Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Enginn bilbugur á norðanmönnum

Þótt blikur séu á lofti í stangaveiðiheiminum segist formaður Stangaveiðifélags Akureyrar síður en svo eiga von á samdrætti í sölu á svæðum félagsins.

Veiði
Fréttamynd

I hope I got the right one!

Ekki er öruggt að lax sem leiðsögumaður bandarískrar konu landaði fyrir hana í Víðidalsá hafi verið nákvæmlega sá sem konan veiddi. Um þetta má lesa í bók um Víðidalsá og Fitjá.

Veiði
Fréttamynd

Bleikjan horfin úr Tungufljóti?

Laxarækt í Tungufljóti í Biskupstungum er sögð hafa hafa hrakið bleikju sem þar var meira og minna á braut. Deilur hafa verið um svokallaða Tungufljótsdeild á vatnasvæðinu.

Veiði
Fréttamynd

Rektorinn rekur veiðisögu sína

"Glettni veiðigyðjunnar - ekki nema það þó!" er titill nýrrar veiðibókar sem kom út fyrir skömmu. Þetta er saga Bjarna Kristjánssonar, sem er mörgum kunnur sem "Rektorinn" bæði vegna þess að hann var lengi rektor Tækniskóla Íslands en ekki síst af því að vinsæl straumfluga var nefnd eftir honum. Það var Kolbeinn Grímsson sem hnýtti fluguna á sínum tíma þegar þeir félagar voru við veiðar í Laxá í Mývatnssveit.

Veiði
Fréttamynd

Aldrei verið skrifuð dýrari bók um lax

Bókin Salmon – Salmon: With a Chapter on Iceland er nú til sölu á eBay fyrir 400 þúsund krónur. Bókin var gefin út í 100 eintökum árið 1979. Kristján Eldjárn fekk fyrsta eintakið og Karl Bretaprins annað. Bókin er prentuð á 100 prósenta bómullarpappír, sem er afar sjaldgæft.

Veiði
Fréttamynd

SVFR sendi ekki umsögn

Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að stjórn félagsins hafi ekki þótt við hæfi að senda inn umsögn við frumvarp um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Hann segir mikla vigt í afstöðu Veiðimálastofnunar.

Veiði
Fréttamynd

"Þarfnast meiriháttar skoðunar"

Veiðimálastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem hefur það meðal annars að markmiði að auðvelda stofnun deilda innan Veiðifélaga og færa þeim aukið vald.

Veiði
Fréttamynd

Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá

Nýlegar seiðamælingar í Langá á Mýrum gefa góð fyrirheit. Þrír af fjórum seiðaárgöngum mælast yfir langtímameðaltali. Í nýrri skýrslu er veiðin síðasta sumar krufin til mergjar.

Veiði
Fréttamynd

Stórmerkileg tíðindi frá Írlandi

Þetta er gert til að halda í núverandi viðskiptavini svo og til að tryggja nýliðun í greininni. Vegna þessa munu veiðileyfi í Blackwater lækka um rúmlega 50% á milli áranna 2012 og 2013

Veiði
Fréttamynd

Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg

"Jósef Reynis, arkítekt og Langárbóndi veiddi hér sumarið 1967 fyrsta laxinn á Fjallinu frá því laxastiginn opnaði. Þá vissu menn auðvitað ekkert hvar lax myndi veiðast og leituðu með logandi ljósi. Svo mikil var hamingja hans og veiðifélagans er 12 punda hrygna var komin á land, að þeir skáluðu í Kamparí og helltu góðum slurk í Langá."

Veiði
Fréttamynd

Segir SVFR svikið af Selfyssingum

"Þeir höfðu ekki einu sinni dug í sér að láta okkur vita af svikunum fyrr en við gengum eftir því. Að mati stjórnar SVFR er þetta ódrengileg framkoma og nú spyrjum við okkur hvort við eigum yfirhöfuð samleið með aðilum sem starfa á þennan hátt. Við höfum því ákveðið að endurskoða formlega aðild okkar að Landssambandi stangaveiðifélaga."

Veiði
Fréttamynd

Ársskammtur étinn á þremur dögum

Refur og ágangur veiðimanna í tímaþröng er ógn við rjúpuna segir Þorsteinn Hafþórsson. Miður sé að heyra talsmann umhverfisráðherra segja veiðidaga valda með tilliti til þess að sem verst viðri til veiða.

Veiði
Fréttamynd

Elliðaár teknar út fyrir sviga

Félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur munu ekki eiga á hættu að A-lumsóknir þeirra falli dauðar niður vegna úthlutunar í Elliðánum. Leyfin í ánna verða í sérstökum potti.

Veiði