Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2020 11:26 Vindman undirofursti og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu bar vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í nóvember. Um leið og öldungadeildin sýknaði Trump af kæru um embættisbrot í febrúar lét Trump reka Vindman úr þjóðaröryggisráðinu og fylgja honum út úr Hvíta húsinu. Vísir/EPA Hefndaraðgerðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. Hann sagði skilið við herinn eftir rúmlega tuttugu ára starf í gær eftir að Trump kom í veg fyrir að hann yrði hækkaður í tign. Alexander Vindman, undirofursti, var fenginn til að bera vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld í haust. Hann var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og hafði hlustað á umdeilt símtal Trump og Volodýmýrs Zelenskíj, Úkraínuforseta. Bar Vindman að Trump hefði þrýst á forseta Úkraínu að gera sér pólitískan greiða með því að rannsaka Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn. Það taldi Vindman vera óviðeigandi ósk og möguleg misnotkun á völdum forseta. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfarið en var sýknaður í öldungadeildinni þar sem Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í febrúar. Um leið og sýknan lá fyrir fylgdu öryggisverðir Vindman út úr Hvíta húsinu og sömuleiðis tvíburabróður hans sem hafði hvergi komið nálægt rannsókninni á Trump. Til stóð að Vindman fengi stöðuhækkun hjá Bandaríkjaher í byrjun sumars en verulegur dráttur varð á því að Hvíta húsið samþykkti lista yfir þá sem átti að hækka í tign. Lögmaður Vindman tilkynnti á endanum um að Vindman ætlaði að hætta í hernum og sakaði Trump og Hvíta húsið um ná sér niður á honum fyrir að hafa borið vitni. Vindman vildi ekki tefla framgangi félaga sinna í hernum í hættu með því að halda kyrru fyrir. Minnir á gerræðisstjórnir sem fjölskyldan flúði Uppsögn Vindman tók gildi í gær og birtist þá aðsend grein eftir hann í Washington Post þar sem hann gagnrýnir Trump og ríkisstjórn hans harðlega. Sakar hann forsetann og bandamenn hans um að hafa beitt sig bolabrögðum, ógnunum og hefndaraðgerðum. Það hafi komið í veg fyrir framgang hans í hernum til frambúðar. Lýsir Vindman því að þegar hann hafði áhyggjur af framferði Trump og undirróðri gegn undirstöðum lýðræðisins hrinti af stað atburðarás sem svipti hulunni af spillingu Trump-stjórnarinnar. „Aldrei áður á ferli mínum eða í lífinu hef ég talið gildum þjóðar okkar ógnað meir en á þessari stundu. Ríkisstjórnin okkar hefur undanfarin ár minnt meira á gerræðisstjórnirnar sem fjölskylda mín flúði fyrir meira en 40 árum en landið sem ég hef varið lífi mínu í að þjóna,“ skrifar Vindman en fjölskylda hans flúði Sovétríkin sálugu. Bandarískir borgarar verði fyrir sams konar árásum og harðstjórar beiti gagnrýnendur sína og pólitíska andstæðinga. „Þeim sem velja hollustu við bandarísk gildi og tryggð við stjórnarskrána fram yfir trúmennsku við lyginn forseta og þá sem greiða götu hans er refsað,“ skrifar Vindman. Boðar Vindman að hann ætli sér að tjá sig um þjóðaröryggismál á sama tíma og hann sækir doktorsnám í alþjóðasamskiptum við Johns Hopkins-háskóla á næstunni. Donald Trump Bandaríkin Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. 8. júlí 2020 18:28 Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Hefndaraðgerðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. Hann sagði skilið við herinn eftir rúmlega tuttugu ára starf í gær eftir að Trump kom í veg fyrir að hann yrði hækkaður í tign. Alexander Vindman, undirofursti, var fenginn til að bera vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld í haust. Hann var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og hafði hlustað á umdeilt símtal Trump og Volodýmýrs Zelenskíj, Úkraínuforseta. Bar Vindman að Trump hefði þrýst á forseta Úkraínu að gera sér pólitískan greiða með því að rannsaka Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn. Það taldi Vindman vera óviðeigandi ósk og möguleg misnotkun á völdum forseta. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfarið en var sýknaður í öldungadeildinni þar sem Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í febrúar. Um leið og sýknan lá fyrir fylgdu öryggisverðir Vindman út úr Hvíta húsinu og sömuleiðis tvíburabróður hans sem hafði hvergi komið nálægt rannsókninni á Trump. Til stóð að Vindman fengi stöðuhækkun hjá Bandaríkjaher í byrjun sumars en verulegur dráttur varð á því að Hvíta húsið samþykkti lista yfir þá sem átti að hækka í tign. Lögmaður Vindman tilkynnti á endanum um að Vindman ætlaði að hætta í hernum og sakaði Trump og Hvíta húsið um ná sér niður á honum fyrir að hafa borið vitni. Vindman vildi ekki tefla framgangi félaga sinna í hernum í hættu með því að halda kyrru fyrir. Minnir á gerræðisstjórnir sem fjölskyldan flúði Uppsögn Vindman tók gildi í gær og birtist þá aðsend grein eftir hann í Washington Post þar sem hann gagnrýnir Trump og ríkisstjórn hans harðlega. Sakar hann forsetann og bandamenn hans um að hafa beitt sig bolabrögðum, ógnunum og hefndaraðgerðum. Það hafi komið í veg fyrir framgang hans í hernum til frambúðar. Lýsir Vindman því að þegar hann hafði áhyggjur af framferði Trump og undirróðri gegn undirstöðum lýðræðisins hrinti af stað atburðarás sem svipti hulunni af spillingu Trump-stjórnarinnar. „Aldrei áður á ferli mínum eða í lífinu hef ég talið gildum þjóðar okkar ógnað meir en á þessari stundu. Ríkisstjórnin okkar hefur undanfarin ár minnt meira á gerræðisstjórnirnar sem fjölskylda mín flúði fyrir meira en 40 árum en landið sem ég hef varið lífi mínu í að þjóna,“ skrifar Vindman en fjölskylda hans flúði Sovétríkin sálugu. Bandarískir borgarar verði fyrir sams konar árásum og harðstjórar beiti gagnrýnendur sína og pólitíska andstæðinga. „Þeim sem velja hollustu við bandarísk gildi og tryggð við stjórnarskrána fram yfir trúmennsku við lyginn forseta og þá sem greiða götu hans er refsað,“ skrifar Vindman. Boðar Vindman að hann ætli sér að tjá sig um þjóðaröryggismál á sama tíma og hann sækir doktorsnám í alþjóðasamskiptum við Johns Hopkins-háskóla á næstunni.
Donald Trump Bandaríkin Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. 8. júlí 2020 18:28 Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. 8. júlí 2020 18:28
Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45
Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15
Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15