Stórlaxahelgi í Blöndu Á sunnudaginn komu vanir menn til veiða og komu þá upp 7 laxar og var meðalvigtin með afbrigðum góð. Veiði 11. júní 2012 18:17
Veiði að glæðast í Straumunum Sex laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, en veiði hófst á svæðinu þann 5. júní. Þetta kemur fram á vef SVFR. Veiði 11. júní 2012 13:21
Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Frekar rólegt hefur verið á Þingvöllum undanfarna daga. Veiðin hefur verið fremur dræm reyndar var hún svo döpur á föstudaginn að einn veiðimaður gafst upp og byrjaði að veiða spúna. Veiði 11. júní 2012 08:00
Risaurriði veiddist í Varmá Risaurriði veiddist í Varmá í Hveragerði nýlega. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) er sagt frá því að fiskurinn hafi keyrt silungavigt, sem bar 6,5 kíló, í botn. Veiði 10. júní 2012 18:41
Helgarviðtal: Veiddi tuttugu punda lax á flæktan Ambassador Faðir Þorsteins Hafþórssonar, leiðsögumanns á Blönduósi, náði tuttuga punda laxi sonarins inn í úlpuna sem hann var í eftir að háfurinn brotnaði í Laxá í Refasveit. Veiði 10. júní 2012 08:00
Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! "Þar sem sýkingarnar eru alfarið bundnar við kviðarhol og innri líffæri, og fara ekki í hold, er í góðu lagi að borða þennan fisk..." Veiði 9. júní 2012 08:00
Smálaxaganga hellti sér inn í Stekkinn í Norðurá smálaxar voru á lofti samkvæmt veiðimönnum. Vart þarf að ítreka fyrir veiðimönnum hversu jákvætt það er að fá inn í árnar göngur af smálaxi svo snemma. Veiði 8. júní 2012 17:59
Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá "Rétt fyrir klukkan tíu hlýnaði verulega allt í einu. Þá fór einfaldlega allt af stað, og með ólíkindum að fylgjast með náttúrunni. Laxinn helltist einfaldlega inn á Eyrina og laxinn stökk og djöflaðist." Veiði 7. júní 2012 17:01
21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Fjórir laxar veiddust fyrir hádegi í Blöndu í dag og lauk opnunarhollið því veiðinni með því að landa 21 laxi. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-Á, er himinlifandi með opnunina. Veiði 7. júní 2012 15:42
Eitthvað fyrir alla hjá Veiðiskóla SVAK Veiðiskóli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) hefst nú um helgina, en þetta er fjórða árið sem hann er starfræktur. Veiði 7. júní 2012 15:26
Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Um næstu helgi geta áhugasamir veiðimenn farið á námskeið og lært að veiða í Elliðaánum. Ástand laxastofnsins í ánum er með miklum ágætum. Veiði 7. júní 2012 07:00
Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinn í Blöndu í dag og hafa nú veiðst 18 laxar í ánni. Mjög kalt var í veðri og aðstæður því ekki beint ákjósanlegar til veiða. Veiði 6. júní 2012 23:25
Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Seinni vaktin í Norðurá í dag var sú rólegasta í opnunarholli stjórnar SVFR. 24 laxar eru komnir á þurrt. Veiði 6. júní 2012 23:09
Sex laxar á morgunvaktinni í Norðurá Þrátt fyrir mikinn klulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni. Veiði 6. júní 2012 16:28
Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði í Blöndu gekk með miklum ágætum í morgun og náðu veiðimenn fjórum löxum á land. Veiði 6. júní 2012 16:26
Svona var baráttan við fyrsta lax sumarsins Barátta Bjarna Júlíussonar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, við fyrsta lax sumarsins var eftirminnileg þeim sem fylgdust með. Myndband af viðureigninni fylgir fréttinni. Veiði 6. júní 2012 00:01
Fyrsti dagurinn gaf 26 laxa! Opnunardagurinn var gjöfull, bæði í Borgarfirðinum og fyrir norðan. Þegar veiðimenn komu í hús eftir veiðar í Blöndu var afraksturinn 10 laxar, sá stærsti 17 pund. Í Norðurá gaf seinni vaktin fimm laxa en ellefu komu á land í morgun. Veiði 5. júní 2012 23:22
Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. Veiði 5. júní 2012 14:27
Sex laxar komnir á land í Blöndu Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Veiði 5. júní 2012 14:15
Fyrsti laxinn kom í Norðurá Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, landaði fyrsta laxi sumarsins í Norðurá klukkan 7.22 í morgun. Þetta var um 10 punda hrygna og tók hún rauða Black Eyed Prawn, sem er eins og rauður Frances með svörtum augum. Veiði 5. júní 2012 12:13
Þrír laxar á land í Blöndu í morgun Tveir nýgengnir laxar og einn hoplax að auki hafa fengist í morgun við opnun svæðis 1 í Blöndu. Þetta kemur fram á agn.is. Hermann Svendsen veiddi fyrsta laxinn. Veiði 5. júní 2012 11:00
Eyðir ekki tímanum í aðrar skepnur "Ég held að það verði nú ekki mikil aflabrögð ef það verða óvanir menn við veiðar þarna," segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem í fyrsta skipti í háa herrans tíð er ekki við veiðar við opnun Blöndu í dag. Veiði 5. júní 2012 07:00
Tveir stórlaxar í Holunni Þar horfði hann á tvo stóra laxa sem hann áætlaði á bilinu 14 – 16 pund, en eins og flestir vita þá opnar Blanda í fyrramálið og hefst þá laxveiðitímabilið formlega. Veiði 4. júní 2012 14:55
SVFR framlengir við Norðurá Stjórn SVFR og Veiðifélags Norðurár gengu í gærkvöldi frá nýjum samningi um leigu árinnar, en fyrri samningur hefði að óbreyttu runnið út á næsta ári. Veiði 4. júní 2012 14:29
Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Sjóbleikjuveiðin í Fögruhlíðarósi hefur aldrei byrjað eins vel og í ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Strengja. Veiði 4. júní 2012 07:00
Opnuðu Laxá með 550 urriðum Þeir sem opnuðu Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal fengu 550 urriða; 350 í Mývatnssveitinni og hátt í annað hundrað komu úr Laxárdalnum. Veiði 3. júní 2012 19:30
Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Gústaf Gústafsson var forfallinn golfáhugamaður áður en hann "frelsaðist." Það gerðist í fluguhnýtingarkennslu hjá Sigurði Pálssyni fyrir sex árum. Veiði 3. júní 2012 08:00
Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Sést hefur lax stökkva fyrir neðan Þjóðvegsbrúna yfir Ytri-Rangá við Hellu og er það í annað sinn á nokkrum dögum sem sést hefur til laxa í ánni. Veiði 2. júní 2012 15:46