Trumps. „Veist þú nokkuð hver í andskotanum ég er, fíflið þitt?“ Þetta mun Herschmann hafa spurt Byrne sem svaraði um hæl: „Já, þú ert Patrick Cipollone,“ sagði Byrne við Eric Herschmann, ráðgjafa forsetans, sem kallaði Byrne aftur fífl. Þessar deilur munu hafa haldið áfram um nokkuð skeið. Þegar minnst var á að Powell og aðrir lögmenn hefðu á þeim tímapunkti tapað einhverjum 60 dómsmálum vegna þessa meinta kosningasvindls, sagði hún svo ekki vera. Hún sagði að þau hefðu í rauninni ekki tapað þar sem flestum málunum hefði verið vísað frá og þau hefðu ekki fengið að sýna sönnunargögn sín. Allir dómarar spilltir Þá staðhæfði Powell að allir dómarar væru spilltir. Þar á meðal margir sem Trump sjálfur skipaði. Herschmann mun þá hafa brugðist reiður við og spurt hvort Powell væri gengin af göflunum. Hún og Flynn gagnrýndu þar að auki Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið og sögðu Trump ekki geta treyst þeim stofnunum. Starfsmenn þeirra væru spilltir og að forsetinn þyrfti að reka yfirmenn þeirra og koma þar fyrir mönnum sem hann gæti treyst. Byrne tók undir það og fór að tala um áðurnefnda leyniaðgerð Alríkislögreglunnar gegn Hillary Clinton sem hann átti að hafa tekið þátt í. „Ég veit hvernig þetta virkar. Ég mútaði Hillary Clinton með átján milljónum dala í leyniaðgerð Alríkislögreglunnar,“ sagði Byrne. Þá mun Herschmann enn og aftur hafa verið agndofa og spurði: „Hvern fjandann ertu að tala um?“ Trump ekki sannfærður Samkvæmt Axios þótti Trump þessi ummæli einnig undarleg en hann var ekki sannfærður um að Powell hefði rangt fyrir sér. Miðillinn segir forsetann hafa staðið í þeirri trú að kosningunum hefði verið stolið af honum. Hann sakaði ráðgajafa sína um að hjálpa sér ekki neitt og sagði að fjórmenningarnir væru í það minnsta að berjast fyrir hann og veita honum tækifæri. „Þau segjast hafa sannanir. Af hverju reynum við þetta ekki?“ er Trump sagður hafa spurt. Herlög voru aldrei nefnd á fundinum, samkvæmt Axios, en það var samt það sem þau voru að tala um. Powell, Flynn og hin héldu því fram að þar sem erlendir aðilar hefðu stolið kosningunum gæti Trump beitt fullum mætti hins opinbera gegn Dominion og setið áfram í Hvíta húsinu. Sjálfur hafði Flynn nefnt það að beita herlögum í sjónvarpsviðtali kvöldið áður. Powell sagði ekki hægt að treysta dómurum því þeir væru spilltir og því þyrfti að lýsa yfir neyðarástandi og nota völd forsetaembættisins til að fara framhjá lögunum. Herschmann spurði aftur, nákvæmlega hvernig þau sæju þetta fyrir sér og vísaði Newman aftur í forsetatilskipunina frá 2018. Þá spurði Herschmann hana hvort hún væri yfir höfuð lögmaður. Ráðgjafarnir og lögmenn Hvíta hússins og framboðs Trumps höfðu áður sagt að umrædd tilskipun veitti Trump engan veginn það vald sem fjórmenningarnir töldu. Byrne greip þá inn í og sagði: „Það eru menn með stórar byssur og einkennismerki sem sem geta sótt þetta.“ Þá mun Herschann hafa spurt Byrne hvort hann væri þriggja ára barn. Drógu í efa að Trump hefði valdið Trump lét þá hringja í Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa sinn og bæta honum við á fundinn. Hann átti að lægja öldurnar á fundinum en lýsti sömuleiðis yfir efasemdum um að Trump gæti lýst yfir neyðarástandi og lagt hald á kosningavélar Dominion. Að endingu færðist samtalið frá kosningavélum Dominion yfir í það að skipa Powell sem sérstakan rannsakanda ríkisstjórnarinnar. Hún vildi heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og aðgang að persónuupplýsingum um kjósendur. Ráðgjafar forsetans voru alfarið á móti því og var þeim Mark Meadows, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Rudy Giuliani bætt við á fundinn í gegnum síma. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stendur hér að baki forsetans fyrrverandi.EPA/Sarah Silbiger Hljómaði vel í eyrum forsetans Í grein Axios segir að málflutningur hópsins hafi hljómað vel í eyrum forsetans. Þau hafi sagt honum það sem hann vildi heyra. Að hann gæti verið forseti áfram. Hann þyrfti bara að veita þeim völd til að berjast fyrir hann. Þegar fundurinn hafði staðið yfir í tæpa þrjá tíma og klukkan var orðin níu að kvöldi til, stóðu enn miklar deilur yfir. Á einum tímapunkti kallaði Giuliani eftir ró og sagði forsetanum að hann væri á leiðinni í Hvíta húsið til að ræða við hann. Trump gleymdi því að nokkrir aðrir væru á línunni og skellti á. Þá fóru Herschmann, Cipollone og Derek Lyons, starfsmaður Hvíta hússins, af fundinum. Skömmu seinna komust þeir þó að því að fjórmenningarnir væru nú í íbúð Trumps í Hvíta húsinu að tala við forsetann og fóru þeir þangað einnig. Þá höfðu Giuliani og Meadows einnig bæst í hópinn, samkvæmt Axios. Herschmann var þá orðinn þreyttur og bað Powell um að segja þeim aftur af hverju Giuliani vissi ekkert hvað hann væri að gera. Hvernig hann áttaði sig ekki á því hvað deilurnar um kosningarnar snerust um. Deildu fljótt aftur Deilurnar og köllin hófust fljótt aftur. Meadows öskraði á Flynn fyrir að hafa sakað sig um að standa ekki við bakið á Trump og forsetinn sjálfur deildi við lögmann sinn um það hvort hann hefði í raun vald til að gera það sem Powell hafði lagt til. Það var ekki fyrr en eftir miðnætti sem ráðgjafar Trumps yfirgáfu Hvíta húsið. Þeir höfðu gert forsetanum grein fyrir ráðleggingum þeirra en áttu allt eins von á því að mæta í vinnuna daginn eftir og að þá væri Sidney Powell orðinn sérstakur rannsakandi Hvíta hússins. Það gerðist þó ekki. Nokkrum dögum síðar sagði Giuliani í sjónvarpsviðtali að Powell væri ekki í forsvari fyrir forsetann og skoðanir og ummæli hennar væru hennar eigin. Ekki forsetans. Trump yfirgaf Hvíta húsið þann 20. janúar en hefur ekki viðurkennt ósigur og heldur því enn fram að svindlað hafi verið á honum. Hann var ákærður fyrir embættisbrot af fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna. Lögmennirnir sem höfðu tekið að sér varnir forsetans hættu um síðustu helgi. Fjölmiðlar vestanhafs segja það vera vegna þess að Trump krefst þess að vörn hans í réttarhöldunum sem munu fara fram í öldungadeildinni snúist alfarið um að svindlað hafi verið á honum í kosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00
Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01
Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01