Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Laxveiðin hafin í Noregi: Bein útsending!

Laxveiðitímabilið í Noregi hófst klukkan tólf á miðnætti. Frændur vorir eru jafn spenntir og við Íslendingar yfir upphafi laxveiðitímabilsins og reyndar svo mjög að NRK, norska ríkissjónvarpið, heldur úti 24 klukkustunda beinni útsendingu frá stórlaxaánni Gaulu í Syðri-Þrándalögum.

Veiði
Fréttamynd

Fjölbreytt dagskrá í Veiðihorninu

Nýju veiðisumri verður fagnað með stórsýningu og kynningu á veiðibúnaði og veiðileyfum í Veiðihorninu í Síðumúla um helgina. Opið verður laugardag frá klukkan 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16.

Veiði
Fréttamynd

Allir í fiski í Laxá

"Menn voru mjög spenntir þegar menn lögðust til hvílu. Þetta gekk síðan ljómandi vel í morgun, fiskur er vænn og menn eru að sjá töluvert mikið af fiski“

Veiði
Fréttamynd

Framlengt í urriðaveiðinni í Elliðaánum

Veiðitímabilið á urriðasvæðinu í efri hluta Elliðaánna sem átti að ljúka annað kvöld hefur verið framlengt til 5. júní. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Veiði
Fréttamynd

Veiði hafin í Hítarvatni

Veiði hófst í Hítarvatni um helgina og fljótlega hefst veiði veiði í Langavatni á Mýrum og Hólmavatni á Hólmavatnsheiði í Dölum.

Veiði
Fréttamynd

Saga stangveiða: Ein mínúta á hvert pund

"Það þykir bera vott um góð og rétt handtök að vera fljótur að ná fiskinum eftir að hann hefir tekið. Það er gömul regla um meðaltíma að draga lax að vera 1 mínútu með enskt pund eða 10 mínútur við að draga 10 punda lax."

Veiði
Fréttamynd

Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn

Allir sem njóta þess að veiða fisk á stöng bíða vormánaðanna með mikilli eftirvæntingu. Veturinn er lengi að líða og helst má una sér við það að vefja flugur, skoða myndbönd af veiðum annarra og eigin myndasöfn af eftirminnilegum fiskum. Þetta þekkja allir.

Veiði
Fréttamynd

Helgarviðtal: Flugan sat pikkföst í vörum eiginkonunnar

Hjálmar Árnason, framkvæmdarstjóri Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, er forfallinn veiðimaður. Hann steig sín fyrstu skref í veiðinni á bryggjunni í Klakksvík í Færeyjum. Hann lagði þó stöngina frá sér í smástund en veiddi maríulaxinn þegar hann var 25 ára.

Veiði
Fréttamynd

Urriðinn að stækka í Laxá

Meðalþyngd urriða í Laxá í Laxárdal hefur smám saman verið að aukast undanfarin ár samkvæmt því sem kemur fram á vef SVFR.

Veiði
Fréttamynd

Þurrflugunámskeið í Laxá í Laxárdal

Námskeið í þurrfluguveiði verður haldið í Laxá í Laxárdal í lok júní en áin er af mörgum talin ein allra besta silungaveiðiá á Íslandi ef ekki í heimi. Greint er frá þessu á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði
Fréttamynd

Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Myndband með leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði er nú að finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Eins og fram hefur komið eru veiðileyfi á þetta sjóbleikjusvæði nú í sölu hjá félaginu.

Veiði