Trump kallar eftir dauðarefsingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 07:55 Donald Trump vill að Dzokhar Tsarnaev verði dæmdur til dauða á nýjan leik. EPA/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado.
Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira