Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallar eftir dauða­refsingu

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Trump segist ætla að banna Tiktok

Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump ýjar að því að kosningum verði frestað

Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19

Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Á fallanda fæti

Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin harka í mótmælum í Bandaríkjunum

Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina

Erlent
Fréttamynd

Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar.

Erlent
Fréttamynd

Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland

Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Bað sendiherra um að útvega klúbbi Trump stórmót í golfi

Donald Trump Bandaríkjaforseti bað sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi um að kanna hvort að breska ríkisstjórnin gæti komið því til leiðar að golfklúbbur hans í Skotlandi fengi að halda eitt stærsta golfmót í heimi. Sendiherrann er sagður hafa tekið máli upp við breskan ráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs

Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum.

Erlent