Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 08:54 Donald Trump, er hann yfirgaf Hvíta húsið eftir að kjörtímabili hans lauk. AP/Alex Brandon Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. Trump var ákærðurð fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér þá leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaðna forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump var ákærður þann 13. janúar, þegar meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Hann er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólkið upp. Fimm manns dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, fór í gærkvöldi yfir það hvernig réttarhöldin færu fram. Þau munu tæknilega séð hefjast á mánudaginn þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendir ákærurnar til öldungadeildarinnar, en málflutningurinn fer ekki fram fyrr en þann 8. febrúar. Byggir þessi niðurstaða á samkomulagi við Repúblikana, sem vildu að Trump fengi meiri tíma til að undirbúa vörn sína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt fréttaveitunnar segir þó að þingmenn Repúblikanaflokksins vilji einnig að lengri tími líði á milli árásarinnar og réttarhaldanna svo áhrif hennar dvíni. The insurrection at the Capitol incited by Donald J. Trump was a day none of us will ever forget.There must be truth and accountability.The House Managers will come to the Senate to read the Article of Impeachment on Monday.Here s how the trial will proceed: pic.twitter.com/JjEfprzQly— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 22, 2021 Þetta er einnig í fyrsta sinn sem réttað verður yfir forseta vegna meintra embættisbrota, eftir að hann lætur af embætti. Repúblikanar hafa mótmælt réttarhöldunum á þeim grundvelli að þær séu tilgangslausar og fari jafnvel gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Demókratar segja þó að Trump verði að bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið og sömuleiðis verði að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til embættis Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Í aðdraganda árásarinnar hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið. Hann hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump á baráttufundinum. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Hann gagnrýndi þingmenn harðlega fyrir að ætla að staðfesta niðurstöður kosninganna og hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Trump var ákærðurð fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér þá leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaðna forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump var ákærður þann 13. janúar, þegar meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Hann er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólkið upp. Fimm manns dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, fór í gærkvöldi yfir það hvernig réttarhöldin færu fram. Þau munu tæknilega séð hefjast á mánudaginn þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendir ákærurnar til öldungadeildarinnar, en málflutningurinn fer ekki fram fyrr en þann 8. febrúar. Byggir þessi niðurstaða á samkomulagi við Repúblikana, sem vildu að Trump fengi meiri tíma til að undirbúa vörn sína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt fréttaveitunnar segir þó að þingmenn Repúblikanaflokksins vilji einnig að lengri tími líði á milli árásarinnar og réttarhaldanna svo áhrif hennar dvíni. The insurrection at the Capitol incited by Donald J. Trump was a day none of us will ever forget.There must be truth and accountability.The House Managers will come to the Senate to read the Article of Impeachment on Monday.Here s how the trial will proceed: pic.twitter.com/JjEfprzQly— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 22, 2021 Þetta er einnig í fyrsta sinn sem réttað verður yfir forseta vegna meintra embættisbrota, eftir að hann lætur af embætti. Repúblikanar hafa mótmælt réttarhöldunum á þeim grundvelli að þær séu tilgangslausar og fari jafnvel gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Demókratar segja þó að Trump verði að bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið og sömuleiðis verði að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til embættis Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Í aðdraganda árásarinnar hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið. Hann hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump á baráttufundinum. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Hann gagnrýndi þingmenn harðlega fyrir að ætla að staðfesta niðurstöður kosninganna og hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira