Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár

Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. Þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur.

Veiði
Fréttamynd

Bleikjan horfin úr Hítará?

Veiðitölur í vor styðja það sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, meðal annars af hendi Veiðimálastofnunar, að bleikjuveiði á Vesturlandi er í mikilli lægð. Svo mikilli að víða jaðrar ástandið við algjört hrun.

Veiði
Fréttamynd

Ertu með veiðifrétt?

Við minnum ykkur á að við erum í leit að veiðifréttum frá ykkur og ætlum að verðlauna eina innsenda frétt í maímánuði með veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola á Tungubár (miðsvæði) frá SVFR. Skemmtilegt svæði og veiðin getur oft verið mjög góð. Við drögum úr innsendum fréttum þann 1. júní.

Veiði
Fréttamynd

Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar

Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum.

Veiði
Fréttamynd

Gróska í veiðiþáttum í sumar

Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport.

Veiði
Fréttamynd

Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni

Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur.

Veiði
Fréttamynd

Tilkynning frá Veiðimálastofnun

Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn. Púls eiturefna getur því borist í vötn og valdið þar dauða lífvera. Það sem ræður skaðsemi þessa er magn öskufalls og magn eiturefna í öskunni. Á þessari stundu liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar um efnainnihald öskunnar, en fyrstu mælingar sýna að lítið er af flúor í öskunni, sem betur fer.

Veiði
Fréttamynd

Norðurá í Skagafirði í sölu hjá SVAK

SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í Norðurá í skagafirði. Um er að ræða bleikjuveiði í júlí, ágúst og september. Mikil veiði var í Norðurá í fyrra sumar og til að mynda veiddust vel á annan tug bleikja þegar fluguveiðiskóli svak var haldin þar, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast stærri fiskar inn á milli og þá sérstaklega í júlí á meðan stórbleikjan er að ganga.

Veiði
Fréttamynd

Bleikjan farin að taka á Þingvöllum

Veiðivísir fékk fregnir af tveimur veiðimönnum sem lögðu leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum á laugardaginn og eyddu þar stórum hluta af deginum við veiðar. Það var víst afskaplega rólegt og þeir lítið varir þrátt fyrir að fara yfir helstu staðina svo sem Vatnskot, Nautatanga og Öfugsnáða. Þeir fóru í smá göngutúr frá Vatnskoti í vesturátt og þegar þeir komu að fyrstu víkinni breyttist vindáttinn aðeins og þá eins og hendi væri veifað fór allt af stað í vatninu.

Veiði
Fréttamynd

Engar afbókanir erlendra veiðimanna

Þrátt fyrir að Ísland sé í öllum miðlum heimsins út af eldgosinu í Grímsvötnum virðast þeir erlendu veiðimenn sem hér eiga veiðileyfi í sumar pollrólegir yfir ástandinu. Upplýsingagjöfin í kringum þetta gos er mikið betri og skilvirkari þar sem reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli er klárlega að skila sér. Menn eru meðvitaðir um að gosið stendur líklega yfir í stuttann tíma og eru því ekki að hugsa um að afbóka ferðir sínar til Íslands.

Veiði
Fréttamynd

Veiðiferðirnar eru oft misjafnar

Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg:

Veiði
Fréttamynd

Fyrstu laxarnir mættir!

Við fengum fregnir af því að sést hefði til laxa í Laxá í Kjós í dag. Greinilegt var að einhverjir voru nýgengnir tveggja ára laxar og vænir eftir því. Það sáust laxar í Laxfossi, Kvíslafossi og Lækjarbreiðu, og enn mánuður í opnun! Þeir sem eiga daga þarna í júní hljóta að kætast við þessar fréttir og við vonum að þetta gefi kannski forsmekkinn af því sem koma skal en Veiðivísir mun fylgjast vel á komandi dögum um leið og við hvetjum þá sem eiga veiðifrétt að deila henni með okkur.

Veiði
Fréttamynd

Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar

Það fer víst ekki á milli mála að laxinn er að mæta í árnar á suður og vesturlandi, þá líklega helst á leiðinni í þær ár sem eru þekktar fyrir snemmgengna stofna í samanburði við ár á svipuðum slóðum.

Veiði
Fréttamynd

Atli Bergmann í Hraunsfirði

Veiðivísir fékk tölvupóst frá Atla Bergmann sem gerði feikigóða veiðidaga í Elliðaánum og svo í Hraunsfirði fyrir fáum dögum. Það verður að segjast að það voru með bestu fréttum vikunnar að heyra af bleikjum úr Hraunsfirðinum og það eru nokkrir vinir Veiðivísis spenntir fyrir því að renna þangað um helgina ef það rætist eitthvað úr veðrinu, þ.e.a.s. að spáin verði ekki jafn slæm og útlit er fyrir.

Veiði
Fréttamynd

Vel mannað kastnámskeið

Klaus Frimor, Óskar Páll Sveinsson og Hilmar Hansson bjóða upp á flugukastnámskeið dagana 19 maí til 10 júní.

Veiði
Fréttamynd

Kuldaleg veðurspá um helgina

Það verður að segjast eins og er þegar helgarspáin er skoðuð að það kemur til með að vera vetrarlegt við flesta veiðistaði á norður, vestur og austurlandi alveg fram yfir helgi. Það er spáð snjókomu og slyddu og hitinn gæti farið niður fyrir frostmark víða. Þetta gæti sett strik í reikninginn varðandi veiði enda oft lítið tökustuð þegar lofthitinn og vatnshitinn hrapar við þessar aðstæður, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta er spá sem nær yfir nokkra daga.

Veiði
Fréttamynd

Góður dagur við Steinsmýrarvötn

Hann Hafþór Magni sendi okkur þessa veiðisögu úr Steinsmýrarvötnum og mynd af flottum bleikjum af svæðinu. Hann er kominn í pottinn okkar, og við drögum úr innsendum veiðifréttum í maí 1. júní og vinningshafinn fær 2 stangir 8. júní í Baugstaðarós/Vola á miðsæði við Tungu-Bár frá SVFR.

Veiði
Fréttamynd

Viltu vinna veiðileyfi?

Við ætlum að fara í smá leik með ykkur kæru lesendur. Núna í allt sumar og eitthvað fram á haustið ætlum við að hvetja ykkur til að senda okkur skemmtilegar veiðimyndir og frásagnir af veiðitúrum til okkar á Veiðivísi. Við ætlum að draga úr innsendum veiðifréttum í hverjum mánuði og í vinning er veiðileyfi á eitthvað skemmtilegt veiðisvæði.

Veiði
Fréttamynd

Góð uppskrift að bleikju

Okkur datt í hug að skjóta að ykkur eins og einni uppskrift sem okkur barst á tölvupóst í dag. Þessi á víst að vera afskaplega góð og hentar bæði lax og silung.

Veiði
Fréttamynd

Verður laxinn snemma á ferðinni í ár?

Alltaf gaman að því þegar menn fara að velta fyrir sér horfum komandi sumars í veiðinni. Menn hafa ýmsar kenningar í þessum efnum. Margir eru til að mynda þeirrar skoðunar að laxinn verði seint á ferðinni þetta árið vegna þess hversu seint hefur vorað þetta árið. Það eru þó ekki allir á því.

Veiði
Fréttamynd

Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar

Það styttist biðin eftir fyrsta tölublaði Sportveiðiblaðsins. Blaðið hefur aldrei verið eins glæsilegt og nú, heilar 148 blaðsíður stútfullar af áhugaverðu efni. Sportveiðiblaðið ætti því að fara að detta inn um póstlúguna hjá áskrifendum í lok næstu viku næstu viku.

Veiði
Fréttamynd

Ekki veiðihelgi framundan?

Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri.

Veiði