Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Framlengt í urriðaveiðinni í Elliðaánum

Veiðitímabilið á urriðasvæðinu í efri hluta Elliðaánna sem átti að ljúka annað kvöld hefur verið framlengt til 5. júní. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Veiði
Fréttamynd

Veiði hafin í Hítarvatni

Veiði hófst í Hítarvatni um helgina og fljótlega hefst veiði veiði í Langavatni á Mýrum og Hólmavatni á Hólmavatnsheiði í Dölum.

Veiði
Fréttamynd

Saga stangveiða: Ein mínúta á hvert pund

"Það þykir bera vott um góð og rétt handtök að vera fljótur að ná fiskinum eftir að hann hefir tekið. Það er gömul regla um meðaltíma að draga lax að vera 1 mínútu með enskt pund eða 10 mínútur við að draga 10 punda lax."

Veiði
Fréttamynd

Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn

Allir sem njóta þess að veiða fisk á stöng bíða vormánaðanna með mikilli eftirvæntingu. Veturinn er lengi að líða og helst má una sér við það að vefja flugur, skoða myndbönd af veiðum annarra og eigin myndasöfn af eftirminnilegum fiskum. Þetta þekkja allir.

Veiði
Fréttamynd

Helgarviðtal: Flugan sat pikkföst í vörum eiginkonunnar

Hjálmar Árnason, framkvæmdarstjóri Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, er forfallinn veiðimaður. Hann steig sín fyrstu skref í veiðinni á bryggjunni í Klakksvík í Færeyjum. Hann lagði þó stöngina frá sér í smástund en veiddi maríulaxinn þegar hann var 25 ára.

Veiði
Fréttamynd

Urriðinn að stækka í Laxá

Meðalþyngd urriða í Laxá í Laxárdal hefur smám saman verið að aukast undanfarin ár samkvæmt því sem kemur fram á vef SVFR.

Veiði
Fréttamynd

Þurrflugunámskeið í Laxá í Laxárdal

Námskeið í þurrfluguveiði verður haldið í Laxá í Laxárdal í lok júní en áin er af mörgum talin ein allra besta silungaveiðiá á Íslandi ef ekki í heimi. Greint er frá þessu á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði
Fréttamynd

Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Myndband með leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði er nú að finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Eins og fram hefur komið eru veiðileyfi á þetta sjóbleikjusvæði nú í sölu hjá félaginu.

Veiði
Fréttamynd

Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana

Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir verða með ókeypis flugukastnámskeið fyrir börn og unglinga félagsmanna Stangveiðifélags Reykjavíkur í lok mánaðarins.

Veiði
Fréttamynd

Grímseyjarlaxinn frægi fluttur norður

Stefnt er að því að opna Laxasetur Íslands á Blönduósi í júní. Þar verður margt áhugavert. Óperusöngkonan Kiri Te Kanawa segir veiðisögur og Grímseyjarlaxinn verður fluttur norður.

Veiði
Fréttamynd

Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus

Eins og veiðimenn vita hefur Jökla, sem nýtt svæði í veiðiflóru okkar Íslendinga, bætt sig ár frá ári. Mikinn hluta ársins er Jökla, eða Jökulsá á Dal, tær bergvatnsá, þó hún litist eftir að Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllist og yfirfallið kemur til sögunnar.

Veiði
Fréttamynd

Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið

Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði gerir erfiðara að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta má fræðast um í athyglisverðri grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði
Fréttamynd

Fyrsti lax ársins kom úr Soginu í morgun

Fyrsti lax veiðisumarsins 2012 var dreginn á land í Bíldsfelli í Soginu í morgun. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur var það Smári Þorvaldsson sem veiddi grálúsuga 78 sentímetra hrygnu.

Veiði