Laxárdalurinn veldur mönnum áhyggjum Heildarveiðin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal heldur áfram að aukast milli ára – batinn er þó eingöngu í Mývatnssveit en í Laxárdalnum valda veiðitölur mönnum nokkrum áhyggjum. Veiði 2. september 2012 18:45
Fiskar á land og tilboð í Skjálfandafljót eftir helgi Veiðimenn sem voru á efri Austurbakka Skjálfandafljóts síðdegis á fimmtudag fengu þrjá laxa. Á Austurbakka neðri veiddust tveir fiskar á sama tíma að því er segir á agn.is. Veiði 2. september 2012 08:30
Haustveiðin farin af stað í Elliðaánum Tveir laxar komu á land í morgun í Elliðaánum. Var það fyrsta vaktin af tveggja vikna tímabili sem bætt var við áður ákveðna veiðidaga í sumar. Veiði 1. september 2012 16:00
„Stórfiskar kafa víða um vatnamótin" Líf er að færast í sjóbirtingsveiðina í Tungufljóti. Á tveimur tímum í gærkvöldi veiddust þrír birtingar sem voru allt að tíu punda þungir. Veiði 1. september 2012 11:09
Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiðiréttarhafar í Hvítá og Ölfusá hafa stundað netaveiðar sínar síðan 2006 án þess að skila inn lögboðinni nýtingaráætlun um veiðifyrirkomulag. Veiði 31. ágúst 2012 10:14
Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Stangveiði í Veiðivötnum lauk 22. ágúst og netaveiði hófst 24. ágúst. Á stangveiðitímanum veiddust 19.647 fiskar sem er nokkru minni veiði en sumarið 2011, en þá fengust 21.240 fiskar. Veiði 31. ágúst 2012 09:00
Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði með blönduðu agni hófst í gær og skiluðu tvær fyrstu vaktirnar 161 laxi, hvorki meira né minna. Veiði 31. ágúst 2012 00:11
Hvítá/Ölfusá: 206.707 laxar í net frá 1974 Árni gerir það að umtalsefni hver sanngirnin sé í því að 20 netabændur séu svo stórtækir í veiðum á vatnasvæðinu sem raun ber vitni þar sem laxinn sé augljóslega á leiðinni í árnar þar sem hann er upprunninn þegar hann gengur í netin neðar í vatnakerfinu. Veiði 30. ágúst 2012 18:07
Veiðin í Hofsá er betri en í fyrra Hofsá í Vopnafirði er eina áin á topp tíu lista Landssambands veiðifélaga sem er með betri veiði en í fyrra. Rangárnar tróna á toppi listans. Veiði 30. ágúst 2012 08:00
Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, segir að mikið hafi verið um stórar bleikjur í Hlíðarvatni í Selvogi þegar félögin við vatnið efndu til fjölskyldudags þar um liðna helgi. Veiði 30. ágúst 2012 06:15
Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá "Athygli vekur mikill fjöldi stórfiska í þessari annars nettu veiðiá," segir í frásögn af sjóbritingskvöldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur þar sem meðal annars komu fram upplýsingur um stöðu mála í Varmá hjá Hveragerði. Veiði 29. ágúst 2012 13:30
Lífsmark í Svartá á döpru sumri Dálítið líf virðist vera í Svartá í Svartárdal þótt sumarið hafi verið gríðar dauft. Að því er segir á söluvef leigutakans Lax-ár fékk holl sem lauk veiðum í gær átta laxa. Veiði 29. ágúst 2012 11:06
Endurheimtur seiða betri en í fyrra Sjötíu laxar veiddust í Eystri Rangá á sunnudaginn. Veiði er áfram góð í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð og endurheimtur seiða betri en í fyrra. Veiði 28. ágúst 2012 20:33
Ótrúleg veiðitækni grænhegra Myndband af grænhegra á veiðum nýtur nú mikillar hylli á YouTube. Myndbandið sýnir hvernig fuglinn beitir brauði á lymskulegan hátt þar til fiskurinn lætur glepjast. Veiði 28. ágúst 2012 07:00
Skaftafellssýsla: Sjóbirtingurinn mættur á svæðið Veiðimenn sem voru við veiðar í Eldvatnsbotnum um helgina lönduðu 10 sjóbirtingum og vógu þeir frá fjórum upp í átta pund. Veiði 27. ágúst 2012 12:21
Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Veiði 26. ágúst 2012 12:30
Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga "Ég efast mjög um að forstjóra Pepsí-Cola, sem flýgur hingað á einkaþotu sinni til að veiða í Laxá í Dölum, muni nokkuð um að greiða veiðileyfi til viðbótar.“ Veiði 26. ágúst 2012 07:00
Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Tungufljót í Skaftafellssýslu, Eldvatnsbotnar og Varmá verða kynntar á sérstöku sjóbirtingskvöldi hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Veiði 25. ágúst 2012 16:15
Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Þær veiðiár sem skráð hefur verið fyrir í sumar eru Leirá, Gljúfurá, Norðurá, Víðidalsá, Svalbarðsá, Norðfjarðará og Ytri-Rangá. Veiði 25. ágúst 2012 13:15
Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Á morgun, sunnudaginn 26. ágúst, bjóða veiðifélögin við í Hlíðarvatn í Selvogi öllum veiðimönnum til veiða á sérstökum fjölskyldudegi. Veiði 25. ágúst 2012 11:45
Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiðimaður helgarinnar er Þórdís Klara Bridde, bókari hjá Rauða Krossi Íslands. Þórdís hefur dvalið við bakkann frá barnsaldri en hefur bætt vel í eftir að hún kynntist eiginmanni sínum, Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR. Fjölskyldan veiðir mikið saman og bóndinn hefur kennt Þórdísi margt um margbreytilega náttúru stangveiðinnar. Þó er það ekki allt til eftirbreytni, eins og frásögn Þórdísar ber með sér. Veiði 25. ágúst 2012 07:00
Djúpið og Stóra-Laxá: Spennandi kostir í haustveiðinni Laugardalsá er með um 140 laxa, Langadalsá með um 120 laxa og Hvannadalsá með um 80 laxa samkvæmt síðustu fréttum. Núna er heildarveiðin af svæði 1&2 í Stóru-Laxá um 140 laxar. Veiði 24. ágúst 2012 12:00
Flundra í sókn á Ströndum Flatfiskurinn flundra virðist vera að ná sér á strik í ferskvatni við Húnaflóa. Að minnsta kosti hirtu bleikjuveiðimenn á Ströndum 53 slíkar úr netum sínum fyrr í þessum mánuði. Veiði 24. ágúst 2012 08:00
Langá á Mýrum: Maðkahollið veiðir vel á fluguna! Fyrsta hollið í Langá með blandað agn var komið með um 130 laxa veiði síðdegis í gær. Það verður að teljast dágott miðað við aðstæður en hollið lýkur ekki veiðum fyrr en á hádegi í dag. Veiði 24. ágúst 2012 01:00