Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Efra svæðið í Flókadalsá í útboð

Nýlega var efra veiðisvæðið í Flókadalsá í Fljótum auglýst til leigu. Þarna er fyrst og fremst um sjóbleikjusvæði að ræða og má veiða með þrem stöngum í senn. Svæðið nær neðan frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu. Svæðið er skemmtilegt, áin þokkalega vatnsmikil og umhverfið vinalegt.

Veiði
Fréttamynd

Eitt og annað um laxveiðina í sumar

Það er líklega enn verið að reikna það út, en þetta laxveiðisumar sem margir álitu vera lélegt er engu að síður það fjórða til fimmta besta frá því að skráningar hófust. Þeir sem töldu þetta slakt eru orðnir of góðu vanir.

Veiði
Fréttamynd

Framboðsfrestur og frestur til lagabreytinga SVFR

Það styttist óðum í aðalfund Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 2011, sem fram fer 26. nóvember næstkomandi á Grand Hótel klukkan 14.00. Vakin er athygli á því að frestur til framboðs í stjórn, svo og frestur til að skila inn lagabreytingatillögum er 12. nóvember.

Veiði
Fréttamynd

Af nýlegum útboðsmálum

Það ber nokkuð á útboðum þessa stundina, eitt er nýafstaðið og tvö „heit“ og annað þeirra jafnvel umdeilt. Þessi heitu eru Þverá/Kjarrá og Flókadalsá í Fljótum.

Veiði
Fréttamynd

Góð veiði á svæðum SVFK

Það eru fleiri svæði að gefa góða veiði þessa dagana hjá SVFK. Það berast reglulega fréttir af stórfiskum fyrir austann og ein af þeim ám sem hefur verið í góðum gír eru Fossálarnir. Hér er önnur frétt frá SVFK og það er nokkuð víst að menn þurfa greinilega að skoða þessi svæði fyrir næsta tímabil og hafa þá hraðar hendur því mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum á þessi svæði. Hér er frétt af SVFK:

Veiði
Fréttamynd

Stórfiskar í Geirlandsá

Það hefur verið góður gangur víða á sjóbirtingsslóðum fyrir austann síðustu daga. Stangveiðifélag keflavíkur hefur marga ánna þar á sínum snærum og tröllin hafa verið að koma upp þar þegar veðrið hefur gengið niður. Hér er frétt frá SVFK:

Veiði
Fréttamynd

Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá

Við á Veiðivísi kíktum í gær í Ytri Rangá og tókum stöðuna á þeim mönnum sem voru þar við veiðar. Dagurinn í gær var frekar rólegur vegna kulda en þó komu nokkrir laxar á land. Meðal veiðimanna var ung stúlka í fylgd með föður sínum og gerði hún sér lítið fyrir og setti í 5 laxa á Klöppinni og landaði einum 10 punda. Kom hún á eftir vanari mönnum sem urðu ekki varir á sama stað.

Veiði
Fréttamynd

Velur hýsilinn vandlega

Eins og fram hefur komið í fréttum af sjóbirtingsveiðislóðum í haust, þá er jafnvel meira um steinsugubit í afla veiðimanna en fyrr. Eigi að síður virðist sugan velja sér vandlega hýsil og ekki er æskudýrkuninni fyrir að fara hjá henni.

Veiði
Fréttamynd

Urriðadans á Þingvöllum

Laugardaginn 15. október verður hin árlega fræðsluganga "Urriðadans" á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska.Gangan verður að vanda í umsjón Jóhannesar Sturlaugs sonar hjá Laxfiskum og hefst klukkan14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð.

Veiði
Fréttamynd

Aukning í þurrfluguveiði

Það er greinilega merkjanleg aukning í áhuga stangaveiðimanna á silungsveiði með þurrflugu. Sérstaklega á þetta við á urriðasvæðunum nyrðra.

Veiði
Fréttamynd

Góð gæsaveiði síðustu daga

Gæsaveiðin síðustu daga hefur verið mjög góð, og þá sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Mikið af gæs er farin af safnast saman í akra og á tún og á sumum stykkjunum eru þær í þúsunda tali.

Veiði
Fréttamynd

Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar

Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi er nú í óða önn að gera klárt fyrir rjúpnatímabilið. Við tókum púlsinn á Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum og spurðum hann um vöruúrval þeirra fyrir skotveiðimenn.

Veiði
Fréttamynd

Gæsaveiðin góð síðustu daga

Gæsaveiðin í Landeyjunum hefur verið mjög góð síðustu daga og flestir sem við höfum haft samband við gert ágætis veiði. Menn hafa verið að fá 10-60 fugla í morgunfluginu og það virðist ekki vanta gæsina þetta árið frekar enn í fyrra.

Veiði
Fréttamynd

Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá

Nú er engum blöðum um það að fletta að haustið er komið með tilheyrandi litadýrð og rúðuskafi. Menn eru þó enn að egna fyrir laxinum í Ytri Rangá og geta aflabrögð verið góð þrátt fyrir misgóð skilyrði

Veiði
Fréttamynd

Nýr vefur fyrir Veiðislóð

Félagarnir á Vötn og veiðum hafa nú opnað nýjan vef til að styðja við tímaritaútgáfuna. Þetta er vefur þar sem tímaritið VEIÐILSLÓÐ er aðgengilegt ásamt fyrri tölublöðum. Lesendur geta skráð sig í áskrift og þannig fengið tilkynningu á netpóstinn sinn þegar nýtt tbl. kemur út.

Veiði
Fréttamynd

Mikið um Steinsugubit fyrir austann

Það hefur gengið ágætlega á sjóbirtingsslóðum í Vestur Skaftafellssýslu að undanförnu, en mikið hefru að sama skapi verið um steinsugubit á sjóbirtingum. Jafnvel meira en áður þótt erfitt sé að fullyrða þár um.

Veiði
Fréttamynd

Af Hofsá í Skagafirði

Nú hafa 62 bleikjur verið færðar til bókar úr Hofsá í Lýtingsstaðahreppi og tveir laxar - en laxarnir eru fleiri því við fengum senda mynd af einum sem ekki hefur verið skráður og sá reyndist vera hvorki meira né minna en 85 sm.

Veiði
Fréttamynd

Fiskvegur í Jökulsá á Dal

Veiðifélag Jökulsár á Dal bíður þess nú að Skipulagsstofnun gefi grænt ljós á gerð fiskvegar fram hjá svokölluðum Steinboga.

Veiði
Fréttamynd

Met í Stóru Laxá?

Nú eru loks öll kurl komin til grafar í Stóru Laxá í Hreppum, en ekki höfðu allir laxar skilað sér í bókina þegar áin lokaði. Nú hafa síðustu skráningar skilað sér í hús og lokatalan er 795 laxar samkvæmt okkar bókum – sem okkur skilst að sé met.

Veiði
Fréttamynd

Innsent bréf varðandi ástandið á rjúpnastofninum

Við höfum fengið þó nokkuð af pósti þar sem menn eru með gott innleg í umræðuna varðandi ástandið á rjúpnastofninum og orsakir þess, hverjar svo sem þær kunna að vera. Margir eru þó á sama máli um að refurinn eigi stærri sök í máli en talið hefur verið.

Veiði
Fréttamynd

Boltar í hamslausu Tungufljóti

Vötn og Veiði greindu frá góðu skoti í Tungufljóti fyrr í vikunni og getum nú bætt við smá viðbót. Greinilegt er að vatnshæð hefur verið afar óstöðug í fljótinu og sum flóðin nálægt því mest var í fyrra. Og enn eru risafiskar að veiðast.

Veiði
Fréttamynd

Lokatalan í Straumunum

Lokatalan í Straumunum þetta sumarið er 333 laxar og 284 sjóbirtingar. Um er að ræða ágætis veiði á dagsstangirnar tvær.

Veiði
Fréttamynd

Veiði leyfð á 31.000 rjúpum

Umhverfisráðherra hefur gefið frá sér yfirlýsingu á vef ráðuneytisins þar sem tilkynnt er um ákvörðun ráðherra um tilhögun veiða á rjúpu á þessu hausti.

Veiði
Fréttamynd

Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar?

Eins og rætt hefur verið er ákvörðun Umhverfisráðherra ekki ennþá komin í hús og veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá hvort rjúpnaveiðar verði leyfðar í ár eða ekki. Mjög víða í umræðunni hefur komið upp sá efi að veiðimenn séu einn stærsti þátturinn í því að rjúpann á undir högg að sækja í sumum landshlutum í dag. Það virðist alveg gleymast að það eru aðrir þættir sem hafa líka mikil áhrif.

Veiði
Fréttamynd

Rjúpa eða ekki rjúpa?

Enn hefur ekki verið tilkynnt um ákvörðun Umhverfisráðherra varðandi veiðar á rjúpu þetta haustið og víst er að mörgum þykir þessi seinagangur í ákvarðanatöku ótrúlega sérstakur.

Veiði
Fréttamynd

Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá

Veiðar ganga enn ágætlega í Ytri Rangá. Flestir dagar eru að gefa 35-50 laxa á dag en þó komu dagar í síðustu viku þar sem aðstæður voru erfiðar, þá datt veiðin niður í 20 laxa. Veitt er út mánuðinn í Ytri og kæmi mikið á óvart ef lokatala þar fer ekki yfir fimm þúsund.

Veiði