Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Náði 101 sentímetra hæng á fimmuna

Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund.

Veiði
Fréttamynd

Fyrirtækjafluga sem lifði góðærið af

Fyrir fáeinum árum létu mörg helstu stórfyrirtæki landsins hnýta fyrir sig laxaflugur í litum fyrirtækisins. Flestar þeirra reyndust dægurflugur og lifðu ekki af "góðærið". Fáeinar sönnuðu sig þó, lifa enn og gefa góða veiði.

Veiði
Fréttamynd

Frábær meðalveiði í Ellliðaánum í sumar

Óhætt er að segja að veiðin í Elliðaánum standi undir ítrustu væntingum í sumar. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði frá því á miðvikudag að árnar bæru höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár hvað snertir veiði á hvern stangardag.

Veiði
Fréttamynd

Ágætis gangur í Straumunum

Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu.

Veiði
Fréttamynd

Stóra Laxá komin í gang

Alls höfðu veiðst 43 laxar á svæðum I og II í Stóru-Laxá að því er segir á söluvefnum agn.is. Það teljist mjög gott á fyrstu níu dögum veiðitímans.

Veiði
Fréttamynd

Landaði 29 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal

„Viðureignin var tiltölulega stutt, ekki nema 25 eða 30 mínútur. Hann var þungur og allt það en engin læti í honum. Þetta var auðveldara en ég hélt í fyrstu þegar ég sá hversu stór fiskurinn var," segir Björn Magnússon sem veiddi 110 sentimetra lax, sem ætla má að sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög skemmtileg viðureign og það liggur við að adrenlínkikkið sé enn þá í manni."

Veiði
Fréttamynd

Tafir á smíði veiðihúss við Miðá

Tafir hafa orðið á smíði veiðihúss við Miðá í Steingrímsfirði sem Lax-á hóf að bjóða veiðileyfi í fyrir þetta sumar. Að því er segir á vef fyrirtækisins ætti húsið þó að verða tilbúið í viikunni.

Veiði
Fréttamynd

100 sentímetra lax í Breiðdalsá

Stórlax veiddist í Breiðdalsá í fyrradag. Þetta var nýrunninn hængur sem mældist 100 sentímetrar og vó 11 kíló. Þessi lax ásamt öðrum jafn löngum, sem veiddist í Víðidalsá fyrir helgi, eru þeir stærstu sem komið hafa á land það sem af er sumri, samkvæmt heimildum Veiðivísis.

Veiði
Fréttamynd

Rangárnar nálgast samtals 300 laxa

Mjög góður gangur er í Rangánum þessa dagana samkvæmt upplýsingum á vef söluaðilans, Lax-á. Samtals um 300 laxar eru komnir á land úr ánum tveimur.

Veiði
Fréttamynd

Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land

Stóra-Laxá er komin í gang. Samkvæmt fréttum frá Lax-á veiddust fimm laxar á fyrsta degi á Svæði I og II og fimm laxar frá því Svæði IV opnaði í gær og til hádegis í dag

Veiði
Fréttamynd

15 laxar á tvær stangir í Leirvogsá

Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir.

Veiði