Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni

Hann Sverrir Árni Benediktsson fór ásamt Benekikt föður sínum í Úlfljótsvatn síðastliðinn fimmtudag. Hann fékk þessa þessa glæsilegu urriða, 9 og 7 punda, þar og má ætla að veiðimaðurinn sé kominn með veiðibakteríuna á hátt stig eftir baráttu við þessa stóru urriða.

Veiði
Fréttamynd

Líf í Elliðavatni

Elliðavatn opnaði í lok apríl en fátt hefur verið í fréttum frá veiðimönnum þaðan. Risjótt veðurfar hefur sett strik í reikninginn en líka sú staðreynd að margir veiðimenn halda sig við gamla hefð og byrja ekki í vatninu fyrr en 1. maí sem var alltaf opnunardagsetning vatnsins hér áður.

Veiði
Fréttamynd

Velkomin á Veiðivísi

Nú höfum við sett í loftið veiðivef inná Vísi sem ber nafnið Veiðivísir. Hér kemur þú til með að finna veiðifréttir úr öllum áttum, hvort sem um er að ræða lax- og silungsveiði, veiðar á sjóstöng eða skotveiðar. Við viljum hvetja ykkur til að senda okkur veiðifréttir og myndir til að deila með lesendum okkar, og þegar aðeins verður liðið á veiðitímann komum við til með að fara í skemmtilega myndaleiki þar sem þið getið unnið til glæsilegra verðlauna. T.d. veiðileyfi o.fl. Við óskum ykkur ánægjulegra stunda við vötnin og árnar, og minnum ykkur á að byrja veiðiferðina með veiðifréttunum á Veiðivísi. Bestu kveðjur og góða skemmtun við bakkana í sumar!

Veiði
Fréttamynd

Af örlöxum

Nokkur umræða hefur verið um mjög smáa laxa sem hafa verið að veiðast undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið tekið eftir þessu á Austur- og Norðausturlandi. Þessir laxar eru margir hverjir innan við 50 cm að lengd og allt niður í 43 cm. Datt sumum jafnvel í hug að hér væru fiskar sem hefðu farið út að vori sem stór gönguseiði og komið inn aftur samsumars. Aðrir sögðu að svona „kettlingar“ hefðu alltaf verið innan um í veiðinni.

Veiði
Fréttamynd

Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu

Nýverið bárust upplýsingar um að veiðst hafi urriði með númeruðu plastmerki í Þingvallavatni. Urriðinn, sem veiddist á flugu við tanga austan við ós Öxarár, var 92 cm löng hrygna, en þar sem honum var sleppt var hann ekki veginn.

Veiði
Fréttamynd

Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra

Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, flutti á dögunum erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Fiskstofna Þjórsár og göngur þeirra.

Veiði
Fréttamynd

Lax í Elliðaám

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags er grein um endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám.

Veiði
Fréttamynd

Vötnin lifna við

Það er óhætt að segja að hlýindin undanfarna daga hafi kveikt líf í vötnunum á suðvesturlandi síðustu daga. Bleikjan er aðeins farin að gefa sig í Þingvallavatni og við heyrðum af mönnum í dag sem fengu fínt skot í Hlíðarvatni. það er helst að bleikjan taki snemma á morgnana eða í kvöldskímunni þegar dagarnir eru bjartir en það spáir þykknandi veðri og súld á vesturlandi um helgina þannig að það má reikna með að fiskurinn taki betur á daginn.

Veiði
Fréttamynd

Black Ghost sterk í Urriðan

Þeir sem hafa verið duglegir í Urriðanum á Þingvöllum hafa mikið verið að nota Black Ghost og þá oft nýjar útfærslur af flugunni. En þessi fluga hefur í gegnum tíðina verið mikið notuð t.d. í Laxá í Mývatnssveit, Veiðivötnum, Grenlæk og víðar með góðum árangri.

Veiði
Fréttamynd

Dorgað á ísnum í höfuðborginni

Reynisvatn er rétt við Grafarholtið í Reykjavík. Reynisvatn er tilvalinn staður fyrir alla fjölskylduna að fara saman og prófa ísdorg og njóta útivistar.

Veiði