Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Ágætis gangur í Straumunum

Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu.

Veiði
Fréttamynd

Stóra Laxá komin í gang

Alls höfðu veiðst 43 laxar á svæðum I og II í Stóru-Laxá að því er segir á söluvefnum agn.is. Það teljist mjög gott á fyrstu níu dögum veiðitímans.

Veiði
Fréttamynd

Landaði 29 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal

„Viðureignin var tiltölulega stutt, ekki nema 25 eða 30 mínútur. Hann var þungur og allt það en engin læti í honum. Þetta var auðveldara en ég hélt í fyrstu þegar ég sá hversu stór fiskurinn var," segir Björn Magnússon sem veiddi 110 sentimetra lax, sem ætla má að sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög skemmtileg viðureign og það liggur við að adrenlínkikkið sé enn þá í manni."

Veiði
Fréttamynd

Tafir á smíði veiðihúss við Miðá

Tafir hafa orðið á smíði veiðihúss við Miðá í Steingrímsfirði sem Lax-á hóf að bjóða veiðileyfi í fyrir þetta sumar. Að því er segir á vef fyrirtækisins ætti húsið þó að verða tilbúið í viikunni.

Veiði
Fréttamynd

100 sentímetra lax í Breiðdalsá

Stórlax veiddist í Breiðdalsá í fyrradag. Þetta var nýrunninn hængur sem mældist 100 sentímetrar og vó 11 kíló. Þessi lax ásamt öðrum jafn löngum, sem veiddist í Víðidalsá fyrir helgi, eru þeir stærstu sem komið hafa á land það sem af er sumri, samkvæmt heimildum Veiðivísis.

Veiði
Fréttamynd

Rangárnar nálgast samtals 300 laxa

Mjög góður gangur er í Rangánum þessa dagana samkvæmt upplýsingum á vef söluaðilans, Lax-á. Samtals um 300 laxar eru komnir á land úr ánum tveimur.

Veiði
Fréttamynd

Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land

Stóra-Laxá er komin í gang. Samkvæmt fréttum frá Lax-á veiddust fimm laxar á fyrsta degi á Svæði I og II og fimm laxar frá því Svæði IV opnaði í gær og til hádegis í dag

Veiði
Fréttamynd

15 laxar á tvær stangir í Leirvogsá

Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir.

Veiði
Fréttamynd

Óvenju góður júní í Hítará

Veiðin í júní á aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Veiði
Fréttamynd

Pakkað af bleikju í Rugludalshyl

Sjö manna holl sem var við veiðar á tveimur efstu svæðum Blöndu um síðustu helgi kom þaðan laxlaust. Bleikjan í Rugludalshyl bjargaði andliti hópsins.

Veiði