Svona á að hamfletta rjúpurnar Nú styttist í Jólin og margir eflaust búnir að skjóta sér rjúpur jólamatinn. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga góða að til að kenna þeim handtökin við að hamfletta rjúpurnar. Veiði 20. desember 2011 14:10
Varmá ekki í söluskrá SVFR Glöggir lesendur söluskrár SVFR hafa rekið augun í að Varmá er ekki undir silungsveiðikaflanum. Ástæðan er óvissa um leigu á veiðiréttinum. Veiði 20. desember 2011 13:50
Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Nú hefur verið gengið frá nýjum 10 ára samningi um veiðirétt í Breiðdalsá við Veiðifélag Breiðdæla og er ánægjulegt að geta horft svo langt fram á veginn þar enda hefur gífurlegt uppbyggingarstarf verið framkvæmt þar undanfarin ár og áin sannað sig sem ein af bestu laxveiðiám landsins. Veiði 19. desember 2011 10:00
Straumu kynnst við allar aðstæður Íslenska stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði kemur nú út enn og aftur og er full af athyglisverðu efni að vanda. Meðal annars eru frásagnir af reynslu okkar af einstökum veiðisvæðum. Við gerum m.a. stans við Straumfjarðará og birtum hér frásögn af þeirri reynslu. Veiði 19. desember 2011 10:00
Söluskrá SVFR komin út Söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur 2012 er komin út og geta félagsmenn nú nálgast rafrænt eintak hennar á útgáfuvef SVFR Veiði 19. desember 2011 10:00
Ennþá verið að veiða gæs í Landeyjum Nú þegar stuttri rjúpnavertíð er lokið hafa flestir veiðimenn lagt byssunum sínum og snúið sér að amstri jólanna en það eru þó einhverjir sem eru ennþá í veiðihug og þá kemur nokkuð á óvart að heyra af gæsaskyttum í Landeyjum. Veiði 15. desember 2011 12:00
Verðlækkun í Rússnesku ánum Á sama tíma og veiðiréttareigendur hérlendis krefjast hækkana á árleigum þá lækka veiðileyfin í hinar heimsfrægu laxveiðiár á Kólaskaga. Rússnesku laxveiðiárnar hafa frá því um síðustu aldamót verið í mikilli samkeppni við þær íslensku, vegna þess að bitist er um sömu viðskiptavinina. Veiði 13. desember 2011 16:42
Söluskrá SVFR Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á Söluskrá SVFR 2012. Mun hún berast félagsmönnnum í næstu viku en birtast á rafrænu formi á vefnum www.svfr.is fyrir helgi. Veiði 13. desember 2011 13:15
Veiðikortsbæklingurinn kominn á vefinn Stundum er gott að geta skoðað Veiðikortsbæklinginn á vefnum því oft er bæklingurinn sjálfur ekki við höndina þegar á þarf að halda. Veiði 12. desember 2011 14:00
Bók um Grímsá og Tungná Út er komin bókin um Grímsá og Tunguá í Borgarfirði og er það þriðja bókin í bókaflokki Litrófs um íslenskar laxveiðiár. Bók tafðist smá vegna kreppu, en er nú komin út. Veiði 12. desember 2011 09:42
Vötn og Veiði komin út Stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði er nýlega komin í verslanir, en árbók um stangaveiði hefur þar með komið út í einni mynd eða annarri allt frá árinu 1988. Veiði 9. desember 2011 12:22
Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Óhætt er að segja að misvísandi túlkanir á útboðum í laxveiðiár hafi borist úr röðum LV, Landsambands veiðifélaga, síðustu daga. Í nýjasta fréttabréfi LV , sem er aðeins sent í pósti til landeigenda, er t.d. að finna mjög einhæfa túlkun á útboðum sem ekki hafa farið fram. Að þær sem afstaðnar eru bendi til að hinar leiði til hækkana. Veiði 9. desember 2011 12:19
Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, ritar grein í Fréttablaðið í gærdag um fyrirætlanir Landsvirkjunar í Þjórsá: Veiði 8. desember 2011 09:18
Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Og meira af Bíldsfellinu. Eigendur þriðjungs veiðiréttar í Bíldsfelli í Sogi hafa ákveðið að nýta veiðidaga sína sjálfir næsta sumar. Því fækkar veiðidögum SVFR sem þvi nemur. Veiði 7. desember 2011 10:56
Kvóti í Bíldsfellinu Fyrir sumarið 2012 hefur verið settur rúmur kvóti á svæðum SVFR í Soginu. Hann er nú sex laxar á hvern stangardag fram til 1. september. Eftir þann tíma er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Veiði 7. desember 2011 10:54
Skemmtikvöld SVFK 9. desember Það verður Opið Hús, svokallað skemmtikvöld, haldið í sal félagsins að Hafnargötu 15 föstudaginn 9. desember kl. 20. Veiði 5. desember 2011 11:05
Segir Selfossvirkjun hafa mikil áhrif á göngufisk Út er komin skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif virkjunar við Selfoss á fiskistofna á vatnasvæði Hvítár- og Ölfusár. Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi. Veiði 5. desember 2011 11:01
Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Grein um Stóru Laxá eftir þýska veiðimanninn Mawill Lüdenbach hefur verið birt í þýska veiðiblaðinu Scale Fly & Spin Fishing. Mawill og félagi hans Eric Cullin komu hér í heimsókn í byrjun september og veiddu í fjóra daga í Stór Laxá. Veiði 5. desember 2011 10:58
Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Hér er frétt af vef Strengja: "Þetta var erfitt rjúpnaveiðitímabil fyrir austan, megnið af tímanum ekki snjókorn að sjá og nánast vorblíða flesta dagana. En það bjargaði mörgum veiðimanninum á okkar vegum nýju svæðin á Jökuldalsheiðinni sem við tókum á leigu, Ármótasel og Arnórsstaðir, en þar sýnist mér að hafi fengist allavega um 300 rjúpur þetta haustið". Veiði 2. desember 2011 14:15
Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Fyrsta "Opna hús" vetrarins verður haldið föstudaginn 2. desember í sal SVFR að Háaleitisbraut 68. Húsið opnar klukkan 20.00. Það fjölbreytt dagskrá hjá SVFR á aðventunni. Líkt og undanfarna áratugi mun séra Pálmi Matthíasson mæta með sína árlegu jólahugvekju. Veiði 30. nóvember 2011 16:20
Veiðikortið 2012 er komið í sölu hjá SVFR Veiðikortið 2012 er nú fáanlegt á skrifstofu SVFR. Veiðikortið mun standa félagsmönnum í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur til boða á aðeins 4.000 krónur. Aðeins verður selt eitt kort á hverja kennitölu. Þeir félagsmenn sem hafa hug á að nota kortið til að gleðja vini og vandamenn geta hins vegar keypt fleiri umframkort á 4.800.- krónur. Almennt verð fyrir Veiðikortið er 6.000 krónur og hækkar ekki á milli ára. Veiði 29. nóvember 2011 13:04
Veiðum sjálfhætt á silungasvæði Andakílsár Ákveðið hefur verið að hætta sölu veiðileyfa á silungasvæðið í Andakílsá og vorveiði í Hítará á Mýrum. Veiðin hefur ekki staðið undir væntingum. Veiði 29. nóvember 2011 13:01
Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Stjórn SVFR hefur ákveðið að eftir 15. júlí næsta sumar verði ekki gistiskylda á urriðasvæðunum norðan heiða. Því velja menn um hvort gist er eður ei. Veiði 29. nóvember 2011 09:22
Upptaka af erindi um lax og virkjanir Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011. Veiði 28. nóvember 2011 11:58
Efri svæðin í Elliðánum voru léleg á liðnu sumri Það er alltaf skemmtilegt að glugga í ársskýrslu SVFR. Margt fréttnæmt og forvitnilegt þar að finna, t.d. í skýrslum árnefnda, en þar má stundum sjá athyglisverða þróun mála í einstökum ár og vötnum. Veiði 28. nóvember 2011 10:50
Ný stjórn SVFR Á aðalfundi SVFR sem er nýlokið var kosið til stjórnar félagsins. Sitjandi stjórnarmenn héldu sæti sínu auk þess sem að Hörður Birgir Hafsteinsson hlaut kosningu. Veiði 28. nóvember 2011 09:55
VSK á veiðileyfi? Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði grein í fréttablaðið sl. föstudag sem vakið hefur mikla athygli. Víkur hann að skattlagningu á lax- og silungsveiðileyfi. Veiði 28. nóvember 2011 09:51
Síðasta rjúpnahelgin framundan Nú er síðasta rjúpnahelgin framundan og einhverjir veiðimenn sem eiga ennþá eftir að ná sér í jólamatinn, en flestir af þeim sem við höfum heyrt í eru komnir með sitt. Veiði 24. nóvember 2011 13:19
Fiskvegur um Steinbogann í Jöklu Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fiskvegar framhjá steinboganum í Jökulsá á Dal. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Forseti bæjarstjórnar greiddi einn atkvæði gegn leyfinu. Hann vill frekari rannsóknir á að fiskvegurinn skili tilætluðum árangri til að réttlætanlegt sé að framkvæma við náttúruundrið. Veiði 23. nóvember 2011 09:23
Utanfundar kosning SVFR hafin Kosning utan kjörfundar til stjórnar SVFR hefst í dag. Kosið verður daglega fram til föstudags frá klukkan 11.00-15.00 á skrifstofu félagsins. Veiði 23. nóvember 2011 09:22