Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 11:24 Mótmælandi ver sig fyrir táragasi alríkislögreglumanna við alríkisdómshúsið í miðborg Portland í gær. Mótmæli hafa geisað í borginni í meira en fimmtíu nætur. AP/Noah Berger Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38