Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Hættið að skarka utanvega á veiðislóð!

Ljót sár eru nú í jarðvegi eftir ökutæki veiðimanna í Hraunsfirði að því er segir á veg Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skorar á veiðimenn að keyra ekki utan vega í botni fjarðarins.

Veiði
Fréttamynd

Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum!

Hins vegar verður að viðurkennast að ævintýri veiðimanna á svæði III eru meira en væntingar stóðu til en holl sem hóf veiðar klukkan sjö í gærkvöldi var búið að landa 16 löxum í hádeginu í dag.

Veiði
Fréttamynd

Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar

"Við erum að sjá meira af fiski í sumar en í langan tíma. Við erum að fá miklu meira af bleikju. Á móti kemur að laxinn hefur lítið sem ekkert látið sjá sig, en það er enginn missir að honum,“

Veiði
Fréttamynd

Drápa græn verður Hrygnan 2012

Úrslit eru nú kunn í fluguhnýtingarkeppni veiðiverslunarinnar Hrygnunnar. Keppnin var styrktar góðu málefni og runnu 26 þúsund krónur til félagsskaparins "Kastað til bata."

Veiði
Fréttamynd

Góðar gangur í Breiðdalsá

85 laxar hafa veiðst frá mánaðarmótum en 364 þegar horft er til sumarsins í heild. Meðalþyngdin vekur athygli en hún er ríflega 9 pund. Meðallengd veiddra laxa er 73,24 sentimetrar segir í veiðibók Breiðdalsár.

Veiði
Fréttamynd

Laxinn stökk sjálfur í land í Hallá

Veiðimaður í Hallá við Skagaströnd í lok ágúst sá nokkra laxa en náði ekki að setja í þá. Einn laxinn sá þó aumur á honum og gekk sjálfur á land. Um þetta má lesa á agn.is.

Veiði
Fréttamynd

Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá

Haustveiðin er hafin af fullum krafti og Ytri-Rangá skilar þessa vikuna fantaveiði, eða 575 laxa viku. Ytri trónir á toppi veiðilistans eins og löngum í sumar og ljóst að svo verður til enda. 3.507 laxar hafa veiðst miðað við 3.853 laxa í fyrra.

Veiði
Fréttamynd

Laxárdalurinn veldur mönnum áhyggjum

Heildarveiðin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal heldur áfram að aukast milli ára – batinn er þó eingöngu í Mývatnssveit en í Laxárdalnum valda veiðitölur mönnum nokkrum áhyggjum.

Veiði