Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:54 Elizabeth Cheney er dóttir Dick Cheney, sem var varnamálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush og varaforseti George W. Bush. epa/Michael Reynolds Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“ Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira