Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Stóra Laxá í Hreppum endaði í 795 löxum í sumar og er það metveiði í Stóru. Sumarið í ár byrjaði hægt og virtist aldrei ætla í gang eins og á mörgum öðrum ám þetta sumarið en hrökk í gang í lok ágúst með mikillri veiði og gekk þannig langt fram í september. Til að myndar voru nokkur tveggja daga holl sem náðu 100 laxa veiði á svæði I&II. Í sumar var í fyrsta skipti innleitt veiða og sleppa reglur í Stóru en á svæðum1-3 má hirða 1 lax en öllu sleppt á svæði 4. Veiði 3. nóvember 2011 09:58
Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Engum blöðum er um það að fletta að Hróarslækur var lélegur í sumar og langt undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Sér í lagi þar sem sleppingar í fyrra voru í fullu samræmi við fyrri sleppingar samkvæmt okkar heimildum. Veiði 3. nóvember 2011 09:55
Umhverfisvæn skot í Vesturröst Vesturröst er farin að bjóða uppá umhverfisvænni skot frá Hull. Það þekkist mjög víða í heiminum að skot með blýhöglum er bönnuð sökum mengunar sem þau kunna að valda. Hull hefur þess vegna framleitt skot skot með stálhöglum sem ryðga og eyðast í náttúrunni og púður framleitt úr sykrum sem er líka umhverfisvænna. Veiði 2. nóvember 2011 10:17
Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Nú þegar veiðitímabilinu er lokið er um að gera að elda lax, fara með í reyk og síðast en ekki síst að grafa lax. Þetta er svo einfalt að það geta allir gert þetta og það skemmtielga er að finna sitt eigið bragð í kryddblöndunni. En til að fara öruggur af stað þá er hér uppskrift sem er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi. Veiði 2. nóvember 2011 09:22
Óstofnað félag með hæsta boð í Þverá/Kjarrá Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, þá eru þrír einstaklingar, Halldór Hafsteinsson, Davíð Másson og Ingólfur Ásgeirsson með hæsta tilboð í Þverá/Kjarrá „fyrir hönd óstofnaðs félags“ eins og það er orðað. Upphæðin er 111.700.000 krónur, en áin leigist frá og með 2013 til fimm ára, eða til og með 2017. Veiði 2. nóvember 2011 09:18
111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Við fengum símtal rétt eftir hádegi frá manni sem var viðstaddur þegar tilboðin voru opnuð í Þverá/Kjarrá, en ansi lítið bar á milli tveggja tilboða. Tilboðsgjafarnir voru meðal annars Lax-Á, Davíð Másson, Arnór Diego og SVFR sem var með lægsta tilboðið. Veiði 1. nóvember 2011 15:07
Blanda uppgjör 2011 Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum. Veiði 1. nóvember 2011 12:28
Viðtal - Ási og Gunni Helga með nýja veiðimynd og bók Þeir bræður Gunnar og Ásmundur Helgasynir eyddu sumrinu í að taka upp veiðimynd um íslenska stórlaxinn. Myndin, sem ber heitið Leitin að stórlaxinum, verður þó ekki ein á ferð því þeir bræður eru einnig að gera bók með sama nafni – og mun myndin fylgja bókinni á dvd disk. Veiðivísir sat fyrir þeim á dögunum og dældi á þá spurningum. Veiði 1. nóvember 2011 12:21
Fyrsta rjúpnahelgin að baki Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin og fréttir farnar að berast af aflabrögðum víða um land. Heldur rólegt var víða og er veðri þá helst kennt um enda var veður afleitt um mest allt land um helgina fyrir skyttur. Veiði 31. október 2011 16:48
Veiðibókin hans Bubba komin út Fyrir helgi kom út bókin "Veiðisögur" eftir Bubba Morthens með myndum Einars Fals Ingólfssonar. Það er Salka forlag sem gefur út þessa eigulegu bók fyrir stangaveiðimenn. Veiði 31. október 2011 15:04
Fróðlegur fyrirlestur um áfrif stíflumannvirkja á göngusvæði laxa Fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja verður haldinn í Háskóla Íslands kl. 12:00, fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi. Veiði 31. október 2011 15:01
Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Veiði 31. október 2011 14:54
Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Þessa frétt fundum við á vefnum www.bb.is og er hún ekkert sérstakt fagnaðarefni fyrir rjúpnaveiðimenn landsins. Ekki kemur fram á hvaða rökum bannið er reyst né heldur hvort það er vegna lægðar í stofninum á þessu tímabili og hvort því verður aflétt komi stofnin til með að rétta úr kútnum. Veiði 28. október 2011 11:54
Rjúpnaveiðin hófst í morgun Rjúpnaveiðar hófust í morgun og viðraði vel til veiða víðast hvar á landinu. En veðrið um helgina er ekkert sérstakt og frekar slakt til rjúpnaveiða, menn geta þá bara vonað að næstu þrjár helgar verði skárri. Veiði 28. október 2011 11:05
Lokatölur 2011 Þá eru lokatölur komnar úr flestum ánum en þó vantar ennþá lokatölur úr Ytri Rangá enda veiði ekki hætt þar fyrr en um helgina. Það sem stendur svo sem uppúr þessu sumri, sem er það fjórða besta frá upphafi, er munurinn á milli ára í systuránum fyrir austann, Eystri og Ytri Rangá. En það munar um 1400 löxum í Ytri og um 2000 löxum í Eystri. Það er kannski ósanngjarn samanburður að bera árnar saman við bestu árin en það þykir þó vera víst að minna kom úr hafi en áður. Veiði 28. október 2011 10:55
PKD smit útbreitt á Íslandi PKD-nýrnasýki var fyrst staðfest á Íslandi á haustmánuðum 2008. Í framhaldi af því hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á útbreiðslu og áhrifum sýkinnar á íslenska laxfiskastofna. Verkefnið er samstarfsverkefni Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Veiðimálastofnunar og var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Veiði 27. október 2011 14:53
Straumar áfram með Álftá Veiðifélagið Straumar hefur framlengt samning sinn um Álftá á Mýrum til þriggja ára. Félagið hefur haft ána á leigu í 17 ár og þau verða því tuttugu þegar núverandi samningi lýkur. Veiði 27. október 2011 14:46
Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Það hefur gengið á ýmsu á veiðislóðum í grennd við Kirkjubæjarklaustur í haust og sum hollin lítið sem ekkert getað veitt sökum stórrigninga og vatnselgs. Fengum við sendar línur ásamt myndum frá Haraldi Árna Halraldssyni sem lýsir best þeim aðstæðum sem margir veiðimenn þurftu að horfast í augu við lungann úr haustinu. Hollin sem lentu svo í sjatnandi vatni þess á milli fengu fína veiði. Veiði 26. október 2011 11:48
Erindi um stíflur og áhrif þeirra Margir hafa lýst yfir áhyggjum af afdrifum fiskistofna í Þjórsá verði af fyrirhuguðum virkjunum í neðanverðri ánni. NASF hefur sent frá sér fréttatilkynningu um fróðlegan fyrirlestur um málefnið. Veiði 26. október 2011 10:07
Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Það var athyglisverð frétt á Eyjunni núna nýverið, en samkvæmt henni ætlar sveitastjórnin í Húnaþingi að taka gjald af rjúpnaskyttum sem vilja veiða á Víðidalstunguheiði, Tvídægru og Arnarvatnsheiði, svæðum sem talið er að verði að þjóðlendum þegar Óbyggðanefnd hefur unnið sitt starf. Veiði 26. október 2011 10:03
Veiðifréttir eru komnar út Veiðifréttir eru komnar út á rafrænu formi og eiga að vera í pósthólfum félagsmanna. Það er einnig hægt að nálgast blaðið hér. Veiði 26. október 2011 10:01
Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang. Veiði 25. október 2011 10:15
Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiðitímabilið var ágætt í Steinsmýrarvötnum. Til bókar voru færðir 920 urriðar og sjóbirtingar auk þess sem að 24 bleikjur veiddust. Veiði 25. október 2011 10:11
Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiðin í Tungufljóti í Skaftafellssýslu var einkar dræm þetta árið, en öfugt við undanfarin tvö ár var hægt að veiða megnið af haustinu. Undanfarin ár hafa einkennst af gríðarlegum vatnavöxtum, en nú var fljótið skaplegra. Veiði 25. október 2011 10:08
Dapurlegar fréttir úr Skógá Margir félagsmenn SVFR þekkja til Skógár undir Eyjafjöllum en svæðið hefur átt undir högg að sækja eftir eldgosið í fyrra. Líkur eru á að seiðasleppingum verði hætt í ána. Veiði 25. október 2011 10:05
Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Það var margt um manninn á Þingvöllum þegar Laxfiskar og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stóðu fyrir árlegri göngu um heimkynni urriðans en gangan nefnist með rentu Urriðadans! Veiði 24. október 2011 11:18
Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili Af þeim fregnum sem við heyrum þá er þessi gæsavertíð búin að vera ágæt í flestum landshlutum, en veiðimenn hafa samt haft það á orði að minna sé um ungfugl en í fyrra og þá sérstaklega á norðausturlandi. Veiði 24. október 2011 11:10
Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Það hafa líklega margir veiðimenn lent í því að henda einum og einum laxi sem hefur verið of lengi í frystikistunni og þar af leiðandi ekki hæfur til átu. Nokkrir eru þeir til sem henda þó meira magni en það bara af þeirri einföldu ástæðu að þeir borða ekki allan þann lax sem þeir veiða. Veiði 21. október 2011 13:43
Ódýrar stangir í Ytri Rangá - ágóðinn til Fjölskylduhjálparinnar Veiðifélagið Lax-á hefur ákveðið að bregðast við kalli Fjölskylduhjálpar Íslands og selur allar stangirnar 20 í Ytri-Rangá á morgun á sérstökum afslætti. Allar tekjur af sölu stanganna fyrir morgundaginn munu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar. Veiði 20. október 2011 16:43
Sumarið gert upp í Víðidalsá Laxveiðin gekk bærilega í Víðidalsá þegar á heildina er litið, þrátt fyrir afar hæga byrjun þetta árið. Eins og veiðimenn urðu varir við þá kom sumarið seint og laxinn einnig þetta árið. Líkt og í svo mörgum öðrum ám þá var kuldi og fiskleysi var ekki beinlínis til að hífa upp aflatölur fyrrihluta sumars í Víðidalnum. Það rættist þó úr þegar leið á sumarið og að loknum síðasta degi laxveiðitímabilsins höfðu veiðst 747 laxar. Veiði 20. október 2011 12:41